Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 20
Hrafnista í Reykjavík og svæðið þar sem nýju húsin rísa. I NAFNI SJOMANNA . . . 20 VÍKINGUR króna í eignum. Það fjármagn hjálpar auðvitað mikið til að gera íbúðirnar eins og fólkið óskar eftir. Það er náttúrlega ódýrast að byggja blokkir eins og gert hef- ur verið, en hérna verða byggð raðhús eins og í Hafnarfirði. Það kemur bæði til vegna þess að margt gamalt fólk hefur búið í einbýlishúsum og vill vera í slíkum húsum áfram og svo má gamalt fólk líka eiga sína drauma. Það er margt fólk sem hefur dreymt lengi um að eign- ast slíkt hús og vera útaf fyrir sig. Okkur hefur tekist hingað til að vera undir því verði sem við- gengst á frjálsum bygginga- markaði, en í þessum síðasta áfanga okkar hefur fjármagns- kostnaðurinn verið svo gífur- legur að það hefur gert mörg- um erfitt fyrir. Við ætlum að byggja 26 raðhús og flest þeirra eru með sambyggðum bílskúr, og í blokkinni sem við byggjum við Kleppsveg eru 34 íbúðir. Þar verður mikið sam- eiginlegt þjónusturými, setu- stofa og fleira. íbúarnir þar geta keypt allan mat frá Hrafnistu og fengið sinn þvott þveginn hjá þvottahúsinu. Á jarðhæðinni, þar sem þetta sameiginlega þjónusturými verður, mun einnig verða aðstaða fyrir lækni og hjúkrunarfræðing. Fólkið sem kemur til með að búa í þessum húsum, fær end- urhæfingaraðstöðu á Hrafnistu og á Skjóli til að byrja með. Hins vegar verður væntanlega byggð þjónustumiðstöð með endurhæfingaraðstöðu austan við Hrafnistu, og við höfum óskað eftir því við Reykjavíkur- borg að hún taki þátt í þeim kostnaði með okkur. Þar myndu fbúar Hrafnistu og Skjóls geta verið, en að sjálf- sögðu yrði það ekki bundið við þá íbúa sem við höfum byggt yfir. Þangað gætu þeir komið sem þess óska, bæði þeir sem búa í nágrenni Hrafnistu og þeir sem búa lengra frá. Þetta er einungis draumur í dag, en við vonum að Reykjavíkurborg taki vel í það erindi okkar að hún taki verulegan þátt í þeirri bygg- ingu. Þetta yrði auðvitað í al- mannaþágu, og við myndum beina í það eins og við getum fjármagni frá Happdrætti DAS. — Þessar íbúðir munu væntanlega bæta úr brýnni þörf? — Já, það er mjög mikil eftir- spurn eftir þessum íbúðum, en ég vil undirstrika það, að þótt við byggjum þessar íbúþir og fólkið eigi aðgang að allri þeirri þjónustu sem við getum látið í té, þá er ekkert sjálfgefið að það geti gengið inn á okkar hjúkrunardeildir. Það væri eins og við værum að opna fyrir það að fólk sem ætti peninga gæti keypt sig inn í gegnum eignir. Við höfum hins vegar bent þessu fólki á að það geti sót't um eins og hverjir aðrir, og það mun svo ganga í gegnum það vistunarmat sem ákveðið hefur verið af opinberum aðilum. Við erum með ákveðnar vist- unarreglur og þar hafa forgang sjómenn og sjómannaekkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.