Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Qupperneq 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Qupperneq 6
kvað hann vera gamansemi og annað ekki. Þegar nokkuð fór að líða á túr- inn og nótt fór að lengja, fóru sumir af hásetunum að hafa orð á því, að þeir yrðu stundum varir við ýmislegt einkennilegt um borð í skipinu. Þeir þóttust hafa séð ljós undir skipsbátnum, þar sem hann var á hvolfi á þilfarinu. Sumir þóttust sjá menn, sem þeir ekki þekktu, einnig ofan í lest, og kvað svo mikið að þessu, að þeir sögðu skipstjóranum frá því, en hann vildi ekki lieyra það nefnt og sagði, að þeir, gamlir og hraustir sjómenn, væru eins og hysterískar kerlingar, og bað þá um að minnast ekki á slikt fram- ar við sig. Það var nokkru seinna en þetta gerðist, sem hér var sagt frá, að mikill fiskur var á þilfari eftir daginn, og gengu því allir í að- gerð, og skipstjóri með til að koma fiskinum sem fyrst í salt. Er því var lokið, fóru allir skip- verjar fram í lúkar, að skipstjóra meðtöldum, til að fá sér kaffi.Var þá þilfarið mannlaust á meðan, enda blíðuveður og bjart af tungli. Þegar þeir liöfðu ræðst við yfir kaffinu; fór skipstjóri aftur í káetu til að sofa, en eitt- hvað dróst, að vaktin færi upp, og eftir nokkra stund heyra þeir, að komið er fram eftir þilfarinu, og kemur sá niður í lúkarinn, og er það skipstjórinn. Sjá þeir, að honum er brugðið allmikið. Ein- hver spyr hann, hvort hann hafi ekki ætlað að ganga til náða. Jú, segir hann, en ég get varla ætlazt til, að þið trúið því, sem ég nú ætla að segja ykkur. Þegar ég fór upp úr lúkarnum hérna rétt áðan og aftur eftir þilfarinu, og er ég er kominn að káetukappanum, þá sé ég, að það stendur maður í gat- inu, sem ég lief aldrei séð áður, og hann blátt áfram varnar mér að komast niður. Skipstjórinn lýsti manninum. hvernig liann var í hátt, og hvernig hann var klæddur, því hann sá manninn mjög vel í tunglsljósinu. Vaktin fór jiú upp, og skipstjórinn með þeim, og urðu þeir einskis varir, en nokk- urn ugg setti að skipsmönnum við þetta, og jókst hann ekki l?t- ið, þegar þeir urðu varir við ó- kunna menn í lestinni. Ýmislegt fleira urðu þeir varir við, sem ekki verður skýrt frá hér, en nokkra furðu vakti það, að sumir af skipshöfninni urðu aldrei varir við neitt, liversu mik- ið sem á gekk. Þegar þeir höfðu lokið veiðum fyrir Vesturlandi, burftu þeir að fara inn til Patreksfjarðar. Á leiðinni lieyrðist svo hár brestur, að þeir héldu að mastrið hefði brotnað, en þegar betur var að gáð, sá ekkert á mastrinu, og þeir gátu ekki fundið neina ráðn- ingu á, hvað valdið hafði. Gott veður var og bjart af degi, en kynlegast var þó, að ekki nema nokkrir af þeim, sem á þilfari voru heyrðu brestinn. Var svo komið inn til Patreksfjarðar þ. 5. september og lagst þar til akk- eris. Skipstjórinn, Sigurður Guð- mundsson, fór í land og ætlaði að fá ís til beitugeymslu. Fékk hann loforð um ísinn, og fór hann síð- an um borð aftur til að sækja fleiri menn og tók með sér stýri- manninn og 8 háseta. — Þegar skipsbáturinn var að leggja frá síðunni, báðu 3 af skipverjum þeim, sem eftir voru, um leyfi til að fara yfir í annað skip, Gunn- vöru, sem lá þar skammt frá. Var þeim leyft það, og stigu þeir út í bátinn, sem var þegar orðinn full- hlaðinn. Tók þegar að renna inn í hánn að aftan og var augljóst, hvernig fara mundi. Ruddust þá einhverjir fram í bátinn í ofboði, en við það stakkst hann á endann og sökk með alla mennina 13 að tölu. Kom hann ekki upp fvrr en löngu síðar, og ekki heldur menn- irnir. Skipstjórinn á Gunnvöru, sem sá hvað gerðist, lét þegar hleypa niður sínum bát, jafn- framt var kastað út bjargliringj- um og línum með belgjum á, því slysið vildi til rétt hjá henni, og sáu það margir menn af Gunn- vöru. En allar björgunartilraun- ir ui’ðu árangurslausar. Mönnun- um skaut ekki upp, og voru þeir slæddir upp allir nema einn, og var það Ólafur Guðmundsson úr Þykkvabæ, en hann fannst aldrei. Öll líkin tólf voru flutt á skip- inu til Reykjavíkur og jarðsungin þar. Steingrímur Thorsteinsson skáld orti saknaðarljóð og kveðju frá skipseigendum eftir hina föllnu menn, og er þar sérstaklega getið Ólafs Guðmundssonar, þess er ekki fannst, í einu erindinu, sem hljóðar þannig: Og' þú, sem varst eftir við unnarstein og' ylgjan ei skilaði að landi. Vér kveðjum þig hér, þótt þú berir bein þai' báran kveður þinn líksöng ein og verpur þér sæng úr sandi. Veður var hvasst nokkuð á norðan, er þetta gerðist, sem að framan er sagt, en sjólaust inn á liöfninni. Það skal að síðustu tek- ið fram, að allir þeir, sem orðið höfðu varir við svipi og annað yfirnáttúrulegt um borð í skip- inu, drukknuðu allir, en þeir, sem eftir lifðu, höfðu aldrei orðið var- ír við neitt óvanalegt. * Skrá'ö eftir sögu Karels Hjört- þórssonar, sem var á skipinu um- rætt tímabil. iimimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiimmiimiiiiimiiiiiimiiiiiiMiii SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Bárugötu 11 Annast öll venjuleg spari- sjóðsviðskipti. Opið daglega kl. 12.30-—18.00 laugardaga lokað. iiiilliliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiimiii VÍKINGUR 184

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.