Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Blaðsíða 11
Fengum bara Belgíu." En til að gera langt mál stutt, er bara að segja frá þvi að skipshöfnin fékk sinn bjór í Belgiu og i uppbót enska stelpu sem farþega heim: „Hún var alveg stórglæsileg", segir Örn. Hitt er aftur á móti meira á reiki, hvað útgerðin bar úr býtum eftir þennan túr, skipstjórinn hallast heldur að þvi að það hafi verið smátt að vöxtum, jafnvel minna en ekki neitt. Byrjað að gera út Svo liða árin allt til ársins 1977 að ekkert stórt ber við. En þá fer Örn út i að kaupa bát og gerast útgerðarmaður, ásamt Ágústi bróöur sinum og Sverri Þórhallssyni og það var Garðey SF-22, sem þá var keypt og þeir bræðurnir hafa siðan skipst á, að vera skip- stjórar á henni og annast um útgerðina. Garðey er tæplega hundrað tonna eikarbátur, smiðaöur i Sviþjóð 1961. En svo kom þar að þeir vildu bæta hag sinn, stækka út- gerðina og sitja ekki uppi ein- göngu með gamlan trébát. Þeir keyptu stálbát af pass- legri stærð, að eigin mati. En margt fer öðruvisi en ætlað er. Eftir fimm vikna útgerð á Reyni, rann upp dagur, sem Örn lýsir á þennan hátt: Gústi bróðir missti alltútaf dekkinu „Þessi dagur byrjaði voða- lega bjart fyrir okkur bræður. Þá var búinn að vera strækur hjá okkur i viku. Við fórum svo út, Hornafjarðarbátarnir, um niuleytið um morguninn og fórum þarna austur á firðina. Við hittum strax á þessa góðu síldarlóðningu á Norðfirðinum á Reyni. Gústi þróðir kom á Garðeynni og leggur i þessa sömu lóðningu. Þegar hann var búinn að leggja 75 net segir hann: „Ég er búinn að leggja nóg fyrir mig, sko", segir hann. „Ég held að ég fái i bátinn úr þessu, en það verður kannski pláss i móðurskip- inu“, sagð’ann, og lagði hin 25 i von um að ég gæti dregið þau þá. Við héldum á þessum tima að það yrði endalaust pláss i Reyni. Við leggjum hvor sin 100 net og báturinn hjá honum alveg orðinn drekkhlaðinn, þegar hann var búinn að draga 65 net, og það endar með að ég dreg þarna 20 net frá hon- um. Hann þurfti svo að fá fylgd til Reyðarfjarðar og lenti i erfið- leikum og missti alla sildina út af dekkinu." Þá fór Reynir í heilu lagi „Útlitið var mjög bjart fyrir okkur um þaö leyti sem við vorum að leggja af stað i land, með þáða bátana alveg drekkhlaðna. En svo fór nú Ijóminn að fara af þvi þegar fór að liða á landstimið, hann búinn að missa út af dekkinu hjá sér og svo rétt á eftir þá fór Reynir í heilu lagi, sko.“ — Hvað varð til þess að hann fór niður? Varstu með hann of hlaðinn eða var svona slæmt i sjóinn, eða var það eitthvað enn annaö? „Nei, það voru keðjuverk- andi atriði sem ollu þvi. Við vorum með fullar lestar, veið- arfæri og annað á dekki og lentum svo i miklu verri storm- og sjóstreng heldur en við höfðum búist við. Annars er eiginlega ómögulegt aö lýsa þessu svona til að láta það koma á prenti. Það er ekki hægt að láta það lita út eins og þaö geröi i raun og veru, þvi að þegar verið er að skrifa um þetta er i raun og veru verið Garðey SF-22 við bryggju á Höfn. Útlitið var mjög bjart fyrir okkur um það leyti sem við vorum að leggja af stað í land, með báða bátana alveg drekkhlaðna. En svo fór nú Ijóm- inn að fara af því, þegar fór að líða á landstímið, hann búinn að missa útafdek- kinu hjá sér og svo rétt á eftir fór Reynir í heilu lagi, sko. 11 Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.