Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Side 14
INGÓLFS APÓTEK
Selur
lyfjaskrín, tyrir farþegaskip,
vinnustaði, ferðabíla og
heimili.
INGÓLFS APÓTEK
Aðalstraeti 4 (Fischersundi).
Slmar: 11330 og 24418.
ÚTGERÐARMENN!
Vér erum umboðsmenn fyrir
þýzku Dieselverksmiðjuna
KLÖCKNER-HUMBOLT-
DEUTZ,
stærstu Dieselverksmiðju í
heimi, hin elzta og reyndasta
í sinni grein.
Margra ára reynsla hér á
landi.
HAMAR HF.
Símar: 22123 - 22125
Hann var alinn upp við sjó,
ungan dreymdi um skip og sió,
stundaöi alla ævi sjó,
aldurhniginn fórst I sjó.
í KJÖLFAR
KÓLUMBUSAR
Ferð norsks skipstjóra
á „víkingaskipi44 yfir Atlantsliafið
vakti heimsathygli
Veturinn 1929—1930 sigldi
norski skipstjórinn Gerhard Folg-
erö skútu sinni um Atlantshaf
eftir þeim slóðum, sem ætla má
að Kristófer Kólumbus hafi farið
cr hann rakst á Ameríku, Vestur-
indíslcu eyjarnar, 1492. — Skip
Folgerös var byggt mjög líkt Vík-
ingaskipi, þaö er að segja stærð
og lögun var nær hin sama og á
Gokstað-skipinu svonefnda. Þessi
sigling vakti furðu litla athygli
austan hafs, og er þó afrek í
m\eira lagi. Aö vísu var þetta
feröalag að nokkru í auglýsinga-
skyni farið, eins og fram kemur
hér á eftir, enda voru fræðimenn
þögulir um málið. Einn þeirra
sagði meira að segja í riti um
víkingaski.p, er út kom 1942 að
aldrei yrði aftur farið svipuð för
og Magnús Andersen fór, með
eftirlíkingu Gokstaðsskipsins til
Ameríku 1893, rétt eins og þessi
ágæti maður hafi ekkert vitað um
siglingu Folgerös. Grein sú er hér
fer á eftir, er byggð á dagbókum
Folgerös skipstjóra á ferðalag-
inu, en er hér mikið dregin sam-
an.
Haustið 1928 var Gerhard Folg-
erö, skipstjóri, aftur heima í Nor-
egi, eftir að hafa siglt hinum 86
feta báti, Leifi Eiríkssyni, til Am-
eríku. Þá för fór hann til þess að
sanna, að norrænir menn hefðu
vel getað siglt til Vínlands á skip-
um), sem voru allmiklu stærri.
Skoðanir hans höfðu unnið sér
fylgi, eftir að þriggja manna
áhöfn hafði siglt bátnum við erf-
iðar aðstæður og hrakviðri vestur
um haf, og sérstaklega höfðu þeir
verið hylltir í Ameríku. Heima
fyrir var þó ekki haft neitt hátt
um þetta, og hlutu sjómennirnir
heldur litla frægð fyrir. Það var
ekki litið á þessa för sem neitt
afrek, sem hún þó sannarlega var.
En þeir kunnu þá heldur betur
að sýna sjómönnunum sóma í
Ameríku, þessum þrem mönnum,
sem höfðu drýgt allóvenjulegt af-
rek. Borgin Duluth (við Superior-
vatn í Minnesotafylki) keypti
skeiðina, og þar stendur báturinn
nú í Leifs Eiríkssonar garðinum
og nýtur vinsælda hjá ferðamönn-
og garðgestum.
IIAII í.vrirlestra í USA
Meðan Folgerö skipstjóri dvaldi
i Bandaríkjunum var honurn boð-
ið að halda fyrirlestra, þar á með-
al í katólska félaginu „Riddarar
Kólumbusar". Nafn félagsins
bendir blátt áfram til þess, að
menn ættu ekki að ganga eins
nálægt heiðri Kólumbusar og
Folgerö skipstjóri hafði gert. Þó
varð að játa að víkingarnir hefðu
getað siglt skipum sínum yfir
hafið. Þar sem Folgerö skipstjóri
og menn hans höfðu gert þetta, þá
varð að beygja sig fyrir stað-
reyndum. Því var þó haldið fram,
að með þeirri gerð skipa, sem
VlKINGUR
14