Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Síða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Síða 5
Gömul Ijósniynd af Patreksfjarðarhöfn. Myndin er í eigu félagsheiniilis Farnianna- og fiskimannasamhands íslands. varð steinhljóð í lúkarnum, ekkert heyrðist, nema þyturinn í reiðan- um og seglunum og öldugjálfrið við bóg skipsins. Þannig sátu menn góða stund og biðu þess, að Ólafur tæki til máls aftur, en þar sem helzt leit út fyrir, að hann ætlaði ekki að segja meira, þá 1‘óru menn að gerast óþolinmóðir, og einhver kvað upp úr og sagði: „Já, hvað er þetta ætlarðu ekki að halda áfram.“ Ýmsir fleiri gáfu nú orð í og varð af kliður nokkur og var nú gengið harðar að Ólafi. „Hvað sagði hann, út með það. Þú skalt engan frið hafa, fyrr en þú liefir sagt drauminn til enda.“ Tóku margir í sama streng. Ólafur sá nú, að ekki mundi lengur tjá að teljast undan að skýra frá því, sem fyrir hann hafði borið. Hann reis upp úr sæti sínu og byrjaði: „Hann sagði.“ Allir, sem í lúkarnum voru, gláptu á Ólaf, gapandi af undrun og áfergju að heyra, hvað maður af öðrum heimi hefði getað átt vantalað við einn af skipshöfn- inni, og hvaða boðskapur það væri, sem hann einn væri útval- inn til að flytja. Eftir nokkurt hlé hélt ólafur áfram. Maðurinn sagði, þegar hann snéri sér að mér: „Láttu mig í friði. Hugsaðu um sjálfan þig, því á þessari ver- tíð drukknar þú.“ Óg við það VlKINGUR vaknaði ég. Þegar Ólafur hafði lokið að segja frá draum sínum, setti alla hljóða. Það bar ekki á, að neinn hefði ráðningu á reiðum höndum eða bæri við að koma með nokkuð í þá átt. Og er þögn- in fór að verða óþægileg, fóru menn að fara upp á þilfar, sem þar áttu að vera. Aðrir fóru í koju, og einhver fór að skara í kabyssunni, og virtist hugsun mannanna hafa dreifzt í ýmsar áttir, og sem lengst frá því efni, sem þeir voru áfjáðastir að hlusta eftir fyrir stundu síðan. Ekki er samt ólíklegt, að innst í hugskoti þeirra hafi myndast einhver geig- ur, sem þeir ekki kunnu að skil- greina að hverju mundi stefna, og leið svo vetrarvertíðin, að ekkert sérstakt bar til tíðinda og ekki var frekar á þetta minnst. Þegar skipið hafði verið af- greitt í Reykjavík, lagði það út í vortúrinn eins og vanalega, og á útsiglingunni hafði Ólafur orð á því, að ekki væri mikið að marka þessa drauma. Nú væri vertíðin iiðin og allir á skipinu vissu, hvað skipsnissinn hafði sagt eða hvað, sem það nú var, enda kvaðst hann ekki mikinn trúnað hafa lagt á slíka vitleysu, því skrifað stend- ur. Draumspekinganna heimsku hót, hégóma skaltu meta, og féll- ust skipverjar á það og voru hon- um algjörlega samdóma, að ekk- ert væri að marka þessa drauma og voru glaðir yfir, að jafn ljótur draumur skyldi vera markleysa ein, og ekkert annað. Vortúrinn hafði gengið vel, og að honum loknum var siglt til Reykjavíkur, skipið losað, og að því loknu lagt út í miðsumarstúr. Á leið út Flóann hafði Ólafur orð á því við félaga sína, að nú væri annarri vertíð ársins lokið og enn liefði ekki draumurinn komið fram, og mundi hann hér eftir, sem hingað til, skoða það sem markleysu eina, en hins vegar höfðu félagar hans óljósan grun um, að þetta mundi valda honum nokkrum áhyggjum og það meiri, en hann vildi láta í Ijós. Annars var ekki frekar um þetta rætt, at- hafnalífið á sjónum rann í hinn sama farveg, eins og það hafði gert áður. Allt gekk eins og í sögu, afli var ágætur, og siglt var heim úr miðsumarstúr á full- hlöðnu skipi. Allt lék í lyndi, skip- ið var losað og farið út í síðasta túr. Eins og áður vakti Ólafur máls á hinu sama og hann hafði gert hina túrana og virtist í þetta skipti vera einna öruggastur um, að draumur sá, sem áður er nefndur, hefði enga merkingu, og hann myndi ekki hugsa meira um hann. Það væri líka svo barna- legt að taka mark á draumum, það gerðu ekki nema taugaveikl- aðar konur eða annað sálarveikt fólk, sem nærðist á hjátrú og hindurvitnum. Sinn þátt í þessu 183

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.