Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Síða 28
er nú svo komið að sjómenn hafa greitt fiskleitartæki skipanna og borga nú aukinn útgerðarkostnað. Allar tryggingar skipanna hafa þeir greitt í mörg ár og nú bætast við afborganir og vextir af lán- um til skipanna. Þrátt fyrir þetta sjást þess engin merki, að Al- þingi telji að sjómenn eigi skipin eða hluta í þeim. I.oikaraskaiHir «jí skiillo j>araneín(l. Fyrir tveimur árum skipaði sj ávarútvegsmálaráðherra skut- togaranefnd, sem gera skyldi til- lögur um hvaða gerð af skuttog- urum hentaði okkur bezt. Nefnd þessi sem er undir forystu eins af seðlabankastjórunum, virðist hafa litið á það sem sitt hlutverk að tefja málið. Hún virðist telja að enginn af þeim skuttogurum, sem nú veiða um öli heimsins höf, henti íslendingum. En hún er hinsvegar ennþá að láta teikna togara, sem vonandi munu henta okkur. Á sama tíma og þessi leikara- skapur hefur átt sér stað, hafa valdamenn þjóðfélagsins ekki út- vegað fé til að smíða togara fyr- ir. Þeir hafa ekki heídur gert ráð- stafanir til að skapa rekstrar- grundvöll fyrir útgerð þeirra. Hinsvegar hefur allt hugsanlegt verið gert til að fá erlenda aðila til að fjárfesta í fyrirtækjum hér og mikið verið talað um að gera landið að ferðamannalandi. Fcrdamoiin «{* liiig lífskjiii* á Islainli. Það er góðra gjaida vert að reyna að útvega tekjur af ferða- mönnum eða gera tilraunir til að fá fjölbreyttara atvinnulíf. En ef svo er, eins og allt bendir til, að skilyrði þess að erlend auðfyrir- tæki vilji fjárfesta á íslandi, eða ferðamenn eyða aurum sínum hér, sé það, að kaupgjald og lífskjör Islendinga fari niður á við, þá hefur íslenzk alþýða ekki áhuga á þeim viðskiptum. En líískjörin á Islandi eru í dag þannig, að ekki einungis menntamenn, heldur einnig al- þýða landsins, iðnaðarmenn, verkamenn og sjómenn, eru farn- ir í stórum stíl að leita sér at- vinnu erlendis. Á Norðurlöndum fá allir þessir menn minnst tvö- falt hærri laun en á íslandi. Þetta er mikil breyting frá því sem áð- ur var, er útlendingar komu hing- að í stórum stíl í atvinnuleit. Eitt af þeim fyrirtækjum sem Island á í sameign með erlendum auðhring, er Kísilgúrverksmiðj an. Á rekstri þessa fyrirtækis var halli um 30 milljónir kr. á sl. ári, hinn erlendi sameignaraðili sá hins vegar einn um sölu fram- leiðslunnar, og þess er hvergi get- ið hve miklu hann tapaði á því. Nú er ákveðið að stækka verk- smiðjuna og er kostnaður íslands í þeim framkvæmdum meiri en kostar að smíða stóran verk- smiðjutogara eða tvo til þrjá skuttogara af minni gerð. Þeir myndu skapa atvinnu fyrir miklu fleiri Islendinga, og afurðir sem þeir framleiddu gætum við sjálf- ir annast sölu á; og teldi ég það betri fjárfestingu fyrir ísland. Með skynsamlegum stj órnar- háttum verður að tryggja, að lífs- kjör á Islandi séu það góð, að ekki sé eftirsóknarvert fyrir al- þýðumenn að sækja vinnu til ann- arra landa. Það þarf að byggja upp undir- stöðuatvinnuveg okkar, sjávarút- veginn þannig, að við séum með samkeppnisfær skip á við útlend- inga, ekki einungis síldveiðiflota, heldur einnig minni báta og skut- togara, bæði verksmiðjuskip, sem veitt geta á fjarlægum miðum, og smærri togara til veiða fyrir frystihús landsins. Við þurfum að geta selt alla okkar framleiðslu og afurðir landsins sjálfir án að- stoðar útlendra auðfyrirtækja. — Nýtízku skip verða að vera raun- veruleiki ef þáu eiga að afla gjaldeyris fyrirþjóðarbúið.Teikn- ingar einar duga ekki. Við skulum muna að lífskjör allra íslendinga eru háð því fyrst og fremst í dag eins og ávallt áð- ur, hvort vel eða illa aflist, hvort við erum með samkeppnisfær skip á við aðrar þjóðir, eða ekki. Óskir og kröfur sjómanna eru því þær áð stjórnarvöld landsins hafi ávallt skilning á þessum mál- um og sýni það í verki. Svona skip láta fsraels- og Cananienn smíða fyrir sig, me.ðan íslenzkir ráðamenn fljóta sofamli aft feigóarósi í sjávarúlvegstnálum. 206 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.