Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Page 16
koma hér ekkert við sögu, svo ég sleppi þeim. Við siglum suður með smárík- inu Gambiu, portúgölsku Gineu og lýðveldinu Gineu og framhjá Sierra Leone og Liberiu. Hver maður sem sér líf, skort og þján- ingu Afríku og Asíu verður aldrei sami maður á eftir. Hjarta hans hlýtur að fyllast samúð, dýpri og alvarlegri hugsun, um ömurleika, skort og böl með heimsábyrgð i hugsun. Menn finna hjá sér knýj- andi þörf á að rétta þessu fólki uppbyggjandi hjálparhönd, til nð nota auðlindir landa sinna og bæta líf sitt innan frá. En þegar vizka landsins þrýtur, livað á þá að gera? Láta lýðinn villast veg- lausan, með ófrjóa hugsun og ó- frjótt starf ?Leggið, leggið braut- ir — í hinni andlegu vegagerð lýðsins. — Þetta er að sjálfsögðu mál allra þjóða, því hér dugar ekkertnema Grettistök og stórvirki. Ásteit- ingarsteinarnir eru margir. Hat- ur og spilling heimsins, fremja viðurstyggð og iðka lygi dag og nótt, og ógna þér og mér og okk- ur öllum, og hvergi er hægt að koma við vörnum. Við þekkjum ekki rétt frá röngu, illt frá góðu, sannleika frá lygi. Siðrænn og andlegur þroski hefur ekki vaxið með tækninni, en ugg og ótta og öryggisleysi hefur hún fært okk- ur, og tortryggni milli manna og þjóða, austurs og vesturs. Vís- indasigrar okkar eru því meiri óttavaki en gleðigjafi, og von- leysið hefur sýkt og sefjað alla veru okkar. Við þurfum að leggja áherzlu á frelsun frá neyð og frelsun frá ótta uppþota og styrjalda. En það er enn ekkert afl til, sem hef- ur taumhald á framþróun heims- mála. Sierra Leone, sem þýðir ljóna fjöll, á merkilega sögu, sem ég vildi aðeins koma inn á. Máls- hátturinn segir: „Aðeins hinn frjálsi getur frelsað." Frá því segir að árið 1787 hafi maður að nafni Granville Sharp samkvæmt áætlun og að ráði Dr. Henrv Smeatham keypt landræmu í Si- SeiiVamli unihverfi himiar myrku Afríku. erra Leone af negrahöfðingjan- um Naimbana og afhent það til ábúðar frelsuðum þrælum. Árið 1791 var konunglegt leyfi eða umboð gefið út í Englandi, svonefnt Royal Charter. Til þessa félagsskapar er nefndist Sierra Leone Company, og fleiri svartir þrælar frá Jamica og Nova Scotia fengu þar landvist. Árið 1800 var félagsskapnum afhent með bi'éfi landsvæði til viðbótar, og lands- stjóri og ræðismaður útnefndir af brezka þinginu. Árið 1807 lögðu Bretar af þrælahald og bönnuðu þrælasölu. Það ár var sett upp flotastöð í Freetown, og þau skip sem þá voru í höfn þar, gáfu öllum á- nauðugum frelsi og fóru með þá til nýlendunnar og útveguðu þeim land til búsetu. Af þessu dregur borgin náfn sitt. Freetown varð brezk nýlenda 1808 og lögsagnar- umdæmi upphaflega félagsins var tekið í vörzlu brezku krúnunnar, og landið óx með samningum og samkomulagi við næstu þjóð- flokkahöfðingja, og árið 1896 var það sem nú kallast Sierra Leone gert að verndai'svæði brezku krúnunnar. Landið fékk svosjálf- stæði innan brezka samveldisins í apríl l961.Þingið er í tveim deild- um með 62 menn í neðri deild og brezka stjórnin skipar 12 menn í efri deild. Landið er nú ca. 27.925 fermílur og fólksfjöldi var árið 1963 áætlaður 2.183.000 manns. Freetown er höfuðborgin og bú- staður landshöfðingja. í Free- town eru íbúarnir mest svokall- aðir Creoles, sem er bland af inn- fæddum og frelsingjum, og einnig eru þarna allir þjóðflokkar Afríku blandaðir innbyrðis og með Evrópufólki.Tunga þeirra kallast Ki'íó og er bland negra-málýsku og ensku, og einnig eru þar talað- ar af ættflokkum mismunandi tungur. Loftslagið í Sierra Leone er ó- hollt og sjúkdómar eins og Mal- eri, blóðsótt, Elephantiasis (hold- bólga) og húðsjúkdómar eru mjög algengir. Fleira mætti frá þessu merkilega landi segja, en hér verð ég að láta staðar numið. Lí- beria (land frelsisins) á svipaða sögu að segja, nema að þar voru að verki amerískir hugsjóna- menn, er keyptu landið fyrir frelsingja frá Bandaríkjunum og Ameríku og gáfu þeim til búsetu. Þessi dæmi sýna okkur hvað hug- sjóna- og drengskaparmenn geta gei't ef kraftarnir eru stilltir saman. Öld geimskota og gerfitungla skýtur okkur ekki langt frá dag- legri önn og vanda, eða fátækleik hversdagsleikans. Menn trúa á sigur mannsins yf- ir efninu, en trúa og hugsa minna um sigur mannsins yfir sjálfum sér, og heilögum vandamálum jarðlífsins. Við héldum áfram ferðinni fram- hjá Fílabeinsströndinni, Gana og smáríkinu Togo, og komum til Dahomey að kvöldi dags hinn 27. marz, í stórkostlegri rigningu hitabeltisins, með þrumur og eld- ingar. Nóttin er hér stór og svört, en við hvítir og litlir í hitanum. Cotonou er eina höfn landsins, staðsett við mynni Lac Nokoue- fljótsins. Porto Novo er höfuð- borg Dahomey og staðsett um 15 mílur aust-norðaustur upp með fljótinu. Þangað er fært minni skipum, og er skipaskurður það- an til Laos. Árið 1965 bjuggu í

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.