Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Side 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1974, Side 33
lögðu kapp á að hafa vandaða og skrautlega hluti í skipum af þessu tagi. Ég spurði sjálfan mig: Hvern- ig var umhorfs í Esjunni gömlu eða Súðinni, gamla Gullfossi eða Suðurlandinu ? Hvernig voru stjórntækin í brúnni á Goðafossi, Skallagrími, Júpíter gamla eða Jóni forseta? Hvernig litu þau út skipin Faxi og Reykjavíkin? Enn má ýmsu bjarga, sem fengur er að. Víða liggja enn hlutir og ýmsir eiga enn hluti, sem segja sína sögu og sem tengdir eru sjómennsku þess tíma. Og ég vil nú heita á sjó- menn, farmenn og útvegsmenn, sem vilja láta af hendi hluti eða geta vísað á hluti, sem sjóminja- safni væri akkur í að eignast, að gera'mér viðvart um það. Þjóð- minjasafnið mun fúslega veita viðtöku og taka að sér varðveizlu slíkra hluta þar til sjóminjasafn hefur risið, en þá munu þeir ganga þangað. Einkum ber hér að nefna veiðarfæri og veiðitæki hvers konar, bæði fyrir fisk, fugl, seli og jafnvel hvali (hvala- byssa er t. d. engin til), áhöld til báta- og skipasmíða, merka báta eða skip, sem hægt væri að varð- veita í heilu lagi eða einhverja hluta úr, líkön af skipum, stjórn- tæki stærri skipa, stýrishjól, vél- síma, áttavita, bjöllur og margt annað, gömul sjókort, skrínur og sjóklæði, skráningarbækur og skipsbækur, að ógleymdum teikn- ingum, Ijósmyndum og uppdrátt- um af skipum, bátum, fiskveið- um, áhöfnum, siglingum og frá sjómennsku yfirleitt. Sumt það, sem menn kunna að eiga í fórum sínum af þessu tagi, finnst þeim kannske lítils um vert, en aldrei er að vita, hvað safn kann helzt að vanta er til kemur. Fátt er svo lítilsvert, að það segi ekki sína sögu og skipi ekki sinn sess í safni. Þór Magnússon þjó ðminj av öröur & Margur maðurinn segir við sjálfan sig og jafnvel aðra: það kemur alðrei ueitt fyrir mig Þetta eru staðlausir stafir, því áföllin geta hent hvern sem er,hvar sein er. Það er raunsæi að tryggja. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGARf Pósthússtræti 9, sími 17700 SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Hátúni 4a (á horni Laugavegs og Nóa- túns) Afgreiðslutími kl. 12,30-18,00 föstudaga 12,30—19,00. Við bjóðum viðskiptavinum vorum upp á alla almenna þjónustu og næg bílastæði. Sfmar: 17674 og 16593 til lands og sjávar * éloðolan? Garðastræti 6 Sfmar: 15401 16341. YÍKINGUE 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.