Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 7
kvæmt skoðun á búnaði veiði- tækja um borð, um leið og veið- arfæraskoðun er framkvæmd. FriAun NÍlilurMlufiia Þar sem fram hefur komið í ályktunum fiskifræðinga, sem byggðar eru á niðurstöðum rann- sókna á stærð og vexti vorgots- síldarstofnsins, að þrátt fyrir sýnileg áhrif friðunar undanfar- in ár, sé stofninn enn svo lítill að mjög óráðlegt sé að heimila nokkrar veiðar næstu tvö árin a. m. k. Samþykkir 26. þing F.F. S.Í., haldið í Reykjavík í desem- ber 1973, að skora á alla þá aðila, sem hagsmuna eiga að gæta, að standa einhuga saman um friðun síldarstofnanna þar til þeir hafa náð þeii’ri stærð, að arðvænlegar veiðar geti hafizt, án þess að stofnunum sé háski búinn. í þessu sambandi vill þingið minna á, að stofn sumargotssíld- arinnar er enn í svo algjöru lág- marki, að óvíst er hvort takast má með friðun að bjarga þeim stofni frá aldauða, nema jafn- framt verði gætt ýtrustu vernd- unar á þeim svæðum sem síldin hrygnir á. Takist hins vegar með sam- stilltum aðgerðum fiskifræðinga og fiskimanna að stuðla að vexti þessara stofna, sem segja má að séu staðbundnir innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu, þá er okkur, ekki einasta heiðurinn af, heldur mun þjóðin í framtíðinni eiga í þeim þá uppsprettu gulls, sem hún fær notið um langa framtíð, ef skynsamlega er að veiðunum staðið. Jafnframt vill þingið benda á þá hættu sem humarstofninum er búin, ef ekki verður gripið til frekari aðgerða til verndunar honum en þeirra, sem gerðar voru fyrir síðustu humai'vertíð. Telur þingið, að jafnframt því að takmarka heildarafla beri að takmarka fjölda og stærð þeirra skipa, sem humarveiðar stunda. HIN ALDNA KEMPA - Hannes Friðsteinsson, skipherra, áttræður Ef ókunnugur kemur inn í Þórshamar, þar sem ýmsar nefndir Alþingis starfa, rekast þeir strax á myndarlegan eldri mann, þéttan á velli og þéttan í lund og snöggann í hreyfingum. Þessi maður er Hannes Frið- steinsson, þingvörður, sem í hálfa öld sigldi á togurum og varðskipum þar sem hann gekk metorðatröppurnar upp í brúna. Og fáir munu trúa því að þessi kviki maður muni verða áttræð- ur í byrjun næsta árs. Þann 3. janúar árið 1894 var SA-stormur og rigning í Reykja- vík. Veðrið og rigningin buldi á húsum Reykvíkinga, en eitt af þeim var Valgarðsbær þar sem rigningin tróð sér inn um glugga og myndaði polla á gólfinu. Þenn- an dag og í þessum bæ fæddist Hannes Friðsteinsson. Foreldrar hans voru hjónin Friðsteinn Guðmundsson stýrimaður og Ástríður Hannesdóttir. Faðir Hannesar var frá Vestmanna- eyjum, sonur Jóns vinnumanns í Fagurlyst, en móðir hans var Reykvíkingur, dóttir Hannesar pósts á Grund. Valgarðsbær var þar sem Grundarstígurinn er og þar eign- uðust foreldrar Hannesar 7 börn, 3 drengi og 4 dætur. Árið 1902 byggðu þau hjónin hús á lóð þein'i sem f.vlgdi Valgarðsbæ. Það hús var seinna flutt í burtu, en það hús sem síðar var byggt á grunni þess er nú Grundarstíg- ur 17. Árið 1904 dó faðir Hannesar og stóð þá móðir hans ein uppi með 7 börn. Börnin urðu því ung að taka til höndunum og þannig var með Hannes því 10 ára gam- all fer hann til sjós á kútter Agn- esi Turnbull frá Reykjavík, en þar var þá skipstjóri Árni Hann- esson móðurbróðir Hannesar. Þeir fóru á ,,skak“ eins og þá var altítt. Hannes var ráðinn „yfirskips", eins og það var kall- að. en það þýddi að hann átti all- an fisk sem hann dró. Á skútunni var hann í einn og hálfan mánuð og þó ungur væri var hann ekki lægstur með þénustuna. Hannes hefur aldrei þurft að kvarta um sjóveiki á sinni sjómennskuævi. En á skútunni komst hann að- eins í snertingu við sjóveikina. Þeir voru í vonzku veðri og Hannes niðrí káettu að borða þegar hann fann skyndilega til flökurleika. Hann skellti sér upp í kappadyrnar og ældi öllum matnum út á þilfarið, en sjórinn sá um að skola því í burtu jafn- óðum. Þegar hann kom aftur nið- ur í káettuna sagði móðurbróðir hans við hann. — Hvað varst þú að gera upp í kappa frændi? Og Hannes svaraði að bragði. — Ég VÍKINGUR 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.