Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 46
FISKVERÐ Fréttir af veiðihorfum og gæftum hafa að mestu fallið í skuggann af deilum sem staðið hafa um fiskverðsákvörðun. Sjómenn kröfðust þess að inn í það lágmarksverð sem Verðlagsráð sjávarútvegsins ákveður yrðu reiknaðar hækkan- ir sem bættu þeim að verulegu leyti mismuninn á verðlagsráðsverðinu og því verði sem fæst fyrir fisk á mörkuðum innanlands og utan. Eftir heil- mikið þóf var fallist á þetta sjónarmið að nokkru leyti og komið á verðkerfi sem leiðir til hærra verðs til þeirra skipa sem landa mestöllum sfnum afla í heimabyggð á verðlagsráðsverði. í Ijósi þró- unar verðlags á mörkuðunum, bæði hér heima og erlendis, er þetta réttlætismál því markaðsverðið hefur hækkað langt umfram almennt verðlag, hvað þá almennt fiskverð hérlendis. Einn liður í þessu samkomulagi um fiskverð var að komið skyldi á fót aflamiðlun til þess að skipu- leggja flutning á gámafiski og landanir íslenskra fiskiskipa í erlendum höfnum. Er það gert til að sporna gegn offramboði og meðfylgjandi verð- hruni. Ekki hefur þó gengið þrautalaust að koma þessari aflamiðlun á laggirnar. Ákvæðin um hana töfðu fiskverðsákvörðun um nokkra daga meðan allt sat fast í ríkisstjórninni. Þegar samkomulagið var svo í höfn, að því er menn héldu, upphófst önnur lota í deilunum um aflamiðlun og er henni ekki lokið þegar þetta er skrifað. Að þessu sinni virðist leikmanni deilan einna helst snúast um það hvar nákvæmlega skuli hola niður þeim starfsmanni sem á að annast aflamiðlunina og tilheyrandi skrifborði, síma og tölvu. Vissulega hefur þessi deila stundum tekið á sig grátbros- lega mynd en að baki eru að sjálfsögðu miklir hagsmunir jafnt sjómanna sem útgerðarmanna, fiskverkenda og landverkafólks. Vonandi fær þessi deila farsælan endi áður en langt um líður. LOÐNA Loðnuveiðar hafa gengið vel það sem af er árinu og á alþjóðlega kvennadaginn 8. mars var íslenski flotinn búinn að veiða 600.000 tonn á vertíðinni. Þá áttu skipin eftir 160.000 tonn af kvót- anum og má búast við að veiðarnar standi eitt- hvað fram eftir aprílmánuði. Meðalverðið sem verksmiðjurnar hafa greitt fyrir bræðsluloðnu á vertíðinni er um 3.700 krónur fyrir tonnið. Hefur einungis 25.000 tonnum verið landaö erlendis frá áramótum. Aflahæstu skipin eru komin með um 25.000 tonn. Verðmæti loðnunnar er nú metið á tæpa fjóra milljarða króna en á eftir að aukast áður en vertíð lýkur. Loðnan hefur verið feit og góð og hrognataka og frysting gengið ágætlega. Alls var búið að landa 10.400 tonnum til frystingar og beitu í byrjun marsmánaðar. ÞORSKUR Landanir á þorski f breskum höfnum í febrúarmánuði voru í meðallagi en alls var landað 2.802 tonnum. Meðalverðið var geysihátt eða 1,27 sterlingspund fyrir kílóið sem útleggst á 129.34 íslenskar krónur. Heldur minna var landað á íslensku mörkuðunum þremur eða 2.371 tonni. Verðið var líka mjög gott eða 81,07 kr. fyrir kílóið. Hæsta meðalverðið fékkst í Hafnarfirði, 83,40 kr. fyrir kílóið, á Suðurnesjum fengust 82,10 kr., en þar var langmestu landað, og á Faxamarkaði 77.34 kr. ÝSA í febrúarmánuði var landað 1.343 tonnum af ýsu í breskum höfnum. Sömu sögu var aö segja af ýsunni og þorskinum, verðið sem fyrir hana fékkst var geysihátt og gilti einu hvort mælt var í pundum eða krónum. Meðalverðið var 1,38 pund fyrir kflóið sem leggur sig á 140,65 íslenskar krón- ur. Á íslensku mörkuðunum var landað 650 tonn- um af ýsu og fékkst fyrir hana bærilegt verð þótt það hafi áður komist hærra. Meðalverðið var 88,32 kr. fyrir kflóið, langhæst í Hafnarfirði, 96,89 kr., en rúmlega 85 kr. á hinum mörkuðunum tveimur. KARFI Mikið framboð var á karfa af íslandsmið- um í þýskum höfnum í febrúarmánuði. Alls var landað 2.451 tonni og fékkst fyrir það alveg viðun- andi verð, 2,85 mörk að meðaltali sem munu vera 102,15 (sienskar krónur fyrir kílóið. Á íslensku mörkuðunum þremur var landað 663,6 tonnum í mánuðinum og verðið var mjög hátt, 42,06 kr. fyrir kílóið að meðaltali. Til samanburðar má nefna að það komst hæst í 37,30 kr. í fyrra. Hæsta meðalverðið fékkst á Suðurnesjum, 46,77 kr., í Hafnarfirði fengust 42,44 kr. að meðaltali fyrir kílóið og á Faxamarkaði 40.13 kr. UFSI í þýskum höfnum var landað 318 tonnum af ufsa í febrúarmánuði og fékkst fyrir þau dágott verð, 2,30 mörk eða 82,30 kr. að meðaltali fyrir kílóið. Á íslensku mörkuðunum var landað 637,4 tonnum í mánuðinum og fékkst mjög hátt verð fyrir ufsann, 48,34 kr. að meðaltali fyrir kílóið. Hæsta meðalverðið fékkst á Faxamarkaði, 50,09 kr. fyrir kílóið, í Hafnarfirði fengust 48,74 kr. og á Fiskmarkaði Suðurnesja fengust 42,39 kr. að meðaltali fyrir ufsakílóið. KOLI í febrúar var landað 330 tonnum af kola í breskum höfnum og er sama að segja um þá tegund og aðrar, verðið var geysihátt. Áð meða- Itali fengust 1,54 pund fyrir kílóið en það gerir 156,98 íslenskar krónur. Sáralitlu var landað af skarkola á íslensku mörkuðunum eða einungis 10,7 tonnum í mánuðinum og verðið sem fékkst fyrir hann var að meðaltali 50,52 kr. fyrir kílóið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.