Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Blaðsíða 9
nnivín
Viö fundum hann austur í
Lóni, i dýrlegu veöri, eins og er
búiö aö vera i allt sumar þarna
fyrir austan. Ekki kannski al-
veg allt, en næstum þvi. Hann
var viö sumarbústaðinn sinn í
skóginum, en var rétt aö rjúka
af stað i heimsókn í annan
bústaö og sagöi okkur aö
koma eftir tvo tíma. Þá kom
einn skýhnoðri upp á himininn
og þegar viö komum aftur eftir
tvo tíma var orðið alskýjaö. Örn
kom hálftima seinna. Þá voru
komnir dropar. Viö settumst
inn i bústaðinn til aö rabba
saman og þá skrúfaöi himna-
faöirinn frá. Eftir þaö flóðrigndi
fram á næsta morgun. Þá kom
sólin afturfram.
Uppivööslusamur
og óstýrilátur
Örn Þorbjörnsson er þrjátiu
og þriggja ára gamall, ekkert
sérstaklega stór, en stæltur
og hressilegur i framgöngu.
Lifskrafturinn nánast geislar
af honum, enda hefur hann
reynt sig viö ýmislegt, þótt
árin séu ekki ýkja mörg að
baki. Strax i æsku var hann
æði uppivöðslusamur og
óstýrilátur, og stundaöi ekki
skólann. Ástæöuna rekur
hann til veikinda i æsku.
„Maöur var eiginlega geröur
aö eiturlyfjaneytanda tveggja
ára gamall. Ég drakk geymis-
sýru þá og lá á sjúkrahúsi i
tvö ár og fékk þá alls konar
bólgur, lungnabólgu, heila-
himnubólgu og blöðrubólgu,
og ótal svæfingar. Ég var með
yfir 40 stiga hita i fleiri mánuði.
Ég las svo einhversstaöar i
fjandanum aö ungabörn, sem
hafa lengi svona mikinn hita,
geti orðið fyrir heilaskemmd-
um, sem skapi árásargirni og
allan fjandann svoleiðis. Þetta
var þó í rauninni ekkert nema
frekja.“
í trollið
Of ungur á pöbbana
Hvort sem þaö stafaöi nú af
frekju eöa heilaskemmdum,
fór Örn snemma aö fara sínar
eigin leiöir. Viö þaö varö ekk-
ert ráöiö, þótt þeir eldri vildu
gjarnan beina honum á betri
brautir. Hann byrjaöi sjó-
mennsku niu eöa tiu ára gam-
all, og fór þá tvo eða þrjá róöra
meö Gissuri hvita á linu og
net, og var litilsháttar sjóveik-
ur, ekkert þó aö ráöi. Tólf ára
gamall fór hann á færi og áriö
eftir á Sæfaxa, sem veiddi á
Englandsmarkaö. „Þetta var
mjög gott tímabil, aö visu var
maður helst til ungur til aö
vera á þessum pöbbum, en ég
slapp nú samt yfirleitt."
Svo liða táningsárin viö sjó-
mennsku og svall. „Þaö var
náttúrulega drukkið hrikalega
mikiö af víni á þeim árum“,
segir Örn. En þegar hann varð
19 ára urðu þáttaskil, þá fór
hann á stýrimannaskólann.
„Ég byrjaöi þá strax um sum-
arið sem skipstjóri i afleysing-
um, á gamla Sævaldi og svo
aftur sumariö eftir. En þegar
ég kláraði stýrimannaskólann,
þá keypti Kristján heitinn
Gústavsson undir mig bát.
„Það var þessi Sævaldur, sem
ég fór í ævintýraferðina til
Belgiu meö. Þaö var i rauninni
eitthvaö bjagaö viö allt i þeirri
siglingu."
Þá slaka þeir
hleranum ískrúfuna
„Þaö gekk mjög illa að fá
mannskap í upphafi. Svo
fengum viö reyndar reynda
sjómenn og við fórum á veiðar.
Í fyrsta holinu slaka þeir
öörum hleranum i skrúfuna.
Svo viö megum fara i slipp.
Svo aftur út og byrjum aö fiska
i hann og vorum aö taka trollið
einu sinni í sunnan brælu þeg-
ar viö fengum sjó undir aftur-
endann á daliinum þegar viö
vorum aö skvera og annar
vængurinn lenti i skrúfuna. Viö
áttum eftir voöalega litiö i fjör-
una, þegar viö náöum til aö
skera þetta úr meö skrúfunni,
aö setja allt fast og láta skrúf-
una slita þetta úr, en þá vorum
viö búnir að brjóta niður bóm-
una við að hifa þetta úr.
En þetta hafðist og viö fór-
um svo á Lónbugtina. Þar
fengum viö litið af fiski, feng-
um bara brennivin i trolliö þar.
Viö fengum ekki nema átta
flöskur i allt, en báturinn viö
hliöina á okkur fékk allt upp í
kassa í holi. Þaö voru allar
helvitis geröir af þessu og þaö
var vel drykkjarhæft.“
Eins og við hefðum
stoliö aallinum
„Svo förum viö loksins i
þessa siglingu. Þegar viö
erum komnir á móts viö Fær-
eyjarfæ ég skeyti um aö snúa
við og koma heim aftur, en til
vara aö fara inn til Færeyja og
bíöa eftir frekari fyrirmælum.
Þetta var vegna þess að búiö
var aö setja hafnbann á ís-
lendinga i Bretlandi vegna
þorskastriðsins.
Ég sendi snarlega skilaboö
til baka, aö viö héldum bara
áfram suður og þaö gæti ekki
verið annað en aö einhver vildi
taka viö þessum fiski. Fyrir
sumum leit þetta þannig út aö
viö hefðum stoliö dallinum, en
ég náöi sambandi viö útgerö-
armanninn klukkutíma siöar
og viö ræddum þetta. En ég
var ekki aö vaöa neitt í blindni,
þvi aö áöur en viö fórum af
staö haföi mig óraö fyrir aö
eitthvað svona gæti komið
uppá og ég baktryggði mig fyr-
ir öllum andskotanum, m.a.
með þvi að fá mér siglingakort
til aö komast inn á hafnir í
Örn Þorbjörnsson
skipstjóri og
útgerðarmaður
á Höfn,
,,Tólfára gamall
fór ég á færi og
árið eftir á Snæ-
faxa, sem veiddi
á Englands-
markað. Þetta var
mjög gott tímabil,
að vísu var
maðurhelst til
ungur til að vera í
þessum pöbbum,
en ég slapp nú
samt yfirleitt. “
9 Víkingur