Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 3
alhæfingar. Landiö er það sem það er og þar sem það er, ekki verður því breytt, en það er eign vor og um leið eigandi. Það er samofið sögu vorri og framtíðarvonum, og enginn efast um það í alvöru, að landið búi yfir nægu lífsmagni til þess að gera oss kleift að gegna hlutverki hins ís- lenzka lýðveldis. Það sýnir meðal annars það sem hér hefur gerzt í aldarfjórðung, enda gefi nú ham- ingjan, að áfram stefni og eigi mið- ur en hingað til. Ýmis teikn eru nú á lofti, sem til þess benda, að þjóðin sæki í sig veðrið, snúist til varnar og síðan sóknar með nýjum móði, nýrri gát og alvöru. Ef til vill er það mesta fagnaðarefnið, þegar litið er fram á veg á þessum þjóðhátíðar- degi. Þjóðhátíð, segja sumir menn, hvað er það annað en frídagur og orð innantóm, skálaræður? Satt er það, dauðlegir menn mæla ekki máli guða, ekki heldur á þjóðhátíðardög- um. En þjóðhátíð höldum vér eigi að síður, og hennar hlutverk er mikið, þrátt fyrir allan ófullkomleik. Vér höfum þjóðhátíð til þess að minna oss á fortíð vora og sögu, lífsbar- áttu forfeðra vorra í landinu á liðn- um öldum. Vér höldum þjóðhátíð til þess að líta fram á við til þeirra verkefna, sem bíða vor og niðja vorra. Vér höldum þó þjóðhátíð framar öllu til að minna á, að land- ið er eitt og þjóðin ein, að hún er ein heild og allir þegnar hennar samverkamenn, þrátt fyrir það sem dagleg átök láta meira fyrir sér fara en samtök. Ef þjóðhátíð megn- ar ekki að efla skilning á og til- finningu fyrir þessari einingu, fyrir öllu því sem tengir saman, landi, sögu og erfðum, öllu sem gerir þjóð að þjóð, þá nær hún ekki tilgangi sínum og gæti eins vel borið eitt- hvert annað nafn. En vér vitum það öll undir niðri, að vér erum öll í sama bátnum og á þjóðhátíð skulum vér játa það opinskátt og gleðjast í anda þeirrar mannúðar og samhjálpar, sem í raun og veru er einkenni á þjóðfélagi voru. Látum oss halda gleðilega þjóðhátíð í Ijósi hins langa sumardags í voru norðlæga fóstur- landi. Með þeim orðum sendi ég kveðju landsmönnum öllum. VL mó ^Sig^nÁ ló ur uoröu ónó___)icmröóóonar Okkar gæfumesta mann metum við nú hann, sem vann þjóð, sem átti ekkert vald, ádrátt launa, tign né gjald. Sögu hennar, lög og lönd leitaði upp í tröllahönd. Tók frá borði æðstan auð: ástir hennar, fyrir brauð. Honum juku þrautir þrek, þrekið, sem að aldrei vék. Hans það var að voga bratt, vita rétt og kenna satt. Miklar Jón vorn Sigurðsson sérhver fullnægð þjóðarvon. Hann, svo stakur, sterkur, hár, stækkar við hver hundrað ár. Dýran hjör og hreinan skjöld hér er að vinna á hverri öld hans, sem aldrei undan vék eða tveimur skjöldum lék. Bjóðist einhver okkur hjá ástsæld hans og tign að ná, holla vild og mátt þess manns mælum nú á varðann hans. Sá skal hljóta í meturn manns mildingsnafn síns föðurlands, sem því keypti frelsið, féð fátækt sinni og stríði með. ísland lætur svanna og svein segja við hans bautastein: Þessi styttan okkar er eini konungsvarðinn hér. Stephan G. Stephansson VÍKINGUR 181

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.