Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Blaðsíða 38
Ingólfur Möller
skipstjóri.
Þið eruð úti á sjó í
vitlausu veðri.
Veðrið er svo vit-
laust að það er
ekkert hægt að
gera. Hvað ætlið
þið þá að gera?
Ætli sé ekki best
að fara til kojs.
Víkingur 38
Skólaslit...
Það er löng leið f rá íslandi
til himnaríkis
Ég hef leyfi skólastjórans
til aö beita uppi um stund og
huga að haldinni leið.
í Gullna hliðinu lætur
Davíð kerlinguna segja við
Lykla-Pétur, þá er hún reynir
að sannfæra hann um aö
óhætt væri að hleypa Jóni
inn. „Hann Jón minn mundi
áreiðanlega kunna vel við
sig í Himnaríki." Kerlingin
sagði einnig: „Það er löng
leiö frá íslandi til Himnarík-
is.“
Ágæta samkoma, það er
löng leið frá Stýrimanna-
skólanum við enda Stýri-
mannastigs og 50 árum síð-
ar til þessara háu sala.
Eina tækniundriö.
Gamli skólinn svaraöi sjálf-
sagt til sins tima og ég held að
hann hafi farið vel með okkur.
Seinni vetur okkar i skólan-
um, vorum við i súöarherbergi i
suöurenda hússins.
I þessu súöarherbergi var
eina tækniundur skólans:
Radiómiöunarstöð. Tækjaeign
skólans á þeim dögum var
ekki fjölskrúðug. Upp má telja:
Segulkompás, sextanta- og
miðunarstööina. Púnktum og
basta. Sá á nóg sér nægja
lætur, segir máltækið.
Fyrsta skipið sem ég var
stýrimaður á 1935 haföi 3
segulkompása og sjóúr.
Sextantana áttu menn sjálfir.
Aftur á bátadekki á poopn-
um var lóðmerki. Járnrúlla i
statífi og á rúllunni voru ca.
400 faðmar af örmjóum vír
sem merktur var á 50 faöma
bili. I virinn var hengt ca. 8
kilóa lóð, væri von um botn. Þá
var sett margarin i þartilgerða
rauf neðan i lóðinu.
Við landtöku við suður Is-
land þegar skyggni var lélegt
var byrjað á að slaka út 200
föðmum. Væri enginn botn, þá
varvirinn undinn inn á járnrúll-
una aftur. Auðvitað þurfti að
stööva skipiö á meöan þessi
athöfn fór fram. Talsverðar
tafir gátu orðið af þessum
lóöningum. Ekki voru önnur
siglingatæki.
Vorið 1935 kom radiomið-
unarstöð i skipið. Þötti mönn-
um þá sem þeir heföu himin
höndum tekið.
Það sem skilur á milli
lífs og dauöa
Ég er nýkominn úr skemmti-
siglingu með vel búnu skipi.
Þar er aldrei kveikt á berg-
málsdýptarmæli né miöunar-
stöð.
Gerfitunglatækið gefur ná-
kvæma staðsetningu tugum
sinnum á sólarhring. Tvær
ratsjár voru i skipinu og voru
þær dyggilega notaðar.
Gerfitunglatækið var eina
siglingatækið sem ég hafði
ekki kynnst áður. Veðurkorta-
móttakarinn þótti mér stór-
kostlegt tæki. Vissulega getur
hann forðað frá margri keld-
unni.
Tækin verða æ fullkomnari,
en til þess að þau komi að
notum þarf kunnátu. Á náms-
kynningu Stýrimannaskólans
i vor, kom glöggt fram hve mik-
il rækt er lögð við kennslu i
notkun og meðferð hinna
ýmsu tækja.
Við skulum þó ávalt hafa i
huga að árvekni og eftirtekt
eru þær eigindir sem geta skil-
iðámillilifs og dauða.
Ætli sé ekki best að
faratil kojs.
Ferðaminningar Svein-
bjarnar Egilssonar hafa að
undanförnu veriö lesnar í út-
varpið. Þessi sami Sveinbjörn
Egilsson kenndi okkur skóla-
bræðrunum lag sem kallað var
sjómennska.
Sveinbjörn elskaði segl-
skipin og sagðist þess full viss
að þau ættu eftir að riöja sér til
rúms að nýju. Hver veit, vind-
orkan er ódýr.
Eitt sinn var þaö i tima að
Sveinþjörn sagði eitthvað á
þessa leið: Þið eruð úti á sjó i
vitlausu veðri. Veðrið er svo
vitlaust að það er ekkert hægt
að gera. Hvaö ætlið þiö þá að
gera? Dauðaþögn var i stof-
unni. Sveinþjörn gekk eftir
svari. „Ætli sé ekki best að
fara til kojs“, sagði einn.
Sveinbirni líkaöi svariö stór
illa. Sveinbjörn lagði sig áreiö-
anlega fram um að verða okk-
ur ungu mönnunum að sem
mestu liði.
Aö gefa skipinu hluta
af sjálfum sér.
Þessi viöamikla spurning
var flóknari en svo aö við nem-
endurnirættum svar við henni.
Árum seinna tel ég mig hafa
fundiðsvarið:
Þegar veðrið er svo vitlaust
að ekkert er hægt að gera, þá
verður maður að reyna að
gefa skipinu hluta af sjálfum
sér. Hluta af sál sinni. Reyna
aö færa skilningarvitin frá
sjálfum sér yfir til skipsins
til þess að hjálpa þvi til að
verjast áföllum.
Þetta kann nú aö þykja
kynleg speki, en þaö er nú