Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Side 27
Togarinn „Maítc nýsmíðaður kemur í fyrsta sinn til Hafnarfjarðar. Hvenær fáum við aftur að sjá nýtt skip af þessu lagi halda í ís-
lenzka heimahöfn.?
ust fljótlega fullkominn síldveiði-
flota búinn nýjustu gerðum af öll-
um mögulegum tækjum til leitar
og veiða. Þá kom hvert metárið
á eftir öðru í aflamagni og verð-
mæti. Gróska hljóp í allt atvinnu-
líf og íslendingar bjuggu allir við
batnandi lífskjör, eins og alltaf
þegar vel aflast.
Síldveiðarnar út af Austfjörð-
um og á fjarlægum miðum ollu
lengri fjarveru sjómanna frá
heimilum sínum og meiri vinnu.
Vinnan á sjó við fiskveiðar er
akkorðsvinna og hluturinn mið-
aður við prósentur af afla. Með
auknum síldveiðum jukust því
einnig tekjur og skattar sjó-
manna.
A<t li<‘r:i saiiinn i<‘kjnrnai'.
Tekjur allra landsmanna juk-
ust þá einnig. Hjá verkamönnum
eins og sjómönnum með lengri
vinnutíma. En ýmsir aðrir, sem
ekki þurftu að taka á sig lengri
vinnutíma, tóku tekjur aflasæl-
ustu skipstjóranna til viðmiðun-
ar, en ekki vinnutímann og fjar-
veru sjómanna frá heimilum sín-
um.
Síðastliðin tvö ár hefur síldar-
aflinn farið minnkandi og tekjur
síldveiðisjómanna lækkað svo mik-
ið að nánast er um hrun að ræða.
Raddir þeirra, sem áður báru
saman tekjur sínar og sjómanna
hafa líka þagnað.
Á Alþingi íslendinga hefur oft
verið fjallað um útgerð, aflabrögð
og sjósókn, eins og eðlilegt er þar
sem sjávarútvegur hefur verið, er
og verður aðalundirstaða lífs-
kjara allra Islendinga. Þar hafa
verið samþykkt mörg mál til
hagsbóta fyrir sjómennogsjávar-
útveginn.
Aljiingi og frjálsir samniiifíar.
Við sjómenn tökum einnig og
ekki síður eftir þeim málum, þar
sem Alþingi gengur á rétt okkar.
Allt síðan bátagjaldeyriskerfið
svokallaða var sett á stofn, hefur
Alþingi hvað eftir annað breytt
kjörum sjómanna til lækkunar,
frá því sem við sjómenn höfðum
samið við útgerðannenn í frjáls-
um samningum. Þekktasta dæmi
þess er gerðardómurinn, sem
lækkaði hlut síldveiðisj ómanna úr
40—42 prósentum af aflaverð-
mæti niður í 36,5%. Þessi lækkun
var rökstudd með því að ný síldar-
leitartæki og nýr veiðiútbúnaður
væri svo dýr, að kostnaðurinn
væri útgerðinni ofviða, og þess
vegna yrðu sjómenn að greiða
tækin. Síðan þetta var hefur hvert
metárið á eftir öðru komið á síld-
veiðum. Tækin eru löngu borguð,
en hlutur sjómanna úr aflamagn-
inu hefur ekki hækkað aftur þrátt
fyrir það.
Árið 1961 sömdu sjómenn á
bátaflotanum við útgerðarmenn
um, að við sjómenn hættum allri
þátttöku í útgerðarkostnaði og
jafnframt varð aflaprósenta okk-
ar á bolfiskveiðum lækkuð sem
því svaraði. Á sama ári sam-
þykkti Alþingi lög um sérstakt
útflutningsgjald, sem aðallega var
og er notað til að greiða trygg-
ingargjöld af skipunum. Þar með
hafði nýgerðum samningum ver-
ið breytt og sjómenn voru farnir
að borga tryggingariðgjöld skip-
anna.
llveiiær eigna.st sjóiiienn skipin?
Eins og öllum er í fersku minni,
gerði Alþingi nú í vetur enn eina
breytingu á kjarasamningum sjó-
manna. 17% af verðmæti fisks,
sem landað er hér heima, skal nú
renna til útgerðar til að mæta
rekstrarhækkun vegna gengis-
lækkunarinnar. En þar til viðbót-
ar 10—22% af aflaverðmætinu,
eftir því hvaða veiðar eru stund-
aðar, skulu notaðar til að greiða
afborganir og vexti af lánum til
skipanna.
Með samþykktum frá Alþingi
205
VÍKINGUR