Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Síða 33
„Hún giftist skrifstofuþjónin-
um,“ sagði stýrimaðurinn með
sannfæringu.
„Nei, það verður ekki af því,“
sagði skipstjórinn. Ég er ekki
lambið að leika sér við, Jack, og
yfirleitt fæ ég mitt fram. Ég gæti
ekki lifað í friðsælu hjónabandi
með konunni minni, ef ég væri
ekki laginn."
Stýrimaðurinn brosti óhultur í
myrkrinu, því að lagni skipstjór-
ans var aðallega fólgin í blindri
hlýðni.
„Ég hef stóra ljósmynd af lion-
um til að setja á arinhiíluna í
káetunni, Jack,“ hélt hinn slungni
faðir áfram. „Hann gaf mér
hana til þess. Hún sér myndina,
þegar hún getur ekki séð skrif-
stofumanninn, og smám saman
kemst hún á okkar skoðun. Að
minnsta kosti verður hún hér
þangað til hún gerir það.“
„Þér vitið, hvernig þér eigið að
fara að því, skipstjóri,“ sagði
stýrimaðurinn og lét sem hann
dáðist að honum.
Skipstjórinn lagði fingurinn á
nef sér og deplaði augunum til
stórsiglunnar. „Þeir eru fáir, sem
kunna mér ráð að kenna, Jack,
mjög fáir,“ svaraði hann hægt.
Nú vil ég að þér hjálpið mér líka;
ég vil að þér talið mikið við
hana.“
„Já, já,“ sagði stýrimaður og
deplaði nú líka augunum til sigl-
unnar.
„Þér skuluð dást að myndinni
á arinhillunni."
„Það skal ég gera,“ sagði hinn.
„Segið þér henni af mörgum
ungum stúlkum, sem þér þekkið,
er hafi gifzt tæplega miðaldra
mönnum og elskað þá meir og
meir með hverjum degi ævinnar,"
liélt skipstjórinn áfram.
„Það þarf ekki fleiri orða við,“
sagði stýrimaður. „Ég veit hvað
þér viljið. Hún skal ekki eiga
skrifstofuþjóninn, ef ég má ráða.“
Hinn sneri sér við og tók hlý-
lega í hönd honum.
„Ef þér verðið einhverntíma
faðir sjálfur," sagði hann hrærð-
ur, „þá vona ég að einhver hjálpi
yður eins og þér hjálpið mér.“
VÍKINGUR
Það hýrnaði yfir stýrimannin-
um daginn eftir, þegar hann sá
myndina af Towson. Hann strauk
yfirskeggið og fann að hann
fríkkaði í hvert sinn, er hann leit
á hana.
Að loknum morgunverði gekk
skjpstjórinn til klefá síns; hann
hafði verið á þilfari alla nóttina.
Stýrimaðurinn fór upp og tók við
stjórn, og fylgdi með miklum
áhuga hreyfingum farþegans, er
hún leit inn í eldaklefann og gaf
matsveininum ákúrur fyrir að-
farirnar við uppþvottinn.
„Fellur yður ekki sjórinn vel?“
spurði hann hæversklega, er hún
kom Og settist á háglugga káet-
unnar.
Ungfrú Alsen hristi höfuðið
þunglyndislega.
„Ég verð að fella mig við
hann,“ sagði hún.
„Faðir yðar var eitthvað að
tala um það við mig,“ sagði hann
varkárlega.
„Sagði hann matsveininum og
káetudrengnum það líka?“ sagði
ungfrú Alsen og roðnaði lítið eitt.
„Hvað sagði hann yður?“
„Hann sagði mér af manni, sem
heitir Towson," sagði stýrimaður
og gaf nú mikinn gaum að segl-
unum, „og — af öðrum manni.“
„Ég gaf mig ögn að honum til
þess að gera hinum gramt í geði,“
sagði stúlkan, „það var ekki af
því að ég kærði mig um hann. Ég
skil ekki að nokkur stúlka kæri
sig um nokkurn karlmann. Stór-
ar, klunnalegar, ljótar skepnur.”
„Yður lízt þá ekki vel á hann?“
sagði stýrimaður.
„Auðvitað ekki,“ sagði stúlkan
og hristi höfuðið.
„Og þó hafa þau sent yður út
á sjó til að forðast hann,“ sagði
stýrimaður hugsandi. „Nú, bezta
ráðið fyrir yður —.“
Kjarkurinn bilaði hann þegar
á átti að herða.
„Haldið þéi' áfram,“ sagði
stúlkan.
„Já, það er þetta,“ sagði stýri-
maður og ræskti sig. „Þau hafa
sent yður á sjó til að forðast
þennan mann, svo að þér festið
ást á einhverjum á skipinu, þá
senda þau yður heim aftur.“
„Það gera þau,“ sagði stúlkan
áköf. „Ég ætla að látast verða
ástfangin af fallegasta hásetan-
um, sem þið kallið Harry. Það er
tilvalið ráð.“
„Ég mundi ekki gera það,“
sagði stýrimaður alvarlegur.
„Hvers vegna ekki?“ sagði
stúlkan.
„Það væi'i brot á góðri reglu,“
sagði stýrimaður mjög ákveðinn,
„það væri ekkert vit. Hann er
ekki annað en háseti.“
„0, ég skil,“ svaraði ungfrú
Alsen og brosti með fyrirlitningu.
„Ég á auðvitað aðeins við það
að látast,“ sagði stýrimaður og
roðnaði. „Rétt í greiðaskyni við
yður.“
„Auðvitað,“ sagði stúlkan ró-
lega. „Nú, hvernig eigum við þá
að unnast?“
Stýrimaðurinn blóðroðnaði. „Ég
er nú ekki vel að mér í þeim efn-
u.m,“ sagði hann loksins; „en við
verðum víst að horfa hvort á ann-
að og allt þess háttar, sjáið þér.“
„Ég hef ekkert á móti því,“
sagði stúlkan.
„Þá smáfikum við okkur
áfram,“ sagði stýrimaður. „Ég
býst við að okkur veitist það báð-
um auðveldara eftir nokkurn
tíma.“
„Ég vil allt til vinna að kom-
ast heim aftur,“ sagði stúlkan,
stóð upp og gekk hægt á braut.
Stýrimaðurinn byrjaði undir
eins .sitt hlutvei'k í ástamálunum,
starði ástþrungnum augum á
meyjuna, og lá við að hann sigldi
fiskiskútu í kaf. Eins og hann
hafði séð fyrir veittist honum það
auðvelt, og önnur greinileg ein-
kenni komu í ljós, er á daginn
leið, svo sem lystarleysi og ást á
skærum litum. Milli morgunverð-
ar og tes þvoði hann sér fimm
sinnum og gerði skipstjórann
háskalega reiðan með því að nota
smjör skipsins til þess að ná tjöru
af fingrunum á sér.
Klukkan tíu um kvöldið var
hann sokkinn djúpt niður í þung-
lyndi. Hann hafði horft án þess
að horft væri á móti, og þegar
211