Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Qupperneq 17
Cotonou 86.000 manns, en hefur
fjölgað. Járnbrautarbrú gengur
yfir fljótið Lac Nokue ca. hálfa
mílu frá ármynninu.
Höfnin er góð og nýbyggð, og í
járnbrautarsambandi. — Vatn er
gott þarna og er lagt fram á garð-
ana. Þarna voru 9,5 tonna kranar
og þrír 10 tonna og 3 tveggja
tonna til losunar skipa og til for-
færinga á viðlegugörðunum. 10
dráttarbátar voruþarfyrir hendi,
en þarna er brimasamt og oft erf-
itt í sjóinn. Hafnargarðarnir eru
sterkir og gerðir úr stórgrýti, og
aðalviðlegugarðarnir eru aðeins
4ra ára. Flugvöllur er rétt fyrir
utan borgina, og þaðan er haldið
uppi flugferðum til Biaframanna,
og eins er flogið frá San Tome og
Fernando Po með skreið og mat-
væli á vegum Rauðakrossins. —
Þetta þekkja allir svo vel af frétt-
um að óþarft er að fara nánar
inn á það. Um 400 skip koma til
Cotonou árlega.
Járnbraut tengir Contonou við
Parakou og við Grand Popo í
vesturhluta landsins. Eins liggur
járnbrautin til Porto Novo að
austanverðu til Pobé. Götur allar
eru malbikaðar og frekar góðar,
ef borið er saman við okkar. Alle
de France er ný breiðgata og eru
við hana margar stórfallegar
byggingar, sendiherra og sendi-
ráða og byggingar Sameinaðrar
Afríku. Forsetahöllin, nætur-
klúbbar o. fl. með fögrum húsa-
görðum og gróðri. Alls eru göt-
urnar í Cotonou 3.650 mílur. Da-
homey er í síma- og loftskeyta-
sambandi við umheiminn og
Afríku. Árið 1963 var fólksfjöldi
áætlaður 2.050.000 manna, en hef-
ur að sjálfsögðu fjölgað síðan.
Þetta er eitt þéttbýlasta ríki
Afríku, því það er aðeins 47.000
fermílur, sem skiptast í fjögur
umdæmi eða sýslur. Þó fátækt sé
þarna mikil eins og allsstaðar í
Afríku, er menntun almennt talin
góð, ritmál og talmál er þarna
mest franska og íbúarnir lítið
blandaðir negrar. Dahomey fékk
sjálfstæði í desember 1958 sem
sjálfstætt land innan franska rík-
isins, en fullt sjálfstæði í ágúst
VÍKINGUR
1960. I október 1963 tók her-
stjórnin völdin, og árið 1964 var
stofnað lýðveldi, sem stendur enn
og er stjórnað af 12 ráðherrum
og þjóðþingi með 70 þjóðkjörnum
þingmönnum. — Frakkar náðu
þarna fótfestu 1851 og juku
þarna áhrif sín. Árið 1894 var
komin þar á konungsstjórn, svo
Dahomey-menn hafa fengið að
kynnast ýmsum stjórnarformum.
Gull hefur fundist í Dahomey,
og einnig járn og Cróme og
sennilega eru þar fleiri málmar,
en þetta hefur enn ekki verið unn-
ið að neinu magni. Byggingar-
steinn er til á nokkrum stöðum í
Bas Dahomey, en annars eru hús
mest byggð úr steinsteypu, og
innfæddir byggja úr bambus,
stráum og leir mjög frumstæð
hús.
Þeir rækta maís, linetur, kaffi
og hirsikorn og fleiri næringar-
jurtir. Einnig hafa þeir kýr,
kindur og svín og mjög lágfættar
geitur. Asnar og hestareruþarna,
en virðast ekki mikið notaðir við
dagleg störf.
Við fórum nokkrir félagar að
morgni hins 28. marz í ferðalag
um borgina og svo inn í landið til
gömlu höfuðborgarinnar Abomey.
Þar horfðum við á vöruskipta-
markað innfæddra í Abomey Cal-
avi, sem var stórkostlegt æfin-
Ilanu lnosii' sínu yndislcga lirosi og slair
trmnlm sína.
týri. Þar ægði saman matvælum,
ávöxtum, fiski, fatnaði, skepnum
allskonar, börnum og fólki á öll-
um aldri. Þar er sjón sögu ríkari,
því þessu öllu er ekki lýst í fáurc
orðum, og ekki lyktinni heldur
sem bæði var fjölbreytt og vond
Hænsnin voru bundin saman i
fótum, og geitakið og hindarkálf
ar eru bornir á bambusstöngum
hangandi á samanbundnum fót-
unum. Það tekur tíma að venjast
svona vafasömum meðferðum á
skepnunum. Mannhafið er þarna
mikið, og krakkar fjölmenna
kringum okkur til að snýkja og
skoða þessa frumlegu gesti frá
íslandi. — Abomey telur 26.000
íbúa, og þorpið Ganvie, sem sótti
markað þennan, telur 15.000 íbúa.
Maður hefði getað haldið að helm-
ingur íbúanna hefði verið mættur
þarna og allir að selja og kaupa á
víxl, og prútta. — Konur voru
þarna í miklum meirihluta, með
ber brjóstin í pils-gopum. Á á-
standi brjóstanna mátti sjá aldur
og hverfileik lífsblómans. Þar
þekkjast ekki gerfibrjóst eða
brjóstahöld.
Við liéldum svo þaðan með vél-
bát út á fljótið, sem þarna er
grunnt, víðáttumikið og lygnt.
Þar blasti við augum merkiieg-
asta samsigling sem ég hefi séð.
Hef þó siglt í mörgum konvojum.
Tugir eintrjáningsbáta undir
stjórn kvenna, sem bæði voru
skipstjórar og drifkraftur bát-
anna. Réru þær faglega og þjálf-
að, sumar standandi, aðrar sitj-
andi frá markaðsströndinni til
síns heima, með bátana hlaðna af
matvælum, reyr og ávöxtum og
allskyns varningi, oft með há-
fermi, seig þessi floti í áttina til
vatnaþorpsins, þar sem börnin
biðu í strákofunum úti á vatninu
eftir mömmu, sem hafði brugðið
sér til innkaupa í landi. Feðurnir
og synirnir stunduðu á meðan
veiðar á smáfiski fljótsins, með
kastnetum sínum og annari veiði-
tækni.
Sumir þeirra höfðu komið sér
upp fiskagirðingu eða eldisstöðv-
um, þar sem þeir geymdu fiskinn,
ef aflinn varð meiri en salan og
195