Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 28
MENNINGAR REISAN 28 VÍKINGUR Og vissulega eru möguleik- arnir nær óteljandi, allt eftir óskum og þörfum hvers og eins. Skíðaferöir, skautaferðir, leikhúsferðir, matsölustaðir, krár, bíóhús, skemmtidagskrár af ýmsu tagi, og svo mætti lengi telja. Það hefur verið vinsælt hjá fólki sem býr á landsbyggð- inni, að koma í helgarferðir til Reykjavíkur, en það hefur færst í vöxt að höfuðborgar- búar skelli sér norður yfir heiö- ar og heimsæki Akureyri. Báðir staðirnir bjóða upp á gífurlega möguleika á hvers kyns skemmtan, og hérskal reynt að benda á nokkra þeirra. Ef fólk ætlar að lyfta sér upp Ef fólk ætlar að lyfta sér upp og fara í helgarferð til Reykja- víkur er sem sagt ýmislegt í boði. Flugfélögin bjóða upp á sérstakar pakkaferðir og þar eru nokkrir möguleikar fyrir fólk. Flugleiðir bjóða upp á ferð þar sem innifalið er flug báðar leiðir, gisting á Hótel Esju og á laugardagskvöldi stórsýningu á Hótel íslandi, þar sem stór- góð rokksýning er í gangi og Rósa Ingólfsdóttir bregður sér í ýmis gervi í hlutverki kynnisins. Einnig bjóða Flugleiðir upp á Helgarupplyftingu í höfuðborg, en þá er gist á Hótel Loftleiðum í 2 nætur, morgunverður inni- falinn og rokksýningin fyrr- nefnda á laugardagskvöldi með þríréttuðum kvöldverði. Þessi pakki kostar 13.400 krón- ur með flugvallargjaldi, en þá er reiknað með að farið sé frá Ak- ureyri. Verðið breytist náttúr- lega eftir því hvar á landinu menn eru. Meiri skemmtun Ef fólk vill meiri skemmtun en sem í þessum pakka felst, er hægt að kaupa sér viðbót. Þá er skroppið í Hollywood á föstu- dagskvöldi og kallast sú ferð Et, drekk og ver glaður. Það kostar 2.600 krónur í viðbót. Enn er hægt að auka við fjöl- breytnina og fara í dagsferð í Bláa lónið og Kringluna. Eftir skemmtunina á föstudags- kvöldið er dagurinn tekinn snemma og farið í Bláa lónið. Þar er snæddur hádegisverður og á heimleiðinni er komið við í Kringlunni. Þessi aukapakki kostar 2.150 krónur. Enn er ótalin Söguferð til Reykjavíkur sem Flugleiðir bjóða upp á. í þeim pakka er innifalið flug, gisting á Hótel Sögu í 2 nætur, morgunverður og sýningin Ómladí, Ómlada, þar sem Ömar Ragnarsson og Laddi fara á kostum. Þessi pakki kostar 14.500 krónur með flugvallargjaldi. Fyrir utan þessa sérstöku helgarpakka eru Flugleiöir með ferðir þar sem einungis er boð- ið upp á gistingu og þá er hægt að velja um nokkur hótel. Verð- ið á þessum ferðum fer að sjálf- sögðu eftir því hvaöa hótel menn kjósa. Arnarflug býöur einnig upp á pakkaferðir til Reykjavíkur og bjóða flug og gistingu á Hótel Sögu, Holiday Inn, Hótel Esju, Hótel Loftleiðum og Hótel Geysi. Leikhús Ef menn vilja gera sér eitt- hvað annað til dundurs en það sem flugfélögin bjóða upp á, stendur auðvitað margt til boða. Leikhúslíf blómstrar og matsölustaðir, krár og veitinga- staðir eru bæði margir og fjöl- breytilegir. í Borgarleikhúsinu eru í gangi fjögur verk. Þau eru Ljós Heimsins, leikgerð Kjartans Ragnarssonar á fyrsta hluta Heimsljóss Halldórs Laxness, sem sýnt er á litla sviðinu. Barna- og unglingaleikritið Töfrasprotinn eftir Benóný Æg- isson er sýnt á stóra sviðinu og svo Kjöt^-nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sautjánda, mars var svo frumsýnt á stóra sviðinu nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson, „Hótel Þingvellir.“ Eins og flestir vita hefur Þjóð- leikhúsinu verið lokað vegna viðgerða, en sýningar þess hafa verið fluttar í Iðnó og Há- skólabíó. í Iðnó verður sýnt leikritið Stefnumót sem er dag- skrá smáverka eftir ýmsa er- lenda höfunda og í Háskólabíói Endurbygging eftir Václav Ha- vel. Ópera og aðrar listir íslenska óperan flytur í Gamla bíói Carmina Burana eftir Carl Orff og Pagliacci eftir R. Leoncavallo. Eflaust ógleymanleg sýning fyrir óp- eruunnendur. Þeir sem eru fyrir frumlegar leiksýningar geta farið að sjá leikrit Fantasíu, Vagnadans, sem sýnt er í húsnæði Frú Emi- líu í Skeifunni 3c. Það eru fleiri sýningar en leiksýningar. Málverkasýning- ar af ýmsu tagi, hægt er að skoða Listasafn íslands eða galleríin. Til að njóta alls þessa er betra að hafa bíl til umráða,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.