Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Side 38
Alyktun Bylgjunnar um öryggismái
Nefnd sú, sem kosin var á fundi, sem haldinn
var í skipstjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjan,
sunnudaginn 9. febrúar 1969, skilar frá sér eftir-
farandi álitsgerð, varðandi sjóslysa- og öryggismál
fiskibáta á Vestfjörðum.
1. Öll skip, sem stunda veið'ar yfir haust- og vetrar-
mánuði úti fyrir Vestfjörðum, ættu að vera útbúin
með járnlúgur, og sérstök áherzla skal lögð á það,
að lúgur séu skálkaðar og vel frá þeim gengið eftir
hverja löndun.
2. Líta skal vel eftir að útbúnaður lensporta sé í góðu
lagi. Fara ætti fram athugun á vegum Skipaskoð-
unar ríkisins á endurbótum á lensportum (austur-
opum), þar sem komið hefur í ljós að útbúnaður á
þeim hefur á mörgum skipum reynzt óheppilegur í
ísingaveðri.
3. Athugun fari fram á vegum skipaskoðunarinnar á
því, hvort ekki væri rétt að byggt væri yfir báða
ganga á skipum, allt niður í 60 brúttólestir, úr
stáli eða áli, með tilliti til aukinnar sjóhæfni þeirra,
og væru þau skýli algjörlega lokuð.
4. Athugun fari fram á því að losa skip, yfir vetrar-
mánuði, við þá hluti, sem tilheyra öðrum veiðiskap.
Svo sem ýmislegt sem að síldarútbúnaði lýtur, t.d.
of há skjólborð, bassaskýli, síldargálga og auka
bómur, nótablakkir og bátsuglur. Skipum verði gert
að skyldu að hafa mastursbómu niðri á siglingum
yfir vetrarmánuðina, og verði þannig gengið frá út-
búnaði þeirra að hægt sé tryggilega og auðveldlega
að hífa hana niður í hvernig veðri sem er. Ábend-
ingar þessar eru gerðar með það fyrir augum að
minnka yfirísingu. Auka þarf útsýni í ísingu úr
stýrishúsi með fleiri hverfirúðum, og miðað við að-
stæður hér á Vestfjörðum, ætti að minnsta kosti
ein af hverfirúðunum að vera í yzta glugga framan-
til á bakborða.
5. Komið hefur fram við síðasta skipstapa hér úti
fyrir Vestf jörðum, að miklir erfiðleikar voru á því
að sjósetja gúmmíbát, sem staðsettur var á stýris-
hússþaki, vegna þrengsla af ýmsum tækjum, sem
þar voru staðsett. Komst hann í þessu tilfelli ekki
óskemmdur í sjóinn. Bendir nefndin á að rétt væri
af hálfu skipaskoðunarinnar að athugun færi fram
um betri staðsetningu gúmmíbáta og útbúnaði við
sjósetningu. Athuga þyrfti, hvort minnka mætti
matar- og drykkjarföng í gúmmíbátum og setja í
staðinn ullarfatnað. Einnig verði gert að skyldu að
vara rafhlöður fyrir neyðartalstöð séu í hverjum
gúmmíbát. Skipstjórnarmönnum er bent á að skipta
sem oftast um rafhlöðurnar í neyðartalstöðinni og
æfa sig í notkun hennar. Skipstjórnarmönnum ber
að hafa ríkt í huga að taka tillit til þagnartíma á
neyðarbylgjunni.
6. Skipstjórnarmenn skuli fylgjast vel með kjölfestu
skipa sinna. Fá allar upplýsingar um þaðhjáSkipa-
skoðun ríkisins, hve mikið magn af steypu sé í kili
skipsins og bæta við salti eða öðru í þess stað, ef
þurfa þykir, og ættu þeir útreikningar einnig að
vera í höndum skipaskoðunarinnar. Sérstaklega á
þetta við um tréskip, en einnig skal fylgjast vel
með kjölfestu í stálskipum. Ber þá að hafa ísingar-
hættu í huga í þessu sambandi. Gengið sé þannig
frá kjölfestunni, að hún geti ekki haggast.
7. Nú á seinni árum hefur í sum skip verið settur ör-
yggisútbúnaður á vélar. Öryggisútbúnaður þessi
stöðvar vélina, missi hún kælivatn eða smurningu.
Svo kann einnig að fara, fái skipið á sig mikinn
halla. Varast skal því að hafa þennan útbúnað virk-
an í aðgæzluveðrum. Komið hefur í ljós við mikinn
halla skipa, að gangskiptir hefur orðið óvirkur. At-
hugun fari fram á vegum skipaskoðunarinnar, hvort
ekki sé hægt að fyrirbyggja slíkt.
8. Auka þyrfti fræðslu í Sjómannaskóla íslands, varð-
andi meðferð skipa og báta í vondum veðrum, í ís-
ingu, siglingum í ísreki, siglingum skipa nærri landi
og ýmsu öðru varðandi almenna stjórn skipa, við
störf á hafinu, svo og bætta umgengni í skipum.
Einnig þarf að koma á fót almennri fræðslu í út-
varpi og sjónvarpi, af þar til hæfum mönnum, varð-
andi þessi mál. Nefndin mælir eindregið með fram-
komnum tillögum varðandi skólaskip, rekið til
þjálfunar sjómannsefna.
9. Auka þarf veðurþjónustu úti fyrir Vestfjörðum, ef
tök eru á. Nefndin tekur það fram, að hún gerir sér
fulla grein fyrir þeim örðugleikum, sem eru á því
að gera ýtarlegar veðurspár fyrir Vestfirði. Nefnd-
in bendir á að breyta mætti orðalagi í veðurspám,
VÍKINGUR
216