Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Síða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Síða 9
og segir Hannesi að fara að sofa og sofa nú eins mikið og hann geti. Það var ekki langt eftir á miðin þegar Hannes fer niður að sofa. En sá svefn var ekki lengi því eftir smástund er hann kall- aður upp í brú og kemur þá í ljós að trollið er allt í flækju og skipstjórinn segir við Hannes. — Hannes minn ég kallaði þig upp af því þú ert alltaf svo snjall. Saufi teblöð' Sem stýrimaður var Hannes eitt sinn á togara á heimleið frá Englandi úr söluferð. Þeir voru á siglingu á gamlárskvöld og að því tilefni afhenti skipstjórinn Ilannesi tvær vínflöskur og sagði honum að gefa köllunum út í næturteið. Um borð var stór og mikill teketill sem teið var lagað í á þann hátt að teblöð voru fyrst sett í ketilinn sem sjóðandi vatni var hellt yfir. Um miðnætti þegar búið var að laga teið hellti Hannes úr báðum vínflöskunum í ketilinn og skenkti síðan köll- unum í könnurnar. Sá sem þreif cil um borð þótti góður sopinn og iionum skenkti Hannes mest. Þetta gladdi manninn mikið og nann sagði. — Hannes minn, það er eins og þú þekkir þína. Þegar búið var á katlinum tók sá sem þótti sopinn góður teblöðin og saug þau. Á „Fjöru-I»ór" Árið 1930 var Hannes ráðinn 1. stýrimaður á varðskipið Þór, en það skip gekk undir nafninu „Fjöru-Þór“. Þar með hófst starf hans á varðskipunum sem lauk 1958 er hann varð að fara í land vegna heilsubrests. Ástæðan fyrir því að Hannes var ráðinn 1. stýrimaður var ákvörðun þá- verandi dómsmálaráðherra, Jón- asar frá Hriflu, um að sá sem ráðinn yrði 1. stýrimaður á Þór yrði að hafa reynslu í meðferð trolls og síldarnótar. Á þessum tíma var Landhelgisgæzlan í mikilli fjárþröng og var því varðskipunum lagt til skiptis, en Þór átti að stunda tog- og síld- veiðar jafnhliða Landhelgis- VÍKINGUR gæzlu, en aflann átti svo að selja til að afla fjár fyrir gæzluna. Hannes var síðan stýrimaður og skipstjóri á ýmsum leigubátum sem voru við gæzlustörf, en á þessum tíma var mikið um það að Landhelgisgæzlan tæki á leigu fiskibáta til gæzlustarfa. Meðal þeirra leigubáta sem Hannes var á við gæzlustörf koma fram nöfn eins og Snarfari, Vífill, Freyja, Dux og Víkingur svo nokkur nöfn séu nefnd. Á þessum tíma varð áhöfnin á leigubátunum að skaffa sér sjálf fæðið um borð og var svo um talað að hún drægi sér fisk og seldi fyrir fæðiskostn- aðinum. Það má einnig segja svo að varðskipsmenn á þessum bát- um hafi verið hálfgerðir útilegu- menn, því úthald þeirra að heim- an gat verið frá haustmánuði og fram yfir jól. „Fjöru-I»ór" n leigu Árið 1941 tók Hannes ásamt fleirum „Fjöru-Þór“ á leigu. Keyptu þeir fisk í hann hér heima og sigldu með fiskinn til Englands þar sem þeir fengu gott verð fyrir fiskinn. Þeir höfðu skipið á leigu í 5 túra, en þá fékk Reykjavíkurbær skipið á leigu til að fiska fyrir bæinn og var sagt að það væri gert til að lækka verðið á fiskinum til reyk- vískra neytenda. Það var árið 1941 er Hannes var á Þór að þeir lágu við bryggju á Akureyri. Hannes og einn skipsfélagi hans höfðu gengið upp að kaupfélaginu þar sem þeir staðnæmdust. Þeim var litið niður á bryggju og sjá þá hvar drengur hjólar niður bryggjuna en skyndilega steypist liann á hjólinu út í sjó. Þeir fé- lagar taka þegar á sprett niður á bryggju og þegar þeir koma þar að sem drengurinn hafði farið í sjóinn þeytir Hannes af sér ein- kennishúfunni og stingur sér í sjóinn á eftir drengnum. Honum tekst fljótlega að ná drengnum, sem var 10—11 ára, og synda með hann að bryggjunni þar sem félagi hans hjálpaði honum með drenginn upp á bryggjuna. Hannes bað félaga sinn að fara með drenginn heim til sín, en sjálfur fór hann um borð til að hafa fataskipti. En hvernig sem það nú æxlaðist þá var félaga hans þökkuð björgunin. Ski|i iig bálar Þeir eru orðnir margir bátarn- ir sem Hannes hefur verið með í að aðstoða við að komast til hafnar í misjöfnum veðrum. Og stundum munaði mjóu á þessum litlu varðbátum þegar hann var að kasta kastlínu á milli skipa í stormi og stórsjó. Það var eitt sinn þegar Hannes var skipstjóri á Sæbjörgu að þeir fóru til að- stoðar vélbiluðum báti frá Akra- nesi í austan roki. Allt gekk vel en það var ófært með bátinn til Akraness svo hann var dreginn inn til Reykjavíkur. Þegar þeir voru búnir að binda við bryggju kom skipstjóri bátsins um borð til að þakka fyrir aðstoðina og sagði að það hefði glatt sig mikið þegar hann gat látið vita að bát- urinn væri kominn aftan í Sæ- björgu, sérstaklega vegna þess að konan hans lægi á sæng og hefði ábyggilega heyrt það. Nú þegar jólin nálgast minnist Hannes margrar ánægjulegrar jólastundar úti á sjó þegar jóla- pakkarnir frá hinu ágæta kven- félagi Hrönn voru afhentir. Þess- ir jólapakkar glöddu menn og sérstakur eftirvæntingarsvipur skein út úr andliti allra af til- hlökkun við að vita hvað væri í jólapakkanum. Þegar Hannes hætti á sjónum var hann skipherra á Maríu Júlíu. Það var árið 1958, en hann var áfram í þjónustu Landhelg- isgæzlunnar fram í maímánuð 1959. Árið 1967 gerðist Hannes þingvörður Alþingis í Þórshamri þar sem hann er enn. Ég vil að lokum þessarar greinar um hina öldnu kempu, Hannes Friðsteinsson, óska hon- um og f j ölskyldu hans gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. I Helgi Hallvarðsson 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.