Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Síða 14
fyrir sín ágætu madeira-vín, í öll-
um sínum sætleika-tegundum, en
í seinni tíð er hún orðin mjög vin-
sæl sem ferðamannaland.
Hér er hægt að stunda sjóböð
allt árið, fara á sjóskíði, á stór-
fiskaveiðar, túna-, sverðfiskveið-
ar o. fl., eða bara liggja og sóla
sig. Burðarmenn með bambus-
stengur bera menn og konur í
hengikojum um ströndina fyrir
lítið gjald. Nautakerrur ognauta-
sleðar fást leigðir, ef menn lang-
ar til að fá hæga asalausa öku-
túra úr í náttúruna.
Madeira eru þrjár eyjar, ílha
do Porto Santo, flha da Madeira
og flhas De Sertas, og liggja þær
um 345 til 390 mílur frá strönd
Marokkó. Flestir íbúanna eru
portúgalskir. Þó eru þarna Gyð-
ingar, Márar, ítalir, Indverjar og
negrar o. fl. o. fl.
Portúgalska og spænska eru
aðalmálin, en enska er aðallega
töluð í Funchal. Sagt er að þegar
Portúgalar á 15. öld fundu eyj-
ar þessar, hafi þær verið óbyggð-
ar. Þær hafa alltaf tilheyrt Portú-
gal síðan að undanteknum þeim
árum er Spánn réði Portúgal líka
á fyrstu árum 19. aldar. Eldgígir
eru þarna nokkrir, og landið er
hátt með bröttum hlíðum, með
myndríkri og fallegri skiptingu,
fjallalæki með fersku og góðu
vatni eins og hér. Loftslagið er
þægilegt og landslagið yndislegt.
Sjúkt og gamalt fólk frá Ameríku
og Evrópu kemur þangað mikið
á vetrum sér til heilsubóta, en
þarf sennilega að eiga eitthvað af
aurum til að standast ferða- og
dvalarkostnaðinn.
í dag rækta bændur þarna ban-
ana, strawberry, mimósa, pálma,
perur, sykurrófur, döðlur, fíkjur
o. fl. o. fl. upp í 180/200 metra
hæð, en lítill gróður er eftir að
kemur upp í 760/770 metra hæð,
en vínber eru ræktuð upp í 550
metra hæð.
Ekki má gleyma handavinnu
kvennanna. Þær eru heimsfrægar
hannyrðakonur, og í gamla daga
voru blúndur þeirra frægar við
allar helztu hirðir Evrópu, bláar
blúndur á hvítum grunni eða öf-
ugt. Enn í daga halda þær sínum
háa gæða standard og yfirburð-
um, og hafa sett upp skóla í hand-
.iðnum fyrir stúlkur, allt niður í 5
ára aldur. Efnið sem notað er, er
silki, lín og gerfiefni. Dugnaður
þeirra, iðni og smekkvísi er að-
dáunarverð.
Það er dimmt í loft, eða þoku-
mistur þennan morgun, en brátt
lyftir sólin þokumóðunni af, og
allt baðar í sól og sunnan vindi.
Jörð vor hefur mörg ljós sem
lýsa, en ekki nema eina sól, líf-
gefandi sól. „Eldur er beztur með
ýta sonum, og sólarsýn, heillyndi
sitt, ef maður hafa náir, án við
löst að lifa,“ segja Ilávamál. —
Makt myrkursins hefur ávallt
verið mikil og stór, bæði í and-
legum og veraldlegum skilningi.
Við börn hinna björtu nátta,
skiljum í hitabeltinu, þá miklu
vizku Guðs, að láta það verða sitt
fyrsta verk í veröld okkar, að
skapa Ijósið, án þess hefðum við
ekkert haft að gera við sjónina
og aðrar góðar gjafir augans.
Ljósið eyðir líka óttanum og eyk-
ur vonina og lífsgleðina, og gerir
okkur fært að rata vorn veg. —
Ljósið er mikil blessun í lífi voru
og sólin meistarastykki sköpunar-
verksins.
Við siglum áfram og komum til
Canaríeyja þann 18. marz. Erum
þvert af þeim um klukkan 12.00
og siglum á milli eyjanna La
Palma og Gomera. Canaríeyjar
eru 7 og nokkuð smáar. Þær eru
staðsettar á milli 27. og 29. gr.
N og 16. og 18. gr. V. íbúatala
þeirra var 1965 908.718 manns,
en er nú sennilega komin yfir
milljón í dag. Eyjarnar tilheyra
Spáni og skiptast í tvö sjálfstæð
fylki, sem nefnd eru eftir höfuð-
borgum þeirra, Santa Cruz de
Tenerifa. Því tilheyra Las Palma,
Comera og Hierro, og hitt Las
Palmas de Gran Canaria, með
Lazarot og Furteventura.
Landsstjórimi býr í Santa
Cruz de Tenerife og hefur hann
undir-landstjóra í Gran Canarias
Las Palmas, og svo fulltrúa á hin-
um eyjunum. Málið er spönsku-
mállýzka, en þar tala margir
ensku, en Las Palmas de Gran
Canaria er orðin meira sænsk og
dönsk en nokkuð annað. Margir
Svíar dvelja þarna allt árið,
loftslagið er holt og hitinn þægi-
legur, norðaustan vindur er þarna
mikið ríkjandi. Lækir og ár fyrir-
finnast þarna ekki og er lítið um
vatn á eyjunum, og skapar það
að sjálfsögðu sína erfiðleika og
vandamál, sem ekki þarf að lýsa.
Meðalhitinn í sjónum er 19 til 23
gr. á Celcius allt árið. Kaldast er
loftið 18 gr., en heitast 25 gr. Á
eyjunum má finna mikla fjöl-
breytni í gróðri, eða allt frá hita-
beltisgróðri til sólþurrkaðra
auðna. Eldfjallagíga og snævi-
þakta fjallatoppa, og einnig finn-
ast þar fagrir blómfylltir dalir,
t.d. Orotavadalurinn, sem enski
landkönnuðurinn Humboldt skrif-
aði um, sem fegursta stað er
nokkurt mannlegt auga hefur lit-
ið. Canarí-eyjar voru vel þekktar
fyrr á tímum. Þær voru kallaðar
lukku-eyjar eða gleði-eyjar.
Árið 1492 byggði fransmaður,
Jean Bethencourt, eyjuna Lanzar-
ote. Hann fann þar innfædda, sem
lifðu á steinaldarstigi.
Gran Canarias voru numdar
1478 af hinum frönsku konung-
um Kastaliunnar. Ibúarnir voru
Ijósir á hörund, mjög frumstæð-
ir, og kallaðir Guanchas, skildir
Berbum Afríku. Þeir hafa bland-
ast og samlagast spönsku inn-
flytjendunum. — Hinn spænski
hershöfðingi Juan Rejon lagði
grunninn að hinni núverandi
höfuðborg, Las Palmas.
Þaðan hóf Columbus á sinni
frægu siglingu, ferðina vestur um
haf. I enda 15. aldar fékk Spánn
aftur Canaríeyjar, eftir nokkra
baráttu og orustur hinna hug-
rökku eyjabúa við frönsku setu-
liðsmennina, sem aldrei voru
mjög fjölmennir. Þessar eyjar
eru líka eldfjallaeyjar og er ekki
lengra síðan en 1909 að eldgos
varð, og hraun rann á Tenerife.
Um gróður þarf ekki að ræða.
Hann er svipaður og á hinum
áðurnefndu eyjum. — Bændur
rækta kaffi, sykurreyr, döðlur og
fíkjur, banana og perur, og hveiti
VÍKINGUR
192