Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Síða 35
háttum yðar. Þér farið og- sýnið lækni hausinn á yður.“ Stýrimaðurinn fussaði og fór upp á þilfar til að leita samúðar; en ungfrú Alsen var ekki í blíðu skapi og ekki agnarögn þakklát, svo að hann sneri brott blístr- andi. Svona stóð þegar skipstjór- inn kom upp og þurrkaði sér um munninn. ,,Ég hef sett aðra mynd á arin- hilluna, Jack,“ sagði hann ógn- andi; það er sú eina, sem ég á eftir, og ég ætlast til að þér skilj- ið, að ef það verður svo mikið sem mustarðsþefur af henni, þá skal verða svo mikill gauragang- ur á skipinu hérna, að þér heyrið ekki til sjálfs yðar fyrir hávaða." Hann gekk tígulega burt, um leið og dóttir hans, er hafði heyrt orð hans, kom á hlið við stýrimann og brosti ljúflega til hans. „Hann hefur sett þar aðra mynd,“ sagði hún lágt. „Þér finnið mustarðsglasið í glashaldinu,“ sagði stýrimaður kuldalega. Ungfrú Alsen sneri sér við og leit á eftir föður sínum, er hann hélt áfram, og fór síðan ofan, stýrimanninum til undrunar, án þess að segja orð. Hann var for- vitinn, en of stoltur til að fitja upp á ný, svo hann fór þann meðalveg að ganga og standa í nánd við káetuskýlið. „Stýrimaður," var hvíslað lágt neðan við stigann. Stýrimaðurinn starði rólegur út á sjó. „Jack,“ sagði stúlkan aftur og hvíslaði lægra en áður. Það var eins og eldur færi um hann allan og hann fór undir eins ofan. Það var ungfrú Alsen, augu hennar ljómuðu, hún hélt á mustarðsglasinu í vinstri hendi og skeiðinni í hægri hendi og sté vígdans frammi fyrir seinni myndinni. „Gerið þér það ekki,“ sagði stýrimaðurinn órólegur. „Hvers vegna ekki,“ spurði hún og færði sig nærri því að mynd- inni. „Hann heldur, að ég hafi gert það,“ sagði stýrimaður. VÍKINGUR „Það var nú þess vegna, að ég kallaði á yður að koma hingað of- an,“ sagði hún; þér haldið þó ekki, að mig hafi langað til að sjá yður, gerið þér það?“ „Þér leggið frá yður skeiðina,“ sagði stýrimaðurinn, sem langaði alls ekki til að hitta skipstjórann aftur. „Það geri ég ekki!“ sagði ung- frú Alsen. Stýi’imaðurinn stökk að henni, en hún skauzt í kringum borðið. Hann beygði sig yfir borðið, greip í vinstri handlegginn á henni og dró hana að sér; en þeg- ar rjótt og hlæjandi andlitið á henni kom fast að honum, gleymdi hann öllu öðru og kyssti hana. ,,Ó,“ sagði Hetty gremjulega. „Viljið þér nú fá mér hana?“ sagði stýrimaðurinn og titraði af þessari dirfsku sinni. „Takið þér við henni,“ sagði hún. Hún hallaði sér yfir borðið, og þegar stýrimaðurinn kom, smurði hún hann herfilega með skeiðinni. Því næst lét hún allt í einu bæði glasið og skeiðina á borðið og fór burt, en stýrimaður- inn heyrði í sömu svipan fótatak í stiganum og sneri blóðrauðu andlitinu, sem var skreytt þrem- ur mustarðsrákum, að steinhissa skipstjóranum. „Herra minn trúr!“ sagði skip- stjórinn forviða, þegar hann loksins kom orði upp; er hann þá ekki að smyrja mustarði á and- litið á sjálfum sér — aldrei á ævi minni hef ég heyrt annað eins. Komdu ekki nálægt honum, Hetty. Jack!“ ,,Já,“ sagði stýrimaðurinn og þurrkaði sárt andlitið með vasa- klútnum sínum. „Þér hafið aldrei fengið svona kast áður?“ spurði skipstjórinn áhyggjufullur. „Auðvitað ekki,“ sagði stýri- maðurinn sár. „Segið þér ekki auðvitað ekki við mig,“ sagði hinn hlýlega, „eftir að hafa hegðað yður svona. Það þarf að taka alvarlega í taumana við yður. Ég ætla að tala við Ben gamla um það. Hann á frænda á geðveikrahæli. Þú kemur líka upp, dóttir mín.“ Hann fór að leita að Ben og gáði þess að fylgja honum, fór ekki lengra en að dyrunum og stóð þar og horfði á með með- aumkun á píslarvottinn. „Mér þykir þetta leitt,“ sagði hún. „Svíður það?“ „Dálítið,“ sagði stýrimaðurinn, „hugsið þér ekki um mig.“ „Þarna 'sjáið þér, hvað þér fáið fyrir það, að hegða yður illa,“ sagði ungfrú Alsen dómaralega. „Ég er hrædd um að það komi blöðrur," sagði hún. Hún kom yf- ir um til hans, hallaði undir flatt og skoðaði förin með spekings- svip. „Þrjú merki,“ sagði hún. „Ég fékk aðeins eitt,“ sagði stýrimaðurinn. „Hvaða eitt?“ spurði Hetty. „Af þessum,“ sagði stýrimaður. Hann kyssti hana aftur fyrir augunum á skelfdum skipstjóran- um, sem var með varúð að gægj- ast gegnum hágluggann eftir manninum, sem hann hélt að væri vitlaus. „Þér getið farið, Ben,“ sagði skipstjórinn hásum rómi við sérfræðinginn. „Heyrið þér, þér getið farið burt, og ekki eitt orð um þetta, skiljið þér.“ Sérfræðingurinn gekk burt nöldrandi, og faðirinn, er leit til aftur og sá, að dóttir hans hreiðr- aði sig þægilega við hægri öxlina á stýrimanninum, læddist burt og var í þungum hugleiðingum yfir þessu dæmalausa tilfelli. Venju- legur maður mundi hafa hlaupið ofan og truflað þau; en skip- stjórinn á „Jessica“ hélt að hann mundi betur ná markmiði sínu með lagni, og svo gætinn var hann, að hjónaleysin í káetunni höfðu engan grun um að neinn hefði séð þau. — Stýrimaðurinn hlustaði rólega á erindi um byrj- unarstig vitfirringar, sem skip- stjórinn taldi ráðlegt að flytja. Hann lét ekkert á sér bæra, fyrr en við miðdegisverðinn dag- inn eftir. Ef nokkuð var, þá var hann jafnvel þýðari í viðmóti en hann var vanur, þó að honum 213

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.