Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Blaðsíða 50
1 !
MýJUMGAR
Umsjón:
Bogi Arnar
Finnbogason.
Víkingur 50
Fyrsti alsjálfvirki
móttakarinn
til siglinga um höfin
RACAL-DECCA MNS
2000-móttakarinn er fyrsta
alhliöa siglingatækið til notk-
unar á öllum heimsins höfum
sem uppfyllir allar kröfur sem
siglingafræðingar gera til
slikra tækja. Einstæður fjöl-
rásamóttaki tekur á móti og
nýtir merki frá öllum helstu
radiósiglingakerfunum sem
nú eru i notkun: DECCA NAVI-
GATOR, LÓRAN C, TRANSIT
SATNAV og OMEGA.
MNS 2000-tækið er ör-
tölvustýrt og velur það sjálf-
virkt það kerfi af hinum ofan-
greindu sem kemur að bestum
notum miðað við staðsetningu
skipsins. En ef siglingafræð-
ingurinn óskar þess getur
hann þó handstillt á annað
kerfi hvenær sem er. Hvar sem
skip með þessu tæki er statt á
heimshöfunum er unnt að fá
þá bestu staðarákvörðun sem
völ erá.
Tækið er afar auðvelt i notk-
un. Unnt er að velja siglinga-
kerfin á greinilegu Ijósaborði
og á tölvuskjá koma fram
ýmsar upplýsingar fyrir sigl-
ingafræðinginn, svo sem
staðsetning í lengdar- og
breiddargráðum, stefna og
hraði skipsinso.fi.
Gervitungl til hjálpar
nauöstöddum sæför-
um
og flugmönnum
Slysavarnarfélag Noregs
hefur tekið gervitungl i þjón-
ustu sina til þess að staðsetja
skip og flugvélar sem lent hafa
i nauðum. Norðmenn hafa haft
nokkra forystu i þessum mál-
um og eru þeir nú að gera til-
raunir i þessum efnum en nú
þegar hafa gervitungl komið
Gervitungl hátt yfir jörðu hafa útsýn til stórs hlutar jarðar, bæði
til að taka á móti neyöarskeytum til þess að finna staösetningu
skipa og flugvéla sem eru í nauðum stödd. Neyðarskeyti frá öllu
svæðinu innan svörtu linunnar berast til jarðstöðvarinnar í
Tromso í Noregi.
Á aðfangadag 1972 tók það
björgunarmenn i Noregi næst-
um sjö klukkustundir aö finna
farþegaflugvél sem hrapaði á
leið til Fornebuflugvallar. Próf-
að var hve lengi það hefði tek-
ið að finna flugvélina með
þessum nýja búnaöi og kom i
Ijós að það hefði aðeins tekið
brot af þessum tima.
Prófunum á þessu nýja kerfi
mun Ijúka á miðju ári 1985 en
áætlað er að framkvæmdum
við það verði að fullu lokið árið
1990. Þegar hefur verið
ákveðið að skjóta fleiri gervi-
tunglum á braut.
Enginn vafi er talinn á þvi að
hér er um byltingu að ræða
varðandi öryggi þeirra sem
sigla um höfin og fljúga um
loftin blá. Nauðsynlegt er að
þjóðir heims hafi samvinnu i
þessum málum. Siglinga-
málastofnun Sameinuðu
Þjóðanna, IMO, hefur i hyggju
að koma á fót alþjóðlegri sam-
vinnu um aðstoð við þá sem
lenda i sjávarháska.
Nú er verið að gera tilraunir
með nýja neyðarbylgju til nota
að liði i 69 slysatilvikum þar
sem samtals 183 mönnum var
bjargað. Koma verður fyrir
sérstökum senditækjum í
skipum og flugvélum i þessu
skyni sem senda boð til gervi-
tunglanna.
Bandarikjamenn, Kanada-
menn og Frakkar hafa um ára-
bil haft samvinnu i þessum
efnum með svonefndu SAR-
SAT-kerfi gervitungla. Sovét-
menn hafa sitt eigið kerfi,
COSPAS-kerfi. Haustið 1981
náði Rannsóknaráð norska
rikisins samningum við eig-
endur SARSAT-kerfisins um
samvinnu. Þegar hefur þremur
gervitunglum verið skotið á
braut í þessu skyni. Sérstök-
um jarðstöðvum hefur verið
komið upp þar sem tekið er við
þeim skeytum sem endur-
varpað er frá gervitunglunum
og staðarákvörðun gerð. Slik-
um búnaði var komið fyrir i
Tromso i Noregi í fyrrasumar.
Tilraunir standa enn yfir en á
þessum tima hefur þessi jarð-
stöð átt hlutdeild i björgun 30
manna.