Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Side 24
Gunnar Magnússon fró Reynisdal: Upphaf nýrrar húsagerðar í Vík í Mýrdal dómari, þá veit ég- vel af hverju allt þetta kjaftæði stafar, og það er af því, að ég er kominn í góðan vinskap við litla stúlku, sem ég þekkti áður og heitir Meta. Og það var einmitt kvöldið eftir, að Siðferðisnefndin tók Valborgu, og það hefur hlaupið hland fyrir brjóstið á henni úti í Þrælkun- inni, því að þar fá þær fréttir um allt, sem gerist í allri Kaupmanna- höfn. En ef henni er einhver huggun í þessu vatni og brauði, sem ég fæ, þá gerir það mér ekki neitt. Og það er að minnsta kosti gott, að ég stend þar sem ég stend, og ég fer ekki alveg í Húsið í þetta skipti; því að þetta hefði verið heldur ómerkilegt til af- spurnar. Það hefði helzt þurft að vera eitthvað m(eira“. Lukkuriddarinn gerði smá hlé á frásögn sinni: ,,Það varð sex sinnum fimm að þessu sinni“, sagði hann svo, ,,og síðan hef ég haldið mig fyrir utan. Nú skipti ég mér heldur ekki lengur af lauslátum konum eins og Valborgu og hennar líkum; litla kæra Meta mín kemlur hvern dag á ákveðnum tíma til mín upp í Gothersgötu í litlu íbúðina mína og leggur peningana beint fyrir framan mig á borðið. Og vinnuna, sem hann vildi koma mér í, dóm- arinn, hef ég sem betur fer ekki verið neyddur til að útvega mér. — Það sagði ég líka við þá þarna uppi í réttinum, að vinnan, herra dómari, hún væri að öllu leyti mikil bölvun. Það höfum við að minnsta kosti lært hjá kennaran- umj í skólanum".------ Þýtt. Höfðabakki í Vík í Mýrdal. Nú gistihús, sem rekið er að kaupfélaginu. í jólablað „Víkings“ 1972 rit- aði óg grein um forna húsagerð í Skaftafellsþingi hinu vestra. En nú langar mig að geta að nokkru um upphaf nýrrar húsagerðar í Mýrdalnum, sem hófst fljótlega eftir að verzlun komst á í Vík á árunum á milli 1880 og 1890. Það ræður að líkum, að það hafi þótt ólíkt heppilegra þá er hús skyldi reisa, að geta tekið út úr verzlun allt það efni, er þurfti til að fullgera það, allt tilsniðið í vissar stærðir og lengdir, í stað þess að verða að vinna rekavið í planka og borð eins og áður tíðk- aðist. Og bárujárnið kom að sínu gagni í stað grjóthellunnar á þökum og hlaðinna veggja. Nýja húsagerðin á íbúðarhúsum hófst með byggð í Vík. Byggð úr 1 iinliri og járnvarin Öll þau hús, sem þar risu í kauptúninu voru fyrst framan af byggð úr timbri og járnvarin. J. P.T. Bryde kaupmaður, sem setti á stofn verzlun í Vík um 1890, byggði verzlunarhús sín úr timbri. Var það valinn viður, og stendur verzlunarhús Bryde enn, og er sölubúð Kaupfélags Skaft- fellinga í Vík. Ibúð hefir alltaf verið í húsinu, og er búið að margbreyta því með innrétting- um, en sem heild er húsið í upp- runalegu formi hvað ytra útlit áhrærir. Eftir að þetta verzlun- arhús reis, og verzlun hófst í Vík tók kauptúnið að myndast. Erlendur Björnsson smiður byggði sér lítið timburhús 1896 skammt fyrir vestan Brydebúð, stendur það hús enn, og er elzt af íbúðarhúsum þeirra Víkur- búa. Erlendur byggði sér og syni sínum, Einari, annað hús um 1920, er það uppi á bökkum, og var á sínuni tíma eitt veglegasta hús í Víkurkauptúni; heitir það Grund. í Suður-Vík byggði Hall- dór Jónsson bóndi og kaupmaður stórt og vandað timburliús, mun það hafa verið fyrir aldamót. Smiður að því húsi var Sveinn Ólafsson, síðar bóndi í Suður- Hvammi. Sveinn var talinn með beztu smiðum á sínum tíma og var allt í augum uppi. Risu svo húsin með tíð og tíma í Vík eftir því sem fjölgaði í þorpinu. Það er eftirtektarvert, að öll elztu húsin í Vík eru byggð úr timbri, járnvarin. Steinsteyp- an þar hófst með byggingu Vík- urskóla 1910, en þeir voru fáir sem lögðu í að steypa hús sín lengi vel; nóg er þó af steypu- efninu á staðnum. Það hefur sennilega verið vantrú, og skort- ur á kunnáttu sem úrslitum réði í því efni. Eg hygg, að þeir Jón Olafsson kennari og Magnús Einarsson póstur hafi verið fyrstir manna í Vík sem byggðu íbúðarhús sín úr steinsteypu. Úti í sveitinni fóru menn að byggja með nýju sniði fljótlega uppúr aidamótum. Fyrsta stein- steypuhúsið byggði faðir minn, Magnús Finnbogason í Reynis- dal, á árunum 1901—02. Fyrsla sli-iufiúsii) Var það jafnframt fyrsta steinsteypuhús í sýslunni, og með þeim fyrstu á landinu. Húsið í Reynisdal var hlaðið úr steyptum steinum, eftir fyrirsögn Jóns Þorlákssonar verkfræðings sem teiknaði það, og gaf allar for- múlur hvað steypuna áhrærði. Erfiðleikar margvíslegir voru við það verk, öngvir vegir, né flutn- VÍKINGUE 24

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.