Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 40
MINNING: Jóns Einarssonar; skipstjóra Jón Einarsson JÓN EINARSSON skipstjóri fæddist í Flatey á Breiðafirði hinn 13. marz 1913 og var því að- eins 56 ára, er hann lézt við skyldustörf sín um borð í rann- sóknáskipinu Árna Friðrikssyni. Foreldrar Jóns voru þau Einar Jónsson, sjómaður í Flatey og Guðríður Sigurðardóttir frá Þei’nivík. Eins og nærri má geta ólst Jón uppviðsjóogsjómennsku frá blautu barnsbeini, fyrst á opnum árabátum, en þegar innan við tvítugt var hann orðinn liá- seti á togara. Tvítugur að aldri réðst hann sem 2. vélstjóri á vél- skipið Stellu frá Norðfirði, en skipstjóri á Stellu var þá hinn kunni aflamaður og sjósóknari, Jón Sæmundsson. Með honum var Jón Einarsson fyrst sem vélst., en síðar sem stýrimaður allt til ársins 1940, en fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Rvík lauk Jón vorið 1939. Á árunum 1941—-1944 var Jón lengst af stýrimaður og skipstjóri á Síld- inni frá Hafnarfirði, en skömmu eftir að v.s. Fanney RE 4, til- raunaskip síldarverksmiðja ríkis- ins og Síldarútvegsnefndar kom til landsins árið 1945, réðst Jón stýrimaður þangað og skipstjóri á v.s. Fanney varð hann í árs- byrjun 1949. Um það leyti hóíust fjölþættar veiðarfæratilraunir hérlendis, er flestar voru fram- kvæmdar á v.s. Fanney og má nærri geta, hvort ekki hafi reynt á glöggskyggni og lagni skipstj ór- ans, en í hans hlut kom að prófa hin ólíkustu veiðarfæri, er fjöl- margir uppfinningamenn komu með til prófunar um borð í skipið. Þá var v.s. Fanney einnig mikið við bátagæzlu á vetrarvertíð sunnanlands, einkum við Vest- mannaeyjar, og vann Jón sér þá óskorað traust allra skipstjóra, er vétrarvertíð stunduðu á þeim árum. Auk síldveiða stundaði Jón loðnuveiðar á v.s. Fanneyju og veiddi loðnuna þá jafnan í flot- vörpu. Jón fylgdist því gerla með loðnugöngum í upphafi vertíðar og munu margir skipstjórar í Vestmannaeyjum eiga honumgóð- an afla að þakka, þar eð hann kom nýrri loðnu til þeirra í beitu fyrr en ella hefði verið. I nokkur ár var sá háttur hafður á, að v.s. Fanney var send á síldveiðar norður fyrir land á vorin, áður en síldveiðar hófust almennt, og má með nokkru sanni segja, að Jón hafi þar átt hlut að upphafi síld- arleitar á sjó, sem síðar varð hans aðalstarf eins og kunnugt er. I ársbyrjun 1955 réðst Jón Ein- arsson til Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Á vegum þeirrar stofnunar starfaði hann í tvö ár og vann þá einkum að kennslu og rannsókna- störfum í Tyrklandi. Náin kynni okkar Jóns hófust fyrir 10 árum, er ákveðið var, að v.s. Fanney RE 4 skyldi verða við síldarleit ásamt Ægi sumarið 1959. Nýtt fiskileitartæki hafði þá verið sett í v.s. Fanneyju, hið fyrsta sinnar tegundar og var því eigi lítið í húfi að vel tækist til með starfsemi skipsins, en síðar voru slík tæki sett í flest síld- veiðiskip íslendinga. Eigi leið á löngu, unz árangurinn kom í Ijós, því að Jón reyndist vandanum vaxinn, náði þegar ágætum tök- um á notkun hins nýja tækis og varð síldveiðiflotanum til ómetan- legs gagns. Vorið 1962 var ákveð- ið að efla síldarleitina með því að gera út þrjú leitarskip í stað tveggja áður. 1 þessu skyni var v.s. Pétur Thorsteinsson frá Bíldudal tekinn á leigu og tók Jón þá við skipstjórn hans. Sumarið 1962 mun þeim, er síldveiðar stunduðu seint úr minni líða, því að síldveiðar gengu þá betur að sumarlagi en dæmi voru til áður. Jón Einarsson átti sannarlega drjúgan þátt í því, að svo vel tókst til sem raun varð á. Hvað eftir annað vísaði hann síldveiði- flotanum á hin ágætustu síldar- mið, er jafnan voru þá nefnd Jónsmið hin nýju til aðgreining- ar frá fyrri síldarsvæðum, sem Jón hafði áður fundið. Síldarleit- inni var ómetanlegt að hafa slík- an mann í þjónustu sinni. I árs- byrjun 1965 fékk síldarleitin í fyrsta skipti full umráð yfir síld- arleitarskipi, er unnt var að nota til síldarleitar og síldarrann- sókna árið um kring. Þetta var v.s. Hafþór, 250 lesta stálskip af sömu gerð og Pétur Thorsteins- son, sem svo vel hafði reynzt und- ir stjórn Jóns undanfarin þrjú sumur. V.s. Hafþór var þegar bú- inn öllum nýjustu tækjum og tók Jón við skipinu í janúar 1965. Ekki átti fyrir Jóni að liggja að vera langdvölum á Hafþóri, því að ári síðar eða í janúar 1966 veiktist Jón hastarlega er skipið var skammt frá Vestmannaeyjum á leið í Austurdjúp. Kenndi Jón þá sjúkdóms þess, er leiddi hann til bana. Var Jón þá í landi alit árið 1966 og vann við síldarrann- sóknir á Hafrannsóknastofnun- inni. — Kom þá enn í ljós, hve VÍKINGUR 218

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.