Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Blaðsíða 25
Vestasti hluti Víkur kauptúns. Flest elztu húsin eru í þessum hluta bæjarins. ingatæki, annað en hesturinn og klifberinn, og svo vantrúin, hjá þeim sem leitað var aðstoðar hjá. Jón Jónsson, bóndi á Giljum, byggði sér stórt og vandað timb- urhús laust eftir aldamótin. Hús það var um langa hríð til fyrir- myndar öðrum er vildu húsa vel hjá sér, er það hús enn í fullu gildi og búið í því. Reyniskirkja var endurbyggð á árunum 1894—96, var hún byggð úr timbri á hlöðnum mó- grjótsgrunni. Samtímis efni í Reyniskirkju fengu þeir efni í timburhús á jörðum sínum, þeir Einar Finn- bogason í Þórisholti, og Einar Brandsson á Reyni. Voru hús þessi stór og vel viðuð á sínum tíma; veitti ekki af húsplássinu, því þeir nafnar voru með stórar fjölskyldur, enda fyrirmenn báð- ir í héraði. Það var svo með húsagerðina, að það var eins og menn ættu erfitt með að yfirgefa grjótið; ýmsir hlóðu kjallara undir húsin úr mógrjóti og voru það víða all- góðar geymslur og juku húspláss- ið sem alltaf var af vanefnum gert. Þessi timburhús, sem byggð voru fyrst í Mýrdal, voru með ýmsu sniði; sumir byggðu lang- hús með hlöðnum veggjum á þrjá vegu, en framhliðin var þá úr timbri járnvarin; aðrir reistu hús sín þéttstandandi og þá að mestu leyti laus við áhrif frá fcrnum stíl. Grindin var venjulega úr batt- ingum, en að utan var klætt með borðvið, og þeir er bezt vönduðu klæddu með tjörupappa á borð- VÍKINGUR viðinn. Frágangur á þaki var með svipuðu sniði; klætt með borðum og pappa, en þó voru sumir sem höfðu aðeins langbönd undir þakjárnið. Að innan var svo klætt með panel; annað efni þekktist ekki þá. Herbergjaskipun var all- breytileg. Víða héldu menn í gamla horfið; þiljuðu baðstofur, sem svo voru nefndar, en ýmsir höfðu stofukrók þar sem hægt var að bjóða inn gestum. Það fyrirbæri var þekkt úr gamla byggingarstílnum. Þá var það og allvíða, að hjónaherbergi voru afþiljuð, en annað heimilisfólk hélt til í almenningi; baðstofu. iHíiskiilili á velrum — •‘iigin u|igilii(un Þessi hús voru víðast hvar ó- upphituð, og köld á vetrum. Allt- af var þó einhver hiti frá elda- vélum sem voru nú komnar til sögu og ef að eldhúsið var sér- herbergi á hæð, þá dreifðist al'taf nokkur hiti um húsin. Þessi nýju hús hafa því verið miklu kaldari en gömlu fjósbað- stofurnar, en allur þrifnaður stórum til bóta. Þarna í Mýr- dalnum helzt þessi húsagerð við líði að miklu leyti, allt þar til að lögin um Byggingar- og land- námssjóð komu til framkvæmda; þá fór að verða breyting á húsa- gerðinni. Steinsteypan varð þá meira ráðandi og ýmis atriði sem viðkonm húsagerðinni taktfast- ari og að því er virtist sér- hæfðari. Það má telj a víst, að ef verzlun hefði ekki risið upp í Vík á þeim tíma sem varð, hefði fólkið búið við kyrrstöðu og hin forna húsa- gerð verið miklu lengur við líði en raun varð á. Það fer nú að verða breyting á víða með gömlu húsin í Mýrdalnum, sem byggð voru uppúr aldamótum, og laust eftir þau. Þar sem ekki er þegar búið að breyta um og byggja nýtt, líður að því að hið eldra hverfi af sjónarsviðinu. En í Víkurkaup- túni standa gömlu húsin fyrir sínu; þeim er vel við haldið og munu án efa gera sitt gagn um langa hríð. Á síðastliðnu sumri ferðaðist ég um alla Vestur-Skaftafells- sýslu, og tók myndir af ýmsum gömlum húsum, og nú læt ég sumt af þeim „Víkingnum" í té í trausti þess, að einhverjir kunni að meta það sem einu sinni var vel gert. Gamla Brydeshúsið. Nú sölubúð lsaup- félagsins. Suður-Vík. Húsið var gyggt laust fyrir aldamótin og mun hafa þótt reisulegt í sinni tíð og sómir sér vek Fyrsta íveruhúsið, sem Erlendur Björns- son byggði í Vík árið 1898. Grund. Hús Ingimars Erlendssonar. 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.