Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Side 11
óslitnu útivist á sjónum, að þeir skeyttu ekkert um bann við land- göng-u og stukku strax upp á land og vissum við ekkert hvert þeir fóru, en eitthvað var á þá minnst síðar að þeir hefðu fljótlega kom- ist á „dansemik." Eftir því sem okkur var tjáð áður en við fórum að heiman, þá bjuggumst við við tafarlausri og ítarlegri læknisskoðun undir eins og við legðumst að bryggju, en það var öðru nær, læknisskoðun- in var ekki framkvæmd fyrr en daginn eftir. Strax um kvöldið kom um borð til okkar eftirlitsmaður allra skipaviðgerða á Grænlandi. Hann er gamall Reykvíkingur af Vest- urgötunni og búinn að starfa fyr- ir stjórn Grænlands um þrjátíu ára skeið. Heitir hann Ágúst Ól- afsson. Var faðir hans járnsmið- ur. Ágúst er búsettur í Dan- mörku og giftur þar, og þar dvel- ur hann á vetrum. Á sumrum hefur hann aðalbækistöð sína í Sisimiut. Ágúst fór til Danmerkur árið 1980 og réðst sama ár til Græn- landsverzlunarinnar til þess að leiðbeina Grænlendingum við fiskveiðar, en árið 1934 gerðist hann svo skipaeftirlitsmaður í Grænlandi og hefur verið það síð- an. Hann hefur aldrei komið til íslands í öll þessi ár. Hann talar íslenzkuna enn, alveg án þess að blanda hana dönskum lireim. Að- eins kvartaði hann um að sig vantaði nú orðið ýmis orð í tækn- ina. Ágúst Ólafsson tók okkur með mikilli alúð og vinsemd og veitti okkur alla þá fyrirgreiðslu sem honum var unnt. Er lítill vafi á því, að við hefðum orðið að dvelja þarna miklu lengur, en raun varð á, og ýmislegt brostið á búnað okkar, ef við hefðum ekki notið aðstoðar hans. IX. Á miðvikudagsmorguninn þann 26. ágúst heilsaði veðrið með kaldri rigningu, sem þó stytti upp um miðjan daginn. Ys og þys var um höfnina og hópar fólks, aðal- VÍKINGUR lega kvenna, hófu vinnu á bryggj- unni og í fiskhúsinu við fiskað- gerð. — Við biðum eftir læknis- skoðun um borð með viðeigandi hughreystingarorðum. — Læknir þorpsins kom svo seint um síðir og framkvæmdi verk sitt fljótt og vel. Þetta var ungur snaggara- legur Dani með reitingslegt al- skegg; viðræðugóður og skemmti- legur, en þó ákveðinn í fram- koniu og nokkuð hraðmæltur. Úr- skurðaði hann okkur alla heil- brigða og hættulausa til um- gengni við Grænlendinga. Þegar þetta var búið, var há- setum hleypt í land, en skipstjóri fór að hafa tal af valdsmönnum og fyrirráðenduni slippsins og að kynna sér ástand ,,Hugs.‘f Ég gat ekki farið strax í land, því ég þurfti að tilreiða miðdegis- mat og taka til á eftir. — En kl. rúmlega 2 e. h. sté ég þó upp á bryggjuna með litla kassamynda- vél í hendi og hugðist ganga upp í þorpið og reyna að taka myndir af ýmsu markverðu er fyrir aug- un bæri. En þegar ég er að svipast um eftir afgreiðsluleið út frá skipa- smíðastöðinni, því vírnetsgirðing umlukti hana landmegin, þá verð- ur á vegi mínum þrekvaxinn mað- ur, ljóshærður og bláeygður í færeyskri peysu og lágum sjóstíg- vélum og allur hinn vörpulegasti. Ég býð honum góðan dag og spyr hvort hann geti gjört svo vel að segja mér hvaða leið sé bezt að fara upp í þorpið. Hann gjörir það og spyr hvort ég sé gestkom- andi þar, hvort ég sé danskur. Ég segi honum sem var, að ég sé ís- lenzkur og af bát sem hafi komið þangað í gærkvöldi til að sækja íslenzka bátinn, sem legið hafi þar í vetur. Tókum við nú tal saman og ég spurði hann um ýmislegt viðkom- andi þorpinu og leysti hann greið- lega úr spurningum mínum. Hélt ég að hann væri norskur, því hann var nokkuð harðmæltur, og spurði hann um það. Nei, hann var þá ekkinorskur, heldurdansk- ur háseti á strandferðabát við Grænland og hafði verið það nokkur sumur. Ég áræddi því að spyrja hann nánara að því, hvernig hann kynni við Grænland. „Á det er beskidt land; det er sá barskt, at der kan intet trives.“ „Nú, en fólkið þá, finnst þér það ekki viðfeldið og alúðlegt?" „Á jo, men det er sá naivt og enfoldigt, og maður verður alltaf að vera að kenna því, og það get- ur ekkert lært.“ „Eru ekki karlmennirnir dug- legir við veiðiskapinn ?“ „Ja, við höfum látið þá fá báta, en þeir hugsa ekkert um að fiska nema þegar þeim sjálfum dettur í hug. Þeir koma aldrei til með að verða sjálfbjarga. Og svo er hér allt fullt af hundum og óþrifin úr þeim um allt. Þeir fara um borð í skipin að hirða matarleifar og maður er í vandræðum með að koma þeim í land.“ Eitthvað á þessa leið lauk sam- tali okkar og þótti mér heldur kaldur gusturinn úr „kravdlun- akkinum" í garð Grænlendinga. Klukkan var orðin um hálf þrjú, svo ég hvarf frá landgöngu að sinni, því ég þurfti að fara að hita miðdagskaffið handa skips- höfninni. En seinna gat ég betur gert mér grein fyrir orsökunum að gremju hans. frli. í uæsta blaði. Hjónunum hafði orðið sundurorða. „Þú lifir aðeins fyrir knattspyrnu og hugsar aðeins um knattspyrnu," kveinaði frúin. Ég er viss um að þú manst ekki hvenær brúðkaupsdagur okkar var.“ „Ójú, ég held það nú; það var sama daginn og landsliðið okkar gerði jafntefli við Portúgalana!" 189

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.