Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Page 8
Árið 1728 ví ir verzlunarstöðin aftur reist við og var nú byg’g't „vígi“ ásamt stóru liúsi fyrir þjónustulið, „ráðshúsi" og fleira. — Vegna ósamkomulags milli höfuðsmannsins og varaforingj- ans, og þess, að veiði brást, svo sem og að dauða Friðriks kon- ungs VI. bar þá að, missti stjórn- in áhuga á stöðinni og var hún yfirgefin aftur árið 1781. Og' sama liaustið brenndu Hollend- ingar byggingarnar og eru ennþá leifar af „ráðshúsinu" finnanleg- ar á staðnum. Nú leið og beið fram til ársins 1756. Þá gaf ,,Verzlunarfélagið“ (Handelskompagniet) kaupmönn- unum Anders Olsen og Jörgen Holm fyrirmæli um að setja upp verzlunarstöð (kolonie) við Uki- vik (Vetrarbýli), þ.e. viðlegustað við vetrarveiðar. Er þetta einnig lítil nakin klettaeyja útifyrir mynni Isortoq — Leirufjarðar syðri í Greipum, á h.u.b. 67° 12’ n. br. og 53°57’ v. 1., rúmlega 20 sjómílur fyrir norðan Sisimiut. Niels sonur Hans Egedes stakk upp á því við „Verzlunarfélagið" að kalla verzlunarstöðina við Uki- vik: Holsteinsborg eftir forseta trúboðsstöðvarinnar, Jóhanni Lúð- vík Holstein greifa af Lethra- borg. Þar af er komið danska nafnið á þessu þorpi, sem flutt var til Sisimiut við Skinnafjörð — Amerdloq. (Um þetta urðu nokkrar deilur meðal Dana). Búseta Grænlendinga við Uki- vik varaði aðeins nokkrar vikur á ári við veiðar, að öðru leyti bjuggu þeir í þorpum inni í Skinnafjarðarflóanum. Staðar- valið fyrir verzlunarstöðina þarna úti í skerjagarðinum var því ekki allskostar heppilegt. Árið 1759 byggði Egede liús á nesinu utan til við voginn sem þorpið Sisimiut liggur núna inn af. Þetta hús var kallað: „Trú- boðsóskin.“ En staðurinn hét Amerdloq — Skinnastaður, eða stundum kallaður á máli Norður- Grænlendinga: Asungmiut — Hjá- byggðin. Risu jþarna upp nokkrir kofar í sambandi við trúboðið. Karlnieiinirnir Iiera rólegan veiðiinanna- s\ip. Ern dálílið eilalei'ir, en ;>eta verið anöj'gii' í hreyfinguiii, ef þiirf krefur. beint undir Prestafjallinu — pal- ase qaqaq. Árið 1764 var verzlunarstöðin við Ukivik flutt suður til Amer- dloq — Skinnafjarðar og inn fyr- ir voginn þar sem Sisimiut eða Grenjastaðir eru nú og fluttu kaupmennirnir með sér danska nafnið Holsteinsþorg, þó Græn- lendingar k;illi það enn á sínu máli Sisimiut, sem þýðir: grenbú- arnir eða eins og bezt fer á ís- lenzku: Grenjastaðir. Trúboðsstöðin úti á nesinu und- ir Prestafjallinu var nú orðin of- langt frá hinum verðandi kaup- stað og var hún því flutt inn fyr- ir voginn og Hjábyggð (eða Asungmiut) lagt niður og eru þar rústir einar, sem mér gafst aldrei tóm til að skoða þótt mig dauð- langaði til, því organisti þorps- ins, Júkkum Lennert, sem ég heimsótti, sagði mér einmitt að þarna úti á nesinu væru „norð- búarústir“ meðal annara. Henrik Christoper Glahn hét trúboði sá sem starfaði í Sisimiut á árunum 1764—72. Ilann var mjög ötull í starfi sínu og samdi sig að siðum Grænlendinga og lifnaðarháttum og ávann sér traust þeirra. Hann kom þeim til að spara saman í kirkjubyggingu og var hún reist árið 1773 og vigð 1775. -— Þessi kirkja stend- ur enn rétt fyrir ofan búðasam- stæðu „Grænlenzku konungs- verzlunarinnar" og er nú notuð fyrir bókasafn og lestrarstofu. Á vindhana sem hreykir sér á turni hennar sýndist mér samt standa ártalið: 1723. Frá árinu 1757 til dagsins í dag hafa alls starfað 34 prestar í Sisi- miut. Það gæti verið gaman að segja frá ýmsu í sambandi við trúboð þeirra og siðareglur sem þeir hafa skapað í baráttunni við óblíð lífskjör og þarfir holds og anda sem og nauðsyn þess hagn- aðar, sem verzlun og viðskipti krefjast, en það yrði of langt mál. VII. Svo er háttað landslagi þar sem Sisimiut liggur að það er ein mik- il þyrping hárra graníthola með smá lægðum í milli, og í miðju á einni hæstu klöppinni, sem er al- veg nakin, stendur nýja kirkjan, sem vígð var árið 1926. Hún er mjög fallegt hús og rís sem tigin Frá liöfiiinni í Sisiiiiiul - Grciijustaöir. (I)anir kalla þetta llolsteinskorg).' VÍKINGUR 186

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.