Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Blaðsíða 57
víðsfjarri þegar síldveiðibátarnir fara út, bæði af hálfu islendinga og Norðmanna og veldur von- brigðum hvern morgun þegar bátarnir snúa tómir til hafnar. En áhuginn lifir allan daginn á meöal kaupmannanna og norsku kapteinanna þegar þeir koma til miðdegisverðar á hótelið. í nokkur sumur fyrir nokkrum árum siðan var svo mikil síld i Seyðisfirði að henni mátti ausa með skjólu. Þá komu stóru norsku úthöld- in hvert af öðru, reistu pakk- hús og gufuskip fóru að ganga. Nú liggja þau þarna sumar eftir sumar og bíða en sildin hefur ekki komið aftur og hin mikla veiði fyrri ára orðin að þjóðsögu og varla trúað lengur, þegar aðeins veiðist til heimilisnotkunar. Þess vegna er oftast dauft við hádegisverðinn þótt skonn- ortan, sem síðast kom, hafi flutt nýja tegund af spila- dós frá Englandi og nýjustu skemmtirit til ánægjuauka. Við þennan óskáldlega bak- grunn stígur gamli Gisli fram. Gamli Gísli er skáld Seyðis- fjarðar. Hann hefur mest ort sálma og andleg vers. Gisli gamli er grannur, hvít- skeggjaður og býr í litlum torfkofa úti á Tanganum. Hann lifir enn i gamla sögu- timanum og sagt er að i slát- urtíðinni á haustin fari hann i heimsókn á stórbýlin uppi i dalnum. Hann gengur í bæinn og rekur ættir manna svo langt sem hann veit, kveður drápu yfir hinum sofandi. Úr þannig ferð kemur hann heim með pokann fullan af kæfu. Gisli er einnig leikinn i læknalistinni og er ómiss- andi, þar sem sex mílur eru til næsta læknis. Uppáhalds lyf hans er hvannarót i brennivíni og er með ólikindum hve mik- ið læknast með þessu i firðin- um. Eitt sinn dugði lækniskunn- átta Gisla þó ekki. Það var að vetri til þegar þrir fiskimenn strönduðu þát sinum viö ysta tanga og lágu i vetrarkuldanum undir báti sinum i 36 klukku- tíma. Þeir voru fluttir heim kaldir á fótum. Þegar læknir kom um síðir voru þeir allir aflimaðir neðan við hné. Sið- astliðið sumar voru þeir enn meö bát sinn og sáust hvert kvöld ganga til strandar á hnjánum og höfðu þeir púða i skálmunum til hlífðar. Þeir bjuggu undir fjallinu, sem snjóflóðið féll úr, svo óvist er hvernig þeim reiddi af. Þeir I tóku af dugnaði þátt i þeirri keppni, sem hvert kvöld var háð á milli hinna norsku, fær- eysku og íslensku fiskibáta, þrátt fyrir sína hálfu fótlimi. I kvöldrökkrinu er kyrrð i bænum, fjörðurinn spegil- sléttur undir dimmgrænum hömrum i forgrunninum, Ijós- ari utar þar sem fjöllin spegl- ast með rauðleitum litblæ og þar liggja allir dökku bátarnir og biöa. Komi engin síld er of bjart eða dimmt, eða hvalur- inn er ekki nógu duglegur að reka sildina að. En fyrst og síðast á ísland sökina, landið þar sem hvorki sild né menn vilja vera. Það var að vetri til þegar þrír fiski- menn strönduðu bát sínum við ysta tanga og láu í vetrarkuldanum undir bátnum í 36 klukkutíma. 57 Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.