Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Blaðsíða 17
FELAGSMAL
vélarrúmi frá þeim lögum sem
í gildi eru bæði í Noregi og
Finnlandi. Fundarmenn voru
sammála um að með fram-
kvæmd þessara laga væri
verið að fara út á mjög
hættulega braut "— bæði
hvað varðar öryggi skipanna
og ekki síst hvað varóar hag-
kvæmni þeirra. Viðhaldsvinna
mun færast í auknum mæli til
verkstæða í landi og því verða
dýrari en framkvæmd um
borð í viðkomandi skipum.
Búast mætti við að þessi
taumlausa fækkunartilhneig-
ing muni leiða það af sér að
flutningaskip tefjist vegna bil-
ana og því væri nokkuð Ijóst
að áætlanir skipa raskist í
næstu framtíð. Mannafækkun
virðist vera í tísku hjá útgerð-
arfélögum, en eins og al-
kunna er hefur tískan sjaldn-
ast tekið tillit til hagkvæmni
eöa vitrænna leiða í tiltektum
sínum og því ekkert undr-
unarefni hvert stefnir sé hún
höfð aö leiðarljósi.
Danmörk virðist vera eina
Norðurlandið þar sem ekki
hefur verið taumlaus árátta
útgerðarmanna í þá átt að
fækka í áhöfnum kaupskipa.
Það kom fram hjá dönsku
fulltrúunum að í Danmörku
væri ekki mikið sótt í að fækka
í áhöfn. Ástæðan væri ein-
faldlega sú, að danskir út-
gerðarmenn teldu hag sinn í
hættu ef það væri gert og í
dag sigla sum farskip Dana
með fleiri í vél en gildandi lög
segja til um.
Fyrir danska þjóðþinginu
liggur frumvarp til laga um
mönnun skipa. í þessu frum-
varpi er kveðið á um þá
menntun og starfsreynslu,
sem uppfylla þarf til þess að
geta gegnt þeim störfum sem
sérstök atvinnuréttindi þarf til
að sinna. í þessu frumvarpi er
ekki tilgreint hversu margir
skuli starfa í vél eða brú —
aðeins hvaða menntun og
starfsreynslu þurfi til að
gegna störfum þessara
manna miðað við ákveðna
stærð aðalvélar og skips.
Fjöldinn verður því ákvarð-
aður af viókomandi útgerð og
stéttarfélagi.
Að samantekt þessa frum-
varþs er þannig staðið að
viðkomandi ráðuneyti skipar
starfshóp til þess að vinna
efnisþætti frumvarpsins. í
þessum starfshópi eiga ekki
sæti fulltrúar frá viðkomandi
hagsmunaaðilum, yfirmönn-
um skipanna og útgerðum
þeirra. Þegar lokið er við
að semja frumvarpið er
það sent hagsmunaaðilum til
umsagnar. Frumvarþið,
ásamt umsögnum, fer síðan
fyrir danska þingiö, sem trú-
lega afgreiðir það á næsta
vetri. Dönsku fulltrúarnir
sögðu að mikil óánægja ríkti
hjá danska vélstjórafélaginu
vegna þessa máls. Þeirra
umsögn myndi fyrst og fremst
fjalla um nauðsyn þess að
einhver rammi yrði settur um
mannafjölda skipa þó þeir
gerðu sér grein fyrir því, að
erfitt væri að binda slíkt ein-
göngu við stærð skips og
aðalvélar. Þar væri ekki um
algilda viðmiðun að ræða, til
að ákveða fjölda starfsmanna
í vélarrúmi. í beinu framhaldi
af umfjöllun um fjölda vél-
stjóra um borð í flutninga-
skiþum var rætt um menntun-
armál þeirra og breyttar for-
sendur í þeim efnum. Með til-
komu fámennis í vélarrúmum
verður verkleg þjálfun þess-
ara manna að fara fram að
miklu leyti áður en komið er
um borð í skipin. Þjálfunin
verður að fara fram í viðkom-
andi skólum, sem ráða ekki
allir yfir nauðsynlegum bún-
aði til þjálfunarinnar. Fundar-
menn voru sammála um að til
þess að mögulegt sé að upp-
fylla kröfur tímans í þessu efni
þá verði viðkomandi vélskólar
að taka upp kennslu með
samlíki, en margir skólanna
hafa þegar hafið þessa ken-
nslu. Margir skólanna eiga
þetta kennslutæki en ekki
allir. Vélskóli íslands er ekki
eigandi samlíkis. Til þess að
Kennslutæki í vél-
fræði, skipslíkan
með hinum ýmsu
lögnum og skynjur-
um mæla. Með þessu
tæki er stjórnpúlt
með mælum, sem
ekki sést á myndinni.
Fundarmenn
voru sammála
um að til þess að
mögulegt sé að
uppfylla kröfur
tímans íþessu
efni, verði vél-
skólar að taka
upp kennslu með
samlfki.
17 Víkingur