Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 21
ég hefði verið að stela hundrað krónum. „Já, en það hef ég heldur ekki gert, stelpan gaf mér þessar hundrað krónur — og meira til“. „Nei, þetta dugar ekki. Þér vor- uð ekki kærastinn hennar". „Nú, þér vitið það, Nielsen, já það getur vel verið. . “ . Það kom ekkert út úr þessu, ég sagði ekki meira en ég kærði mig um. Daginn eftir, þegar ég var fluttur upp til aðalyfirheyrslu, mætti ég yfirlögregluþjóninum frá fyrri réttarhöldum og hann sagði: „Jæja, Lukkuriddari, nú voruð þér farinn að sakna okkar! Hvað er um að vera að þessu sinni?“ „Nú, það er auðvitað flækingur, og svo er dálítið annað; Nielsen vill endilega láta það heita þjófn- að, við sjáum nú til hvað setur, maður veit aldrei hvað verður fyrr en maður stendur fyrir dóm- aranum“. „Nei, það er nokkuð til í því“, sagði hann. Ég var við níundu yfirheyrslu í þetta skipti fyrir framan splunkunýjan dómara, sem ég hafði aldrei séð áður; það var reglulega snotur maður með liðað hár. „Jæja, Lukkuriddari“, byrjaði hann alveg svona. „Já, afsakið, herra dómari en ég heiti Charles Laurids Jensen. „0, verið ekki að skammast yð- ar fyrir nafnið yðar; yður þykir nú svo gaman að dansa við ungu stúlkumar". „Já, það fer nú eftir því hvað dettur upp í fangið á manni herra dómari, kannski einhverjar, sem eru léttari á fæti en aðrar“. „Nú, og þér eruð tuttugu og fjögurra ára. Það er Ijómandi aldur“ „Já, guði sé lof, þegar annars ekkert amar að. er það víst bezti tíminn, sem maður lifir“. „Já, og líka til að vinna“, sagði hann. „Já, herra dómari, ég vinn líka mikið“. „Já, já, en það er víst við að lenda í tugthúsinu". VlKINGUR „Nei þar held ég mig utan dyra eins lengi og ég get, en ég vinn tilfallandi vinnu, hvað sem fyrir kemur. Það getur verið á eyrinni, og ég er heldur ekkert banginn við, að taka til liendi á torginu, þegar knífir. Nú þyrfti ég helzt að komast í dálítið góða vinnu, því að það fer nú að líða að jólum, og fólk þarf þá gjarna að hafa flesk og aðrar kjötvörur á heimilinu“. „Þá finnst mér, að þér ættuð að flýta yður að losna aftur, svo að þér komizt í einhverja þén- ustu“. „Já, auðvitað, með fullri virð- ingu, herra dómari, en það fer ágætlega um mig þar sem ég er, ég fæ fleskið fært inn um dyrn- ar“. Við það þagnaði hann, en svo sagði hann, að hann hefði heyrt frá öðrum dómsmálum, að ég væri ekki einn af þeim, sem væri gef- inn fyrir að draga málin svo á langinn, og ég vissi víst vel, að það gætu orðið nokkrir mánuðir. „Já, og hálft ár, herra dómari, og þá kannski allt í vitleysu, en þá verð ég að sætta mig við ill örlög, en það mun rétt vera, að síðasta skiptið vildi ég gjarna ljúka málinu í skyndi, en nú hef ég svo hreina samvizku, og þá er mikið hægt á sig að leggja“. Dómarinn fór að rugga sér á stólnum: „Það er leiðinlegt, Jensen, að þér skuluð láta svona, svo að ég verði að baka mér alla þá fyrir- höfn að útvega sannanir gegn yð- ur, því að það er mér í lófa lagið“. „Já, herra dómari, ég er ekkert gefinn fyrir að valda dómurunum óþægindum, en því er nú verr og miður, að ég verð að halda fast við það sem ég hef sagt. Að við- urkenna eitthvað, sem ég hef ekki gert, á ég ómögulegt með. Það er ekki virði þessara tveggja daga upp á vatn og brauð, herra dóm- ari. . . “ „Nú, ekki það. Jæja, jæja, þér getið að minnsta kosti verið alveg vissir um, að þér verðið dæmdir, hvort sem þér viðurkennið eða ekki“. „Já en afsakið full. . ., herra dómari, en það er nú það góða við það“. Þá var ég færður út. Nú var það stelputæfa, sem hét Valborg, og hún hafði komið öll- um þessum leiðindum af stað. Ég hafði kynnzt henni á búllu í Vegamótagötu og við höfðum verið saman í þrjá-fjóra daga og á nóttunni var hún heima hjá mér. Hún þekkti aðra skjátu, sem heitir Oda, — þær eru svona skvísur, sem hafa fyrir atvinnu að plokka náungann — við sátum svona öll þrjú á einni búllunni, og þá kom trésmíðanemi, sem hafði fengið útborgað og hann var á fylliríi og seðlarnir stóðu út úr veskinu. Grissurnar læstu í hann klónum, og hann vildi ekki hafa mig með, svo að þær fóru einar með honum út á Skógarstað. Þar völsuðu þau um og inn til bæjar- ins aftur og í dýragarðinn og Vaxmyndasafnið, og þau sáu feitu stúlkuna og ég veit ekki hvað og hvað þær höfðu ekki eytt pen- ingum mannsins í. Svo hitti ég þær tveimur dögum seinna um 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.