Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 31
sem ég get talið upp frá þeim tíma,
sem ég hóf þessar skriftir.
Æfintýrið með japönsku botnvörp-
una eða hvernig stofnunin leiddi
snurpunótagerð eftir að hún hafði
tekið þróunarkipp vegna kraftblakk-
arinnar framhjá þróunarleiðinni, yf-
ir í öfugþróun, sem er komin á upp-
finningastig.
Nýjasta uppfinningin er 2 blý-
teina nót, sem sparar 20% net og
veiðir allt sem kastað er á.
Ég er búinn að sanna, að það
t vantar hátt í 30% af neti í snurpu-
nætur, svo þær standist rétta upp-
gjöf.
Hvernig skýrir stofnunin þennan
20% netaspamað?
Ég ætla ekki að lengja bréfið með
meiri upptalningum. Vonandi skýrir
hafrannsóknarstofnunin opinberlega
frá því, hvaða fræði stofnunin styðst
við, þegar hún dæmir veiðarfæri úr
neti. Ég er búinn að búa í haginn
fyrir stofnunina, með því að ein-
angra spursmálið um fræðilega
netagerð við aðeins eitt úrlausnar-
efni, þ.e. netflöt. Hvað er netflötur
og hvernig á að reikna hann og
-kýra hann rétt.
Ég er búinn að gera meira, ég hef
reiknað netfleti í Víkinginn, að vísu
einföld sýnishorn, en nægjanlega
greinileg, til þess að dæma um það,
hvort rétt er reiknað og skilið.
Þegar þið neyðist til þess að viður-
kenna þennan reikning sem réttan
fagreikning, þá sannið þið um leið,
að það eruð þið, lærðu mennirnir,
sem eruð orsök þess, að netagerð á
engin fræði.
Ef þið lendið í vandréeðum með að
reikna netflöt á annan hátt en ég
geri, þá eigið þið aðgang að stærð-
fræðideild Háskólans og deildinverð-
ur að gefa skýringu á þessu máli.
Það þýðir ekkert að romsa upp af-
t rekum Þjóðverja eða annarra þjóða,
því þeir þekkja jafnlítið til fræði-
legrar netagerðar og þið og ég bið
hr. G. Þ. að segja þeim það. Þeir eru
* komnir í ógöngur með þessi vörpu-
bákn, en þeir vita það ekki ennþá.
Hafrannsóknarstofnunin þarf ekki
að hafa neinar áhyggjur af því að
ég komi með þessi fræði til þeirra
til eftirlits. Þau eru bezt geymd þar
sem þau eru og eins og ég gekk frá
þeim, því þessar blessaðar stofnanir,
hér og erlendis, halda öllu föstu með
þessu vísindaskvaldri og ekkert vit
í að gera neitt raunhæft í netagerð
netagerð er sérstök og sérstæð
VÍKINGUR
fræðigrein, sem þið viljið ekki viður-
kenna að eigi tilverurétt.
Það verður mikil frétt og fer víða,
þegar þið komist ekki hjá því að
viðurkenna þetta áhugaleysi ykkar
um netfræðin. Það má búast við því
að sjómenn, netagerðarmenn og út-
gerðarmenn hugsi ekki hlýlega til
ykkar, þegar þeir komast að því,
hvað þið hafið verið að föndra. Það
verður ekki fyrr en þær öldur fara
að hjaðna, sem ég kem þessum
fræðum mínum í góðar hendur, eða
þær hendur, sem ég felli mig við.
VARPAN
Svo að síðustu þróun flotvörpu-
gerðar á íslandi í höndum A. Breið-
fjörðs. Varpan og hugmyndin skýr-
ir sig sjálf að mestu leyti og menn
geta gert sér í hugarlund, hvernig er
að vinna með svona tæki á úthafinu.
Ég gruna uppfinningamanninn um
að vera óvenju gamansaman prakk-
ara, ef ekki, þá er hann orðinn á-
nauðugur tækninni.
Verið svo blessaðir og sælir.
7. júní 1969
Sigfús Magnússon.
»--------------------------------ö
Maðurinn bálreiður: ,,Mér þætti
gaman að vita, hversvegna guð skap-
aði ykkur konurnar svona fagrar og
heimskar.“
„Það skal ég segja þér,“ sagði
kona hans blíðlega: „Guð skapaði
okkur fagrar til þess að þið elskuð-
uð okkur, og svona heimskar til þess
að við gætum elskað ykkur.“
*
Sex ungar konur, sem bjuggu í
sama húsi, urðu ósáttar, og þær leit-
uðu réttvísinnar. Þegar þangað kom,
rifust þær svo mikið, að ekki heyrð-
ist mannsins mál. Að lokum barði
dómarinn í borðið svo að frúrnar
þögnuðu augnablik:
„Sú elzta talar fyrst.“
Þær drógu sig allar í hlé.
Ný
boltaherzlu-vél fyrir
145 m/m kjaftvídd
Með nýrri boltaspennuvél af
gerðinni RSM—41 getur Atlas
Copeo boðið upp á einfalda og ó-
dýra lausn við að herða og losa
stóra bolta.
Hægt er að nota spennivélina
við bulluaðgerðir í bullustrokkum
af stærðinni 620 m/m og stærri.
Mikilvæg not geta einnig orðið af
vélinni í ýmiskonar iðnfyrirtækj-
um, járnsmíðaverkstæðum, skipa-
smíðastöðvum o.fl.
Vélin er mjög einföld smíð,
bulluhylki með aðfærzluloka og
sláttarhring. — Tilfærzlulokinn
gefur mikla og nákvæma stilli-
hæfileika og hægt er að stilla inn
á nákvæma herslu er hæfir styrk-
leika hvers bolta.
Fljótt og auðvelt er að stilla
lykilinn. Stærðir hans eru 106,
110,115, 123, 124, 130 ogl45mm.
Aðrar lykilvíddir á bilinu 95
mm til 145 mm er hægt að panta
hjá fyrirtækinu. Auk þess erhægt
að fá minni víddir með því að
nota sérstök innanílegg, en þetta
eykur notamöguleika tækisins.
Þungi tækisins er næsta lítill,
eða aðeins 30 kg.
209