Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 29
Sigfús Magnússou: Fyrsta árás á og aðra sem stjórna ! Fyrir þá áráttu þeirra að túlka netagerð svo lítilfjörlega handiðn, að engin fræði þurfi, til þess að styðja þau vinnubrögð og hamla ákveðið á móti því að verkfræðileg netagerð geti eignast fræði, sam- bærileg við aðrar greinar verkfræð- innar. * Undanfarið hafa gengið fréttir um þýzka flotvörpu, sem veiddi 70 tonn af fiski í einu holi, upp í að veiða skipsfarm í 2 holum. Þetta er með því rösklegasta, sem Þjóðverjar hafa látið í heimspressuna og engin furða þó íslendingar hafi áhuga á því að fá svipað tæki. Þjóðverjar eru snillingar í því, að hagnast á mistökum sínum og við höfum goldið þeim ærinn skatt, með því að kaupa þessar auglýsingavörp- ur þeirra. Það er með þessar vörpur eins og aðrar. Það er ekki hálfsögð sagan. Það er miklum erfiðleikum bundið og þarf mikla þjálfun og þekkingu á þeim hjálpartækjum, sem er aðall þessara vörpugerða að toga með þeim, sérstaklega nærri botni. Þó að í einstökum tilfellum náist stór hol í svona vörpur, þá gera skakkaföllin, þegar til lengdar læt- ur, meira en eta upp afrakstur stóru holanna. Lítill vafi er á því að síðutogari getur bjargað 70 tonna holi og jafn- vel meira, ef varpan er sterkbyggð. En hvernig er það með skuttogara? Hafrannsóknastofnunina Ef þeir ná inn þessu magni af fiski, þá er aflinn stórskemmdur af þeim þrýstingi, sem fiskurinn verð- ur fyrir. Menn gera of mikið úr þessu glefsufiskiríi í stóru vörpurnar og þær eru dæmdar til þess að auka út- gerðarkostnað úr hófi fram. Eftir því sem blöðin hafa sagt er í uppsiglingu að aðhæfa þýzkar flot- vörpur ísl. aðstæðum. Þetta lítur fremur gáfulega út á pappír. En hverjar eru þær þessar ísl. aðstæður, sem um er að ræða? Ef einhver er það mikill netagerð- armaður, að hann geti lagfært þýzku flotvörpurnar, þá hefur hann ekkert að erinda í Þýzkalandi. Við eigum jafngóða netagerðarmenn og Þjóðverjar og aðrar þjóðir og höf- um átt. Allar þessar flotvörpur eru eftir- apanir, hver af annarri. Það er ekki netagerðin, sem er aðalatriði í þess- um patentvörpum, heldur sú aðferð, sem á að halda flotvörpum opnum, t.d. Breiðf jörðs patent byggist á því að halda flotvörpu opinni á þann hátt að tengja höfuðlínuleggi upp í togvíra. Þetta patent er ekki verra en hvað annað sem fram hefur komið. Það er aðeins sá gallinn á, að þessi opn- un er bundin stefnu togvíra frá skipi í hlera og getur af þeim sökum ekki orðið endanleg lausn vandamálsins. Hr. A. Breiðfjörð hefur afar frjótt hugmyndaflug, en ég held að hann sé ekki netagerðarmaður umfram aðra vísindamenn. Þetta bréf er fyrsta alvörutilraun mín til þess að fá fram opinberar umræður um fræðilega netagerð, svo það sannist, að það sem ég hef sagt um lærða menn, að þeir kunni öðru hvoru megin við ekkert í netagerð fræðilega séð, er rétt. Hr. Guðni Þorsteinsson hefur Á myndinni sjnuin viiV nokkrar eldri gerðir flotvarpa. a) sænsk 6-vængja varpa. Varpa þessi ímm eitthvað vera notuð enn. b) kanadísk varpa. e) japönsk varpa. (v. Brandt 1964).

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.