Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 13
Mig seiöir hafiö á ný, því hrims og bálviðra raust, á bergmál í leynum mins hjurta, og ómar þar viðnámslaust, Og hugur minn þráir byrsælan dag, með björt og storm hrakin ský, meö bölmóðug sjófuglskvein og freyöandi sceva gný. Mig seiöir hafið á ný, meö farmannsins flökku líf, um fiskana torröktu slóðir, og storm eins og hvassbrýndan hníf, og hugur minn þráir vini, sem visum og söngvum unna, og vœran draumljúfan svefn, þegar skipi er ráöiö til hlunna. Þannig’ þýddi Karl ísfeld þetta dásamlega kvæði. Skipið hristist og skekkst, og næði gefst lítið til andlegheita, lesturs eða dundurs, og margur telur sig góðan ef hann getur varið sig áföllum í kojunni, þar sem hann einn í fjarlægðinni hugsar heim, og hugsunin leiðir hann á vit hins liðna dags, hjá ljúfum svanna heima í ranni. Skipshöfnin er skipuð ungum mönnum að meirihluta, þó auð- vitað séu þar í blant eldri menn og reyndari. — Skipstjórinn er Steinar Kristjánsson, reyndur skipstjóri, sem siglt hefur skip- um Hafskips h.f. frá upphafi af mikilli farsæld. Einn farþegi var með í þessari för, Pétur Karls- son, fæddur Kidson, mikill ferða- langur, enda skyldur landkönnuð- inum Stanley Livingstone, er leitaði Afríku og áttum við marg- ar skemmtilegar stundir saman í þessari ferð. Við sjómennirnir förum víða og reynum að upplifa samtíðina og taka þátt í henni og skilja hana, þó vegir forlaganna séu ávallt jafn órannsakanlegir sem þeir eru óumflýjanlegir. Við hlustum á hjartaslög mann- lífsins, gleðina, sorgina og þján- inguna, en skynjum aðeins brot af því og örlögum þess, líkt og dropinn í lífi fljótsins, þó við vilj- um reyna að skyggnast bæði fram og aftur, upp og niður, því hin raunverulega þýðing hlutanna kemur oft ekki í ljós, fyrr en VÍKINGUR Dahómeyíbúi. löngu síðar. Við getum því oft ekki gert okkur grein fyrir fram- haldi ferðarinnar, fyrirheitum hennar eða árangri. Að kvöldi hins 15. marz erum við þvert af Azoreyjum, en þang- að frá Keflavík eru ca. 1500 sjó- mílur í suður. Eyjar þessar til- heyra Portúgal. Ibúatalan þar var 1965, er ég var þar síðast, 318.558 manns. Eru það mest Portúgalar, þó blandaðir Márum og flæmsku fólki, málið er portú- galska, þó tala margir ensku, sér- staklega á Faial. Azoreyjar eru til á kortum Genoese frá 14. öld, en hvergi er getið um fund þeirra eða land- setu, fyrr en Portúgalar setjast þar að á 15. öld. Þá var landið talið óbyggt. Að undanskildum árunum 1581 til 1640, þegar eyjarnar tilheyrðu Spáni, hafa þær verið undir portúgalskri stjórn. Þetta eru eldfjallaeyjar, líkt og okkar Island, Vestmannaeyjar og Surtur. Þannig eru einnig Canari- eyjar og Madeira. Enn er eldfjall með lífi á Ilha do Pico, sem er hæsta eyjan í eyjagrúppunni, 2.133 m., og á ílha do Faial eru nokkrir gígar, og ölkelduvatn er þar víða. Eyjan ílha de Sankta Maria er mikið úr kalksteini, ösku og hraungjalli. Þar er ströndin yfir- leitt há og þar eru hraunhellar. Sagt er að á landnámstímum eyj- anna hafi þar verið skógur frá fjalli að fjöru, en nú er þar lyng- kjarr, líkt og hér, í háhlíðum, en þar er annars liver blettur rækt- aður og þar eru margar fagrar ekrur. Gróðrartegundir eru flest- ar evrópskar og taldar um 600. Þar er líka fjölbreytt fuglalíf. Túnafiskur er veiddur þar og hvalastöð er á ílha do Faial. Aðal- hafnir eru Ponta del Gata á íhla de Sao Miguel og Horta á Ihla do Faial. Bændur rækta þarna aðallega maís og baunir, einnig hveiti og hrísgrjón, sykurreyr og sykurróf- ur og allskonar ávexti og sykur- ríkar kartöflur fyrir vínfram- leiðsluna, ananas, grape, banana, apricosur, te, kaffi, tóbak og hör, svo nokkuð sé nefnt, og oft eru þar 3 til 4 uppskerur á ýmsum þessara tegunda. Þarna eru líka tóbaks- og sykurverksmiðj ur. — Mesti útflutningur þeirra er tó- bak, baunir, áfengi, maís og naut- gripir. Minjagripir fyrir ferða- menn eru drjúg tekjulind, því straumur ferðamanna er þangað allt árið. Samgöngur eru reglu- legar við England, Portúgal og Ameríku, og þaðan er loftskeyta- samband og símasamband við um- heiminn. Loftskeytastöðin í Gufu- nesi TFW var einu sinni í flug- þjónustu-sambandi við Azoreyj- ar er ég var þar árið 1948 og er svo kannske enn. Við Madeira erum viðaðmorgni þess 17. marz um klukkan 11.20 þvert af Point do Pargo. Madeira liggur um 35 sjómílur í vestur frá vesturströnd Afríku. Er hún há eyja með úrkulnuð eldfjöll. Umgii't Gólfstraumnum, sem, gefur henni mjög milt loftslag. Þar er meðalhitinn 18 til 19 gráð- ur á celsíus allt árið og sjórinn er þar að meðaltali 17 til 18 gr. á vetrum. Þessi sólgilta og sígræna eyja getur boðið upp á fjölbreyttar blómaútstillingar og blóma-, ávaxta- og grænmetismarkaði um jólin. íbúarnir eru taldir 280.000 manns. Höfuðborgin er Funchal, sem telur um 100.000 íbúa er eina hafnarborg eyjunnar. — Sennilega er Madeira mest þekkt 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.