Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 60
Hcroénú -3*|£sWp ÓFEIGUR VE325 60 VÍKINGUR Skipið var afhent 20. feb. s.l. og var nýsmíði nr. 604 hjá Fenix Mekan A.B. í Malmö í Svíþjóð. Skrokkurinn var smíð- aður hjá Götaverken Arendal og síðan var skipið klárað hjá NSSStálkonstruktion í Hunn- ebostrand, sem er undirfyrir- tæki Fenix Mekan. Söluaðili á íslandi var Skipasalan Eigna- höllin. Ófeigur VE 325, sem er í eigu Ófeigs sf. sem er sam- eignarfélag Viktors Helgason- ar útgerðarmanns og fjölskyldu hans, kemuristað Ófeigs IIIVE 325, sem strandaði við Þor- lákshöfn fyrir tveimur árum, en hann kom til landsins hinn 17. feb. 1955 og var fyrsta sérsmíð- aða stálfiskiskip (slendinga, smíðaður í Hollandi. Útgerðin átti einnig Ófeig VE 324, sem nú hefur verið seldur. Skipið, sem er hannað af Ól- afi Friðrikssyni skipatækni- fræðingi og JEA Marinecons- ulting í Svíþjóð, er sérstaklega búið til togveiða og er byggt sem skuttogari. Um innkaup og eftirlit með öllum vélbúnaði sá Páll R. Sig- urðsson vélaverkfræðingur. Skipstjóri á Ófeigi er Guð- mann Magnússon og yfirvél- stjóri er Kristján Guðmunds- son. Aðalmál: Mesta lengd: 25,95 m Lengd milli lóðlína: 21,90 m Breidd (mótuð): 7,30 m Dýpt að neðra þilfari: 3,60 m Dýpt að efra þilfari: 5,85 m Eigin þyngd: 324,0 T Særými (djúprista 3,60 m): 406,0 T Burðargeta (djúprista 3,60 m): 82,0 T Lestarrými: 130,0 m3 Brennsluolíugeymar: 63,0 m3 Ferskvatnsgeymar: 17,6 m3 Brúttótonnatala: 249,6 T Skipaskrárnúmer: 2030 Almenn lýsing Skipið er smíðað úr stáli skv. reglum og undir eftirliti Sigl- ingamálastofnunar ríkisins. Skipið er með tvö heil þilför stafna á milli og hvalbaks þilfar frá stefni og aftur fyrir miðju, perustefni, gafllaga skut og skutrennu upp á efra þilfar. Brúin er aftan til á hvalbaks þil- fari. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskips þiljum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu, íbúðarrými fram- skips með hliðarskrúfurými og vatnstönkum undir, fisklest með botn- og síðugeymum undir, vatn fremst og olía aftast, vélarrúm með siðugeymum fyrir olíu og aftast er stýrisvéla- rými og síðugeymar fyrir olíu. Fremst á neðra þilfari er geymsla, en þar fyrir aftan eru íbúðir. Aftan við íbúðir er vinnu- þilfar með ísklefa í sb. - síðu og fiskmóttöku aftast. Sb. megin við móttöku er verkstæði, en vélreisn bb.megin. Aftast eru spilrými. Á efra þilfari er skipstjóraklefi bb.megin undir hvalbak og aft- an til eru síðuhús fyrir stiga- Ný skip gang og skorsteinshús, að öðru leyti er efra þilfarið togþil- far skipsins. í framhaldi af skutrennu kemur vörpurenna, sem grein- ist í fjórar bobbingarennur. Rennurnar liggja fram í stefni undir hvalbak eftir miðju skips- ins. Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi og yfir frambrún skut- rennu er pokamastur. Hvalbakur skipsins er úr áli og nær aftur að skipsmiðju, aft- an til á honum er brú skipsins, einnig úr áli. Á brúarþaki er rat- sjár- og Ijósamastur. Vélbúnaður Aðalvél skipsins er frá MAN B & W ALPHA, sex strokka fjór- gengisvél með forþjöppu og eftirkælingu. Vélin tengist nið- urfærslu- og skiptiskrúfubún- aði frá Alpha, með innbyggðri kúplingu. Utan um skrúfu er stýrishringur frá Alpha. Á niður- færslugír eru þrjú Flexstar af- lúttök, 200 kW við 1500 sn/mín. í skipinu er ein hjálparvél af Caterpillar gerð, 3306 B, sex strokka fjórgengisvél með for- þjöppu. Hún skilar 161 kW við 1500 sn/mín. Við vélina tengist rafall frá Caterpillar SR 4, 3x380 V AC, 181 kVA, 275 Amp. Hafnarvél er af gerðinni Hatz, 22kW við 1500 sn/mín. Stýrisvél er rafstýrð og vök- vaknúin frá Scan Steering, MT-3500/85, snúningsvægi er 4200 kpm. í skipinu er ein skilvinda frá Alfa Laval af gerðinni MAB-103 fyrir brennsluolíukerfið. Ræsiloftsþjöppur eru tvær af gerðinni Atlas Copco LT 730. Fyrir vélarúm og loftnotkun er einn rafdrifinn blásari. Rafkerfi skipsins er 380 v, 50 Hz rið- straumur fyrir mótora og stærri notendur og 220 V, 50Hz til Ijósa og almennrar notkunar í íbúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.