Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 5
átt hefir sér stað áður á jafn skömmum tíma. Þetta er gleði- efni, því aðeins getum við verið samkeppnisfærir við aðrar fisk- veiðiþjóðir að við höfum ávallt nýjustu gerðir skipa búnum full- komnustu tækjum til þess að stunda veiðarnar með. Nútíma fiskveiðar eru tækni- lega háþróaður atvinnuvegur, sem krefst fullkomins tækjabún- aðar og kunnáttu og þjálfunar þeirra manna, sem stjórna þeim. Þess vegna beitti F.F.S.Í. sér fyrir því að haldin yrðu nám- skeið við Stýrimannaskólann og Vélskólann þar sem eldri nem- endum væri kennd meðferð og stjórnun þessara tækja. Á þessu ári hefir verið haldið eitt nám- skeið við Stýrimannaskólann og tvö námskeið við Vélskólann. Að- sókn að námskeiðunum við Vél- skólann hefir verið meiri en hægt hefir verið að taka á móti. Undanþágur frá tilskildum at- vinnuréttindum skipstj órnar- manna og vélstjóra hafa verið mikið ræddar að undanförnu. Þetta er gamall draugur, sem virðist magnast með hverju ár- inu sem líður. Virðingarleysi þeirra manna, sem mestu ráða í þessum málum, fyrir störfum þeirra sem stöðurnar skipa ræð- ur þar mestu. Þess eru mörg dæmi að undan- þágur hafa verið veittar án nokk- urrar athugunar í því hvort rétt- indamenn væru fáanlegir í stöð- urnar. Vitað er um mörg slys og óhöpp, sem rekja má til kunn- áttu- og reynsluleysis þessara undanþágumanna. Heyrzt hefir að námskröfur séu of miklar, við sjómannaskól- ana og því beri að stytta námið að mun, svo auðveldara verði að fá menn með réttindum í stöð- urnar. Það er furðulegt að útvegs- menn, mennirnir sem eiga hvað mest undir því að allur rekstur- inn gangi snurðulaust, skuli að- hyllast þessa kenningu. Eg hefi heyrt menn segja að þeim komi ekki til hugar að fara í skóla til þess að verða stýri- VlKINGUR menn eða vélstjórar á mótorbát- um, það sé svo auðvelt að fá und- anþágur og það blað kosti ekki nema nokkrar krónur. Félagsmálaráðuneytið hefir skipað nefnd til þess að gera til- lögur um lausn þessa máls. Ekki verður sagt að gætt hafi mikillar víðsýni um val manna í nefnd- ina, þar sem ekki var talin þörf á því að skólastjóri Vélskólans ætti sæti í henni. Hvað var þó eðlilegra þar sem nefndin á að fjalla um menntunarmál og at- vinnuréttindi vélstjóra meðal annars? Óvenju góð loðnuveiði og síld- veiði í Norðursjó samfara háu verðlagi sjávarafurða hafa veitt áhöfnum þeii-ra skipa, sem bezt hafa veitt sérlega góðar tekjur á árinu sem er að líða. Nú vaknar spurningin, hvort sagan frá fyrri árum muni verða endurtekin, það er hvort launastéttir í landi miði launakröfur sínar við tíma- bils tekjur þessara manna. Við skulum minnast þess að sjávarafli er stopull og enginn vill gefa eftir af launum sínum þessum mönnum til handa, ef afli bregst eða verðlag fellur. Það eru þó sígild sannindi að störf fiskimanna og þau auðæfi, sem þeir draga að landi halda Guðmundur Pétursson, vélstjóri, fráfarandi forseti FFSl. Guðmundui' gaf ekki kost á sér til endurkjörs. uppi að langmestu leyti efna- hagskerfi þjóðarinnar. Okkur ríður því á að í raðir fiskimanna sæki ávallt ungir og þróttmiklir menn, en það verður því aðeins að þeim verði veitt trygging fyrir góðri lífsafkomu. Þetta er okkur hollt að hafa í huga þegar lang- flestar launastéttir í landinu eru með lausa samninga og allir keppast við að ná sem mestu í sinn hlut. Snar þáttur í útgerð er að allt viðhald og viðgerðir fáist á sem stytztum tíma fyrir hóflegt verð. Þeir sem til þekkja spyrja hvað verði um viðhald og flokkunarað- gerðir á hinum nýju skipum, sem nú eru að koma til landsins, þeg- ar þeirra er þörf? Það er ekki annað séð en að allar meiriháttar aðgerðir á skipastólnum þurfi að fara fram erlendis. Viðgerðarverkstæðin hafa ekki aðlagazt þeirri þróun sem nauð- synleg er og átt hefir sér stað í öðrum starfsgreinum. Þess vegna eru verkstæðin nú lömuð vegna skorts á starfsfólki. Hér á Reykjavíkursvæðinu er aðstaða öll til skipaviðgerða fyrir neðan allar hellur. Það má benda á að hér hafa ekki orðið neinar fram- farir eða hagræðing í vinnu- brögðum við landtöku skipa eða bolviðgerðir á þeim í síðastliðin 34 ár. Það geta því allir gert sér í hugarlund hvernig við stöndum í samkeppni við aðrar þjóðir á þessum vettvangi. 28. febrúar 1971 samþykkti stjórn F.F.S.l. áskorun til Al- þingis þess efnis að fiskveiðilög- sagan yrði færð út í að minnsta kosti 50 sjómílur allt í kring um landið. 15. febrúar 1972 var gleðidag- ur á Alþingi Islendinga, þá voru allar stjórnmálaerjur lagðar til hliðar og allir alþingismenn hvar í flokki sem þeir stóðu, gerðu að lögum 50 sjómílna fiskveiðilög- sögu íslands. Ég ætla ekki að við- hafa mörg orð um landhelgis- málið að þessu sinni, það er öll- um í það fersku minni. Þó verður ekki skilið svo við þennan mála- flokk að ekki verði færðar þakkir 5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.