Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Blaðsíða 13
Fengum bara..
þessa unga sjómanns, er
ákveðið að yfirgefa fortiðina
og rabba litillega um nútiöina.
Þar er jú allt á afturendanum
eins og vikið var að i upphafi,
bullandi tap á allri útgerö og
fáar hugmyndir á lofti um úr-
bætur.
„Sko, ástandið er vont og
ég held aö það hafi versnaö
jafnt og þétt á hverju einasta
ári, núna i fjölda ára. Þvi hefur
hrakað stöðugt, en ekki
versnað. Afkoman er vægt
sagt mjög léleg á öllum dýrari
bátunum. Þótt ekki séu nema
sjö ár siðan ég eignaöist minn
bát, náði ég fyrir endann á
skuldunum strax á fyrstu
árunum, en það þarf ofsalega
mikiö fjármagn á milli hand-
anna til að standa undir sveifl-
unum i útgerðarrekstrinum. Þá
peninga er ekki hægt að ná i,
nema maður einfaldlega eigi
þá sjálfur. Hér á Hornafiröi eru
bátarnir flestir orðnir gamlir og
búið aö borga þá upp, og þess
vegna getum við haldiö áfram.
þar af leiðandi höfum við eng-
ar þungar greiðslur og getum
látið þetta ganga, en útgerðin
getur ekki staðið undir neinu,
nema daglegum rekstri. Engir
sem hafa keypt báta hingað
siðustu fjögur árin hafa náð að
komast yfir erfiðasta hjall-
ann.“
Sperrast viö að ná
kvótanum
— Sjómenn kvatra undan
kvótanum. Telja menn hér sig
vita af annarri leið til stjórnun-
ar sókninni, eða telja þeir
kvótann jafnvel alveg óþarf-
an?
„Manni finnst það skrýtið
þegar verið er að setja kvóta
til að sporna við ofveiði, og
siðan er bætt við hann þótt
ekki fiskist nándar nærri upp í
þennan kvóta. Ef verið væri í
raun að sporna við of miklu
fiskirii ætti kvótinn að vera
100 þúsund tonnum minni.
Þess vegna er þessi kvóti
óraunhæfur. Það er verið að
setja þvinganir á fáeina báta,
þá sem ná upp i kvótann sinn,
og þeir mundu sjálfsagt taka
fáeinum tonnum meira ef ekki
væri kvóti. En á hina virkar
kvótinn þannig að þeir eru að
sperrast við að ná upp kvótan-
um sinum, vegna þess að þeir
eru svo hræddir um að annars
verði hann minnkaður næsta
ár. Þeir mundu ekki reyna
svona stift að ná þessu magni
ef kvótinn væri ekki.“
Aö cjræða
á goöum afla
— Er sjómönnum ekki i
blóð borið að sækja og reyna
að afla eins mikið og þeir
geta?
„Jú, sjálfsagt. En gamalgró-
inn humarsjómaöur hér á
Hornafiröi sagði við mig í
fyrradag aö sóknin i humarinn
hefði aldrei verið eins stif og
núna og það væri bara af þvi
aö mennirnir væru svo hrædd-
ir um að ná ekki upp i kvót-
ann.“
— Hafa menn þá ekki gott
upp úr humarnum núna?
„Það hefur alltaf verið gott
mannakaup á humar, en
útgerðin hefur enga stóra
þénustu út úr honum.“
— Sumirtelja að núna þeg-
ar útgeröin hefur afleita af-
komu, hafi vinnslustöðvarnar
það aftur á móti ágætt. Telur
þú að fiskvinnslan geti borgaö
útgerðinni hærra verð fyrir
fiskinn?
„Ég held aö það sé bundiö
við staði og hvernig hráefni
fiskvinnslurnar fá. Það er ekki
sama hvort móttökurnar
byggja á afla frá færabátum,
sem er yfirleitt 100% fiskur,
eða blönduðum togarafiski. Á
100% fiski hljóta allir að
græða mest, bæði sjómenn og
landmenn. Ég tel að stór og
góöur fiskur, eins og er uppi-
staðan i aflanum á Hornafirði,
ætti að vera öðruvisi verðlagð-
ur heldur en togarafiskur sem
er miklu erfiðari í vinnslu.“
Þaö þýöir ekki aö
Halldórtaki alltaf
réttustu ákvaröanirnar
— Ef þú skiptir nú um stól
við Halldór Ásgrimsson og
settist upp i ráðuneyti. Hvað
mundir þú þá gera til aö rétta
við þessa atvinnugrein?
Býsna löng þögn. Svo:
„Ef ég settist i stólinn hans
Halldórs, held ég aö mitt fyrsta
verk yrði aö biðja hann að
verða aðstoöarráöherra hjá
mér og spyrja hann svo kirfi-
lega ráðu um hvað ég ætti aö
gera i þessu. Ég held að það
sé ekkert hægt að hafa breið-
ari yfirsýn en Halldór hefur i
stööunni. En það þýðir ekki
endilega það að Halldór taki
alltaf réttustu ákvarðanirnar,
um þær má deila. Ég hef ekki
neinar patentlausnir, frekar en
hann, en hann verður að taka
einhverjar ákvaröanir, sá er
munurinn. Ánægðasturyrði ég
ef Halldór léti sina eigin
skynsemi ráða ferðinni i sem
Ánægðastur yrði
ég ef Halldór léti
sína eigin skyn-
semi ráða ferð-
inni í sem flestum
málum, en
blanda flokka-
pólitíkinni sem
minnst inn í það,
. . . það er mann-
skemmandi.
13 Víkingur