Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Side 12
Skreiðarferð með m.s. Langá til
DAHOMEY
Skipið Langá liggurviðGranda-
garð í Reykjavíkurhöfn hinn 27.
febrúar 1969. Báran gjálfrar við
sand daglangt og náttlangt. Það
er hægviðri á íslandi, en skýjað
þennan vordag, og ró yfir fuglum
hafnarinnar. Skipið togar þungt
í festar sínar, svo að brakar í,
það er eins og það sé kominn
ferðahugur og órói í skútuna.
Klukkan 1220 eru landfestar
leystar og það haldið vestur fyrir
Snæfellsjökul, og siglt fyrir
Látrabjarg og Horn, og kom-
ið til Akureyrar klukkan 15.15
hinn 28. febrúar, sem í þetta sinn
er síðasti dagur þessa merkilega
mánaðar, sem í þrjú ár af hverj-
um fjórum telur jafn marga daga
og sólarhringurinn er á tunglinu.
Á Akureyri voru lósaðar vörur
sem skipið kom með frá Póllandi,
en þangað hefur það fastar ferð-
ir, að öllu jöfnu. Nú átti að gera
lykkju á leið þess, og láta það
lesta skreið, sem á annað ár hef-
ur verið ein af þessum óseljan-
legu framleiðsluvörum okkar Is-
lendinga. Hefur nú verið keypt af
Alþjóða Rauðakrossinum, Rauða-
krossi íslands og Sænska Rauða-
krossinum, og átti að sendast með
m.s. Langá til Dahomey, næsta
ríki fyrir vestan Nigeríu. Flyti-
ast þaðan loftleiðis til vannærðra
barna og fólks í Biafra. Skreiðin
er eggjahvíturík fæða, og inni-
heldur auk þess sölt, joð, fosfór
o. fl. er þessu fólki er nauðsyn-
legt.
Eggjahvítuskortssjúkdómur Bi-
afra kallast Kwasihiokor, og er
banvænn og bitnar harðast á
börnum og öldruðu fólki, og er
landlægur á þessum slóðum og
veldur miklu böli.
'cnguiélo ý'Js-
FKouandé
>|Ougou
'orakou
jAbomt!
Colonou
Kortið sýnir livar ríkið Dahomey er stað-
sett við hlið hins umdeilda lands,
Nigeríu.
1 Biafra er háð eins og allir
vita, átök hins óráðna örlagaspils
lífs og dauða, hvers endir enginn
þekkir eða fyrir sér.
Frá Akureyri fórum við til
Vestfjarða, fsafjarðar, Bolunga-
víkur, Flateyri og Súgandafjarð-
ar, og gekk þar allt greiðlega.
Síðan var farið til Stykkis-
hólms, Ólafsvíkur og Akraness,
og var þá kominn norðaustan
vindur með snjókomu og kulda.
Síðan átti að fara til Reykja-
víkur og Keflavíkur og fara það-
an út frá landinu til Cotonou
(Kotonú) í Dahomey, sem var
frönsk nýlenda á Vesturströnd
Afríku, en er nú sjálfstætt ríki.
Þetta er löng sigling og fyrir-
lcvíðanleg á litlu og á margan
hátt vanbúnu skipi til ferðalaga í
hitabeltinu, þar sem smíði þess er
eingöngu miðuð við Atlantshafs-
siglingar.
Við siglum í hásuður og höfum
mótdrægan vind og töluverðansjó
á móti og hríðar hraglanda niður
undir Skotland.
Dagarnir líða við gleði milduð
gamanyrði, glettni og starfi,
sjómannalífið á sinn sjarma, sín-
ar sorgir, sína gleði og rómantík.
Þessu lýsir John Masfield vel í
kvæði sínu Hafþrá, sem oft kem-
ur upp í huga minn, og eins og
talað út frá hjarta hvers einasta
sjómanns og hljóðar svona:
Mig seiSir, lokkar, einsemd himna og hafa,
og hjarta mitt þráir skip og leiftrin
sem stjörnur stafa,
og vindanna gnauð, í seghmi og rám,
og súSir sem titra,
og sólmóSu blikin, sem lognkyrra morgna
viS hafbrún glitra.
Mtjtirn Óhiisson. loftskcytainaður
scqir frá.
190
VÍKINGUR