Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1969, Blaðsíða 43
„HAMBORr Stolt Hollendinga á heimshöf- unum, hið 39,000 brúttó tonna glæsiskip „Rotterdam“ leggst nú ekki lengur að Wilhelmina-garð- inum í Rotterdam höfn. Frá nóv- emberbyrjun þessa árs á þessi stjarna N-Atlantshafs sigling- anna, að leggja úr höfn í New York í skemmtisiglingu til Kara- biska hafsins, með ríka skemmti- ferðafélaga umhverfis hnöttinn. Þegar skipið fór í jómfrúferð sína 3. sept. 1959, voru Beatrix krónprinsessa og H. G. Luns ut- anríkisráðherra Hollands heið- ursfarþegar um borð. Nú vilja ekki einu sinni fótboltalið líta við því að ferðast á skipsfjölum til Ameríku. Nicolaas van der Vorm, forstjóri „Holland-Amerika Linj- skipafélagsins, hefur gert sér ljósa þessa þróun, og sagt: „Vér setjum upp ný segl í fyrirtæki okkar.“ Aðrir fyrirsvarsmenn vestur Evrópskra stórskipa fyrirtækja beina nú einnig siglingum glæsi- skipa sinna í skemmtiferðalög, af ótta við minnkandi ferðalög almennra farþega milli landa: Fyrir 10 árum ferðaðist um 1 milljón manns yfir Atlantsliafið með skipum. Árið 1967 voru það aðeins 500,000 manns, en á sama tíma 5,5 milljón manns með flug- vélum yfir Atlantshaf eða rúm- lega fimm sinnum fleii-i en árið 1958. Um áraraðir töldu menn mögu- legt að sigrast á samkeppni flug- vélanna með því að byggja stærri skip, sem þar með gætu veitt ódýrari fargjöld. Um 1950 stakk til dæmis ameríski hótel milljónamæringur- inn H. B. Cantor upp á því að byggja tvö 90,000 tonna br. skip, sem hvort um sig gæti flutt 6,000 VÍKINGUR NÝJASTA SKEMMTIFERÐASKIP ÞJODVERJA Dreguis úr farþegaflutninguin með skipuin yfir Atlantshaf. farþega. Fjögurra daga sigling yfir Atlantshaf átti að kosta að- eins um 210 DM. En Cantor fékk engar fjár- hagslegar undirtektir undir hug- mynd sína að 680 DM milljóna áætlun sinni, og fyrirtækin héldu áfram að byggja minni glæsiskip sín, sem nú sigla inn skuldir á ferðum sínum um N.-Atlantshaf- ið. Árið 1967 var ákveðið hjá brezka skipafélaginu „Cunard Steamship Company“ í Liverpool, sem þó flytur flesta farþega yfir N-Atlantshaf eða 170,000 manns árlega, að takmarka að verulegu leyti rekstur línuskipa sinna. Það seldi tvö risaskip sín, stærstu far- þegaskip veraldar, „Queen Mary“ (81,000 brt.) og „Queen Eliza- beth“ (83,000 brt.), sem verður lagt á þessu hausti. Fyrir 30 árum voru þessi risa- skip tákn um veldi Englands á heimshöfunum. í lok síðari heims- styrjaldar hrósaði Winston Churchill þessum skipum fyrir mikilvægi þeirra við hermanna- flutninga, og þann þátt sem þau þar með hefðu lagt fram til þess að sigrast á Hitlers-æðinu. En í rekstursreikningum árs- ins 1966 vógu söguleg afrek ekki upp á móti hinum rauðu tölum. Hvort sem þau geta talist úrelt eða ekki, var reksturskostnaður „Queen Elizabeth“ 200,000 DM á dag. En „Queen Mary“ rorrar nú í Kalifornisku borginni Long Beach sem hótelskip. Skönmiu eftir að félagið seldi Queen Mary“ seldi það einnig minni skipin „Carinthia“, „Ca- ronia‘ og „Sylvania“. Þau tvö síðari höfðu þá nýlega verið end- urbyggð fyrir mikið fé á þann hátt að þau sameinuðu hvort tveggja að vera farþegaflutninga- skip og skemmtiferðaskip. Þegar Sjómannasamband Bret- lands mótmælti uppsögn 2,000 manna áhafnar „Queen Eliza- beth“ lýsti Jim Jones yfirbryti skipsins tómaferðum þess á þenn- an hátt fyrir félögum sínurn: „Það var að síðustu orðið eins og draugaskip. Maður gat víða farið 221

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.