Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Side 20
Kurt Larsen
LUKKURIDDARINN
SMÁSAGA
„Hvort ég þekki spæjarann",
sagði Lukkuriddarinn og strauk
léttri hendi yfir umhyggjusam-
lega greiðsluna. Hárið lá í breið-
um sveipum niður yfir ennið.
„Hvort ég þekki langa Meier?
Hann hefur hirt mig þrisvar
sinnum“.
Síðast, það var daginn áður en
ég varð tuttugu og fjögurra ára,
ég var rétt kominn á fætur og
gekk niður götuna, og hafði
hvorki fengið vott né þurrt. Þá sá
ég svo sem þann langa standa inn
í porti, og um leið birtist götulögg-
an. „Hvort ég vildi ekki verða
samferða því að það væri maður,
sem þættist eiga erindi ið mig“.
Nú er ég ekki einn af þeim, sem er
með leikaraskap við lögregluna
eins og bróðir minn, því að hann
vill helzt koma öllum stelpunum
í hverfinu út í götudyrnar, áður
en hann lætur undan, og þá verð-
ur að binda hann rækilega þegar
mest gengur á, en ég sagði við
götulögguna: „Við skulum lofa
Meier með, svo okkur leiðist ekki.
seyði fyrst þér hirðið svona feitan
bita fyrir allar aldir“ — ég þekki
hann vel, piltinn, hann hefur að
mestu leyti verið að þvælast á göt-
unni undanfarin tvö ár.
Svo fórum við niður á stöð og
þá segir Meier við mig. „Nú verð-
ið þér að gefa almennilega skýrslu
í dag, Charles Jensen“. „Já“, segi
ég, „það er að segja fyrst verð ég
að fá einhvern morgunmat".
„Já, guð hjálpi mér, það vant-
aði nú bara; hvort ég hefði ekki
fengið neitt að borða?“
„Nei, ég hef alls ekkert fengið“.
„Hvað ég helst vildi?“
„Nú tvær vænar rúgbrauðs-
sneiðar vel smurðar, hálfan pela
og stórt ölglas; ég væri ekki með
neina ósanngirni“.
„Það skyldi strax koma“.
Ég át og drakk; þá kom Meier
aftur: „Jæja, verði yður að góðu,
Jensen.
„Þakka yður fyrir, Meier“.
„Látið okkur nú í té reglulega
skilmerkilega skýrslu um þjófn-
aðinn!“
„Já, en ég gæti vel fyrst þegið
kaffitár eftir matinn".
Nei, nú var honum nóg boðið, ég
ætti nú að geta gefið þokkalega
skýrslu eftir það sem ég hafði
þegar fengið.
„Já, en hún verður greinilegri
eftir einn fant af kaffi“.
Þeir lufsuðust seint og um síðir
með kaffið.
„Þá er bezt að taka þjófnaðinn
fyrir“, sagði Meier þegar ég hafði
lokið við kaffið.
„Þjófnað! Ég veit ekkert um
þess háttar“.
„Nú, við höfum nú ekki setið
hérna og troðið yður út af mat
og drykk til að hlusta á svona
kjaftæði. Ég get hreint ekki áttað
mig á, hvernig þér leyfið yður að
bera svona lagað á borð fyrir
okkur; það getið þér ekki einu
sinni látið eftir yður við fyrstu
yfirheyrslu. Þér getið ekki verið
þekktur fyrir, Jensen, að bjóða
dómaranum upp á þetta“.
„Jú, það er nú mál á milli dóm-
arans og mín, Meier“.
Svo þvöðruðum við dálítið um
þetta aftur og fram, því að ég
hef nú þekkt Meier vel sæmilega
lengi, og ég hélt áfram að rugla
algera ráðleysu, því að þá vissi
ég, að hann mundi gefa mér einn
á kjammann.
„Nei, hættu nú, fjandinn hirði
mig, þú ert ekki maður til að
standa í svona löguðu, góði minn,
og nú er öllu lokið milli okkar
tveggja; það þýðir ekki lengur að
tala um skýrslu handa þér, má ég
þá heldur biðja um einhvern ann-
an!“
Ég hefði ekki átt að þúa hann.
„Svo — þú þykist víst kunna
eins vel til verka og ég; þú situr
nú ekki á neinum kontór og skrif-
ar, þótt þú getir eyðilagt skýrslu,
sein við leggjum fyrir þig“.
Hann varð að fara, hvort sem
honum líkaði betur eða verr, ég
var svo grjótharður að það togað-
ist ekki orð upp úr mér. Þá sóttu
þeir Nielsen fagi'a: „Góðan dag-
inn, Charles Jensen, við skulum
segja fimmtíu krónur fyrir rétta
skýrslu án nokkurrar lygi“.
„Já, fimmtíu krónur, þær geta
svo sem komið sér vel; maður veit
vel, að fyrir þjófnaðarskýrslu fær
lögregluþjónninn tvöhundruð
krónur, og þá getur sá, sem tek-
inn er fastur gjarna fengið fimm-
tíu; en fimmtíu krónur kalla ég
ekki neitt til að leggja mikið á
sig fyrir“.
Jæja, en fimmtíu krónur hafði
maður oft og mörgum sinnum
þurft að ganga þung spor fyrir.
„Já, en þeirra þarf ég ekki með,
guði sé lof, ekki þegar ég er utan
dyra, og það verð ég brátt aftur
með guðs hjálp“.
Þá gat hann ekki skilið, fyrst
ég þénaði svona vel, hvers vegna
VlKINGUR
20