Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Blaðsíða 26
Argað fyrir múlann
Sæmundur
Guðvinsson
blaðafulltrúi.
Ég veit ekki hvort
þið hafið heyrt
sjóveikisgargið
eða ekki. Eflaust
hafa mörg ykkar
heyrtþað og jafn-
vel argað líka. En
þarna um borð í
gamla Drang
heyrði ég \ fyrsta
sinn argað af sjó-
vieki og mér er
argið enn í fersku
minni.
Víkingur 26
Gamli Drangur klauf báruna
meö þóttafullum hreyfingum á
leið út Eyjafjörö. Ég var i minni
fyrstu sjóferö og fannst ég
vera um borö i stóru hafskipi.
Drangur var kominn norður
undir Hrísey og græn tún á
Svalbarðsströnd blöstu viö frá
stjórnboröa og búsældarleg
Árskógsströnd á bakborða.
Þaö var farið aö gefa á fannst
mér sem ég stóö í skjóli viö
hvalbakinn. Þegar kom út fyrir
Hrisey var noröanáttin mun
hvassari og næöingurinn
kaldur. Ég leitaði þvi skjóls i
salnum.
Salurinn á gamla Drang var
ákaflega stór og viröuleg
vistarvera i augum sjö eöa
átta ára drengs. Þarna voru
borö og stólar og bekkir
klæddir rauöleitu áklæöi.
Margt fólk var í salnum, mikil
þrengsli og loftið þungt af
tóbaksreyk. Ég fann fljótt til
kligju og svo mun hafa verið
um fleiri þvi brátt byrjuöu þeir
fyrstu aö arga.
Ég veit ekki hvort þiö hafiö
heyrt sjóveikisargið eöa ekki.
Eflaust hafa mörg ykkar heyrt
þaö og jafnvel argaö lika. En
þarna um borö i gamla Drang
heyrði ég i fyrsta sinn argað af
sjóveiki og mér er argið enn i
fersku minni.
Ekki byrjun á fjöldasöng
Þetta byrjaði einhvers staö-
ar úti i horni i salnum, langt
frá bekkendanum þar sem
ég húkti og velti nýju húfunni
minni milli handanna. Fyrst var
þetta eins og hávært hósta-
kjöltur sem yfirgnæföi sam-
ræöurnar, en svo heyrði ég
greinilega aö kona hækkaöi
röddina og um leið breikkaöi
hljómurinn og þyngdist. And-
artak hélt ég aö konan ætlaöi
aö fara aö syngja, ef til vill
koma á staö fjöldasöng meðal
farþega. En i sama mund
breyttist hljóöiö i frekjulegt arg
sem hækkaöi landgdregið
meir og meir þar til þaö þagn-
aöi skyndilega. Um leiö varö ég
þess var aö þeir sem sátu
næst mér litu hver á annan og
óku sér i sætunum. Aö visu
þurftu þeir ekki aö hafa mikið
fyrir þvi aö aka sér i sætunum
þvi skipið var fariö aö velta
talsvert.
Ég hélt aö konan sem arg-
aöi væri orðin veik, ég meina
alvöruveik. Sjóveiki datt mér
ekki í hug strax, enda aldrei
oröiö vitni aö sjóveiki fyrr. En
nú fann ég ælulykt leggja til
min gegnum tóbaksreykinn og
ég skynjaði fremur en vissi, að
sjóveiki haföi gert vart viö sig i
salnum. Um leiö varö ég
dauðhræddur um aö næst færi
ég aö hósta og arga og æla
fyrir framan fullt af ókunnu
fólki. Og svo var ég i spariföt-
unum i þokkabót. I þá daga
áttu börn ekki nema ein betri
föt, alla vega ekki ég eða minir
leikfélagar. Ég leit á fööur
minn sem sat skammt frá mér.
Hann var orðinn fölur i framan
og ég mundi eftir aö hann
haföi kviöið sjóveiki áður en
við fórum að heiman áleiöis
niður á bryggju i morgun.
Sjálfur var ég svo fullur til-
hlökkunar aö sigla meö Drang
aö ég haföi ekki leitt hugann
aö sjóveiki.
Fylkingarriölast
— ogarga
Ég ákvaö aö skreppa út á
dekk. Þegar þangað kom var
orðið bálhvasst á móti og
skipið hjó ölduna. Ólafsfjarö-
armúli blasti viö á bakboröa,
svartur og illilegur reis hann
þarna snarbrattur. Þaö var svo
kalt uppi aö ég hélst ekki lengi
viö. Um leið og ég stefndi aft-
ur inn i salinn leit ég uppi
brúargluggana og sá andlit i
einum glugganna sem var
opinn til hálfs. Ekki þekkti ég
þetta andlit þá, en löngu siðar
geröi ég mér Ijóst, aö þetta var
Steindór Jónsson, skipstjóri
og útgeröarmaður Drangs um
áratugi. Ég kynntist honum er
ég var kominn um tvitugt og
hreifst af hispursleysi hans og
hressandi framkomu. En ég
hrökklaðist sem sagt aftur inn
i salinn fina og salinn stóra. En
þar gaf þá á aö lita.
Fylkingarfólks höföu riðlast
um stóla og bekki. Nokkrir
stóöu i hornum, aörir hálflágu
á bekkjum og einn eöa tveir
sátu flötum beinum á gólfinu.
Og nú var aldeilis argaö.
Margraddaö arg tók á móti
mér i dyrunum og nú þurfti
enginn aö efast um aö sjó-
veikin haföi tekið öll völd.
Riövaxinn maður meö yfir-
skegg sem haföi staðið úti i
horni ruddist fram hjá mér viö
dyrnar og byrjaöi aö arga um
leiö og hann steig út á dekk.
Illur fnykur fyllti loftiö i salnum
og steig upp úr döllum þeim
sem fólkið reyndi aö þjappa
sér saman í kringum. Eina
konu sá ég sem sat meö ílát i
fanginu og reri fram i gráöiö
eins og hún væri aö vagga
barni. Svo fór hún aö arga og
spúaeinsog aðrir.
Mér leist ekki á blikuna. Ég
mætti augum fööur mins þar
sem hann sat sveittur i andliti
og fölur úti viö þil. Hann stóö
upp og studdi sig viö vegginn
þegar hann gekk i áttina til
min. Viö fórum saman út á
dekk og í sama mund fann ég
til þrauta í maganum. Eitthvað
sem reif innan magann og
reyndi aö rifa í innyflin. Mér
þvarr máttur og lét mig siga
niður á dekkið þar til ég sat
flötum beinum. Einhver rétti
mér dall og ég skorðaði hann
milli hnjánna, beygöi mig yfir
hann og byrjaöi aö arga:
AAAAARRRGGGAAAAA ...
svo kom gusan og mér létti í
bili. Þá sá ég aö þaö var faðir
minn sem haföi rétt mér dall-