Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 1
EFNISYFIRLIT: GuSm Jensson: Sjómannastéttin. Guðm. Kjærnested skiphena kjörinn forseti F. F. S. t. 26. þing Farmanna- og fiski- mannasambands Islands, setn- ingarræða Guðm. Péturssonar fráfarandi forseta. Ilelgi IlallvarSsson: Hin aldna kempa. Karl B. Stefánsson: Minning. Lukkuriddarinn — þýtt. Gunnar Magnússon frá Reynisdal: Upphaf nýrrar húsagerðar í Vík í Mýrdal. /'ór Magnússon þjóSminjavörSur: Gerum sjóminjasafn að veruleika. Kristján Kristjánsson: Svar við grein um vökulög. raBeðSS®?'-.. Hjálmar R. BárSarson: Um öryggi loðnuveiðiskipa. Fréttir frá APN Frívaktin o. fl. Forsíðumynd: Höfnin á Húsavík. Ljósmynd: Sn. Sn. jr. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgefandi: F. F. S. í. Ritstjórar: Guðm. Jensson (áb.) og Jónas Guðmundsson. Ritnefnd: Guðm. Iíjærnested, Guðm. Ibsen, Daníel B. Guðmundsson. Varamenn: Ólafur Vignir Sigurðs- son, Ásgrímur Björnsson, Jón Wium. líitstjórn og afgreiðsla er að Bárugötu 11, Reykjavík. Utanáskrift: Sjómannablaðið Víkingur, Pósthólf 425, Reykjavík. Sími 1 56 53 Prentað í ísafoldarprentsmiðju hf. SÓJMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 36. ÁRGANGUR — 1. TÖLUBLAÐ 1974 Guðmundur Jensson: S JÓM ANN ASTÉTTIN 1 hinum gagnmerku þáttum Gils Guðmundssonar alþm., Frá, yztu nesjum II, eru Vestfirzkir sagnaþættir. Greinir þar m. a. frá æviatrið- um sr. Stefáns Stephensens að Holti í önundarfirði (1829— 1900). Segja má að sr. Stefán hafi verið „barinn til bókar“, því að búskapur, sjósókn og önnur ver- aldleg umsvif áttu hug hans all- an. En einbeittum vilja foreldra sinna varð hann að lúta. Sr. Stefán mat manngildi sóknarbarna sinna frekar eftir hversu rniklir búhöldar og afla- menn þeir reyndust, heldur en kirkjurækni. í það minnsta sluppu þeir allvel frá áminning- um prests þótt kirkjusóknin væri stopul. Og vægilega tók klerkur á van- kunnáttu sóknarbarna sinna í kristnum fræðum, en mat sínu meir þá pilta sem svöruðu vel og skilmerkilega spurningum hans um almenn skepnuhöld, gras- sprettu og aflabrögð. Tek ég mér bessaleyfi og birti orðréttan kafla úr grein, sem varpar skýru ljósi á lífsviðhorf þessa dugnaðarklerks: „Kristján Guðmundsson, síðar bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði, faðir Guðmund- ar Inga skálds og þeirra syst- kina, var mjög bráðþroska ung- lingur. Vorið sem hann fermdist, stundaði hann sjóróðra á Kálf- eyri, o gátti því, erfi^jpjeð^ð koma til spurnmga a sama tima 314753 og önnur fermingarbörn. Lét klerkur sér það vel líka, enda vissi hann að pilturinn var næm- ur og prýðilega að sér. Bauð hann Kristjáni því að koma til yfirheyrslunnar hvenær sem hann vildi og ætti hægt með. Dag nokkurn, ekki löngu fyrir hvítasunnu, fékk Kristján sig lausan úr róðri og skrapp inn að Holti til prófasts. Afli hafði verið góður um tíma og því dró Kristján það til síðustu stundar, að fara til spurninganna. Þegar hann kom heim að Holti, var prófastur úti á engi og hélt pilturinn rakleitt þangað. Próf- asturinn tók hann tali og spurði tíðinda. Kristján kvað gæftir og aflabrögð á Kálfeyri með bezta móti. Hefðu menn haft ágæta hluti undanfarna daga, og væri það ástæðan til þess, hve seint hann kæmi til yfirheyrslu. „Mikil ósköp eru að vita til þín, drengur, að fara að hlaupa frá þessum uppgripum“, mælti prófastur. „Þú hefðir ekkert átt að koma. En fyrst þú ert nú kom- inn, þá er bezt að hlýða þér yfir tíunda kaflann í kverinu.“ Kristján kunni fyrri hluta kaflans reiprennandi og tók nú að þylja. Þegar hann var kom- inn fram í miðjan kafla, kom maður aðvífandi með poka á baki, og færði prófasti nýveiddan rauðmaga. Var þá samstundis úti allur áhugi guðsmannsins á hinum kristnu fræðum. Séra Stefán snýr sér að Krist- jáni og segir: „Nú þarftu ekki ISIANQS

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.