Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 17
ekki á því að gefast upp, og taldi Folgerö á að hitta sig á Norway House, (norsk stórbygging í Mið- London). Og þar með var fjand- inn laus, og skipstjórinn á Roald. Amundsen hafði kallað yfir sig hamagang eins og allir hafsins stormar væru lausir. Faðir döm- unnar komst á snoðir um hvað til stæði, og veifaði stafnum bálreið- ur og blásandi í skeggið. Hér skyldi svei mér verða tekið til höndum og gert hreint. Þar næst snéri karl sér til Scotland Yard, og næsta mjorgun gengu tveir lög- reglumenn um borð í Roald Am- undsen. — Folgerö skipstjóri, við höfum skipun um að taka yður fastan. Nú var röðin komið að Folgerö að fnæsa, og hann bað tvímenningana um að fara norð- ur og niður, og ef þeir færu ekki af fúsum vilja í land, þá skyldi hann hjálpa þeim. Lögreglumenn- irnir, sem héldu sig finna þef af hvítri þrælasölu, urðu hógværari, og þegar Folgerö sýndi þeim bréfahlaðann, sem hafði borizt honum frá kvenfólki hvaðanæva úr Englandi, þá hristu þeir höf- uðin og hurfu þegjandi. Síðan fékk Folgerö afsökunarbréf, bæði frá lögreglunni og föður stúlk- unnar. IlaliliA fi'á I.oimIoii Frá London hélt Roald Amund- sen um Ermarsund, fór upp Signufljót til Rúðuborgar og Par- ísar, þaðan eftir skipaskurðum suður til Marseille, um Miðj arðar- haf, fyrst til Barcelona á Spáni, þar sem skipverjar héldu jólin, suður til Valencia, og komu þar á gamlárskvöld. Enn var haldið suður á bóginn, en Roald Amund- sen hreppti óveður á þessum kafla leiðarinnar, og varð m. a. að leita neyðarhafnar við Marokkóstrend- ur. Eftir heilan mánuð komust þeir til Sevilla, en þar átti hin eiginlega sigling í kjölfar Kólum- busar að hefjast. T Sevilla fengu þeir á Roald Amundsen skínandi góðar viðtökur, og snekkjunni var ætlað að liggja gegnt skipi Kol- umþusar, Santa María. Einkenni- VÍKINGUR legt að þau skyldu hittast þarna, hið heimsfræga spánska seglskip og norska víkingaskipið. Margar veizlur voru áhöfninni haldnar, bæði í landi og um borð í Santa Maria. Annars átti Folgerö í fjár- hagsörðugleikum, og í Sevilla af- skráðu tveir af áhöfninni, og þá var kassinn tómur. Folgerö greip til þess sem þrautaráðs að senda Mowinckel forsætisráðherra Nor- egs símskeyti, og svarið kom um hæl: Bjargið ykkur sjálfir. En Möller konsúll í Barcelona, sem hafði reynzt þeim hinn mesti bjargvættur, kom enn til skjal- anna, og leystust þessi vandræði þar með. Rétt áður en þeir ætluðu að leggja út, var þeim boðið að koma til bæjarins Palos og Rabida- klaustursins. Þegar þeir fóru úr Sevillahöfn, kvaddi Santa Maria þá með hinu gamla flaggi Kolum- busar, og allir foringjar skipsins stóðu í réttstöðu á þiljum í heið- ursskyni við víkingaskútuna, sem skreið frami hjá, sjó- og veður- barin, undir rauð- og hvítstöfuðu segli. í dögun kornu þeir í höfn og lögðu að hafnarbakka klausturs- ins. Síðan biðu þeir þess, sem við tæki, og þegar á leið morgun komu munkarnir í skrúðgöngu niður að skipi. Það hlýtur að hafa verið kynlegt að sjá þessa grá- höttuðu kuflunga ganga hljóðlega um þiljur Roald Amundsen. Itli'NSiirtur í Écrrtin.i Ábótinn gekk á skutpall og hélt þaðan ræðu fyrir hinum norrænu mönnum, sem ætluðu að sigla sömu leið og landi þeirra Kristo- fer Kolumbus hafði farið fyrir 464 árum. Folgerö var síðan boðið til klaustursins og snæddi með munkunum. Þar eftir var gengið til herbergis Kolumbusar, sem nú var safn. Formaður félagsins „Riddarar Kolumbusar", sem starfar um heim allan, félagsins, sem að vissu leyti hafði komið hugmyndinni um þessa för af stað hjá Folgerö, var líka við- staddur. Og hér var það, sem Folgerö upplifði það, að sama félagið, sem hafði tekið honum og kenningum hans í sambandi ferð Leifs Eiríkssonar, illa, gerði hann nú að heiðursfélaga og sæmdi hann heiðursmerkjum. Aftur voru segl dregin upp og siglt frá klaustrinu til Palos, sem er nokkrum kílómetrum ofar við fljótið. Fyrst kom athöfn, þar sem Folgerö var blessaður með vígðu vatni, sem sótt var í sama brunn- inn, og vatn hafði verið sótt í þegar Kolumbus lagði af stað í för sína 1492, og hélt á gersam- lega ókunnar slóðir. Þetta var afar hátíðleg „seremonía", og næstum meira en góðu höfi gegndi fyrir norska strokustrák- inn, ævintýramanninn og skip- stjórann Gerhard Folgerö. Það var þó ekki allt búið með þessu. Nú hófst aðalhátiðin, og Folgerö, sem reyndi að færast undan, var dreginn til ráðhúss bæjarins til þess að vera gerður heiðursborgari Palos. Það var dasaður skipstjóri, sem kom um borð um tíu leytið um kvöldið, og gaf skipun um að ekki yrði lagt af stað fyrr en klukkan 10 næsta morgun. Á slaginu klukkan 10 kom sendinefnd um borð með morgunverð, og um leið gullu 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.