Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Page 31
flutninga og aðdrátta út í eyjarn- ar. Þeir komu í stað klyfjahest- anna og vagnkláranna annars staðar og var ekki ótítt, að í hverri byggðri eyju væru tveir bátar eða jafnvel þrír af mis- munandi stærðum. En breið- firzka bátalagið var að mestu sama um allan flóann, hringlot- aðir bátar og náði stefnið langt inn að neðan. Þar hélzt líka gamla siglingin, þverseglið, lengst hér á landi, fram á 4. tug aldarinnar, en það var í megin- atriðum hið sama og víkingaskip- in höfðu og reyndar sami segla- búnaður og í upphafi siglinga á Norðurlöndum. Enn eru til tveir bátar með gamla laginu, sem tíðkaðist við Djúp á síðustu öld. Þeir eru Breiður í Vigur, sem smíðaður var fyrir rúmum 100 árum og enn er notaður, og Þorskur, sem upphaflega var í Vatnsfirði en síðast lengi í Æðey. Hann mun nú um 100 ára og var síðast not- aður 1970, en Þjóðminjasafnið hefur nú eignazt hann. — Af Vestfjörðum er einnig báturinn l'ngjaldur, „landhelgisbáturinn" svonefndi, nánast með breið- firzku lagi og á sér viðburðaríka sögu, sem oft hefur verið rifjuð upp í seinni tíð. Honum er nú borgið til varðveizlu, svo sem kunnugt er. Af Ströndum er einn merkasti bátur landsins, hákarlaskipið Ófeigur, sem varðveittur er við byggðasafnið á Reykjum. Hann er hið eina af gömlu, opnu há- karlaskipunum, sem nú er til. Hann var smíðaður 1875, gríðar- stór áttæringur og feiknasterk- byggður og ber smíðalist þeirra Strandamanna gott vitni. Það mátti í rauninni litlu muna að Ófeigur bjargaðist. Safnið eign- aðist hann rétt fyrir stríð og þá var gert nokkuð við hann, en því var hætt í miðjum klíðum. Fún- aði hann og hrörnaði mjög er hann lá óhreyfður á hvolfi í ára- tugi við lendinguna í Ófeigsfirði og sést nú glöggt, að ekki eru margar upphaflegu spýturnar úr skipinu enn í því. VÍKINGUR Annan bát lítinn af Ströndum á safnið einnig, smíðaðan í Kolla- fjarðarnesi 1895 og er hann að því leyti sérstæður, að böndin eru negld við byrðinginn með trénöglum. Það er gamalt smíða- lag, sem þekkist meðal annars í víkingaskipunum norsku, en nú er aðeins til þessi eini bátur hér- lendis þannig búinn, og vissulega stóð tæpt að hann bjargaðist. Nú mun engin lengur til af selabyttunum norðlenzku, sem vöðuselurinn var skutlaður af, enda sú veiði aflögð fyrir löngu. En mörgum fleiri bátagerðum þarf að bjarga, svo sem færeysk- um bát og norskum, sem notaðir Iiafa verið hérlendis, en um skeið voru þessir bátar mjög útbreidd- ir hér á landi og ruddu sums staðar gömlu, íslenzku bátunum úr vegi. — En búið er að leggja drög fyrir varðveizlu slíkra báta og vantar nú aðeins herzlumun- inn að koma þeim í örugga geymslu. Þessum opnu fleytum fylgdi eðlilega farviður og veiðarfæri. Ekki er alltaf, að hinn eiginlegi farviður bátanna fylgi þeim nú, en reynt er þó að afla sams kon- ar ára eða seglabúnaðar. - Hins vegar er dálítið tilviljanakennt, hvað til er af gömlum veiðarfær- um í safninu. Handfæri eru ekki til sérlega gömul, en hampfæri með hálfás og heilás eru þar og nokkuð af gömlum vaðsteinum, sem hafa verið af sömu gerð um aldaraðir allt fram á 19. öld. Til Líkan af bramsegskonnortu eins og þeim, sem gengu hingað til lands á síðustu öld með vörur. Skrokkurinn er gamall, en reiði og seglabúnaður endur- nýjað nýlega fyrir Þjóðminjasafnið. er að þeir séu með ártölum, en hinir elztu í safninu munu frá landnámsöld. Hákarlaveiðarfæri eru að mestu leyti til heil, sóknir nokkr- ar og einn sóknarbálkur, en eng- inn vaður. Lagvaðir eru til tveir, annar keflavaður, báðir af Aust- fjörðum, en hvorugur víst veru- lega gamall. Fuglaveiðitæki eru fáein til, þrír Drangeyjarflekar (ein nið- urstaða) með snörum, sem fugl- inn festist í, og snagstangir frá Látrum, en sigatæki eru engin utan eftirlíkingar frá Grímsey. Þess verður glögglega vart þegar þessir hlutir eru skoðaðir í Þjóðminjasafninu, að margt vantar af þessu tagi, sem þar ætti að vera, og sum eintökin eru hvergi nærri nógu góð. Umfram allt vantar fjölbreytni og í raun- inni er svo óendanlega margt af smærri og stærri hlutum, sem hér ætti að vera til en vantar ein- hverra hluta vegna. Ekki sízt vantar myndir af bátum og skipshöfnum, veiðarfærum og veiðum, verbúðum, naustum, fiskverkun, fuglaveiðum, hag- nýtingu og vinnslu rekaviðar og mörgu öðru, sem í rauninni heyr- ir fortíðinni til. Skútuöldin markaði mikil tímamót. Þá tóku menn að sækja á stærri skipum á fjarlægari mið og sigla milli landa. I Þjóðminja- safninu er þó að kalla ekkert til af skútuminjum. Þó eru hér sýnd tvö, stór líkön af kútter og tví- sigldri skonnortu, og safnið á eitt minna líkan af bramsegls- skonnortu, en varla er svo mikið sem stýrishjól, áttaviti eða lant- erna til úr skútu, og myndir eru sárafáar. Hér þarf stórlega úr að bæta og er þó vandséð um að fá suma hluti. Ekki er ástandið betra þegar kemur að vélskipatímabilinu, tímabili mótorbátanna, línuveið- aranna, togaranna og farskip- anna. Hér liggur við að telja megi á fingrum annarrar handar þá gripi sem þessum tíma til- heyra og komnir eru í safnið. Líkön eru til af tveimur gömlum 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.