Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Page 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Page 60
Hcroénú -3*|£sWp ÓFEIGUR VE325 60 VÍKINGUR Skipið var afhent 20. feb. s.l. og var nýsmíði nr. 604 hjá Fenix Mekan A.B. í Malmö í Svíþjóð. Skrokkurinn var smíð- aður hjá Götaverken Arendal og síðan var skipið klárað hjá NSSStálkonstruktion í Hunn- ebostrand, sem er undirfyrir- tæki Fenix Mekan. Söluaðili á íslandi var Skipasalan Eigna- höllin. Ófeigur VE 325, sem er í eigu Ófeigs sf. sem er sam- eignarfélag Viktors Helgason- ar útgerðarmanns og fjölskyldu hans, kemuristað Ófeigs IIIVE 325, sem strandaði við Þor- lákshöfn fyrir tveimur árum, en hann kom til landsins hinn 17. feb. 1955 og var fyrsta sérsmíð- aða stálfiskiskip (slendinga, smíðaður í Hollandi. Útgerðin átti einnig Ófeig VE 324, sem nú hefur verið seldur. Skipið, sem er hannað af Ól- afi Friðrikssyni skipatækni- fræðingi og JEA Marinecons- ulting í Svíþjóð, er sérstaklega búið til togveiða og er byggt sem skuttogari. Um innkaup og eftirlit með öllum vélbúnaði sá Páll R. Sig- urðsson vélaverkfræðingur. Skipstjóri á Ófeigi er Guð- mann Magnússon og yfirvél- stjóri er Kristján Guðmunds- son. Aðalmál: Mesta lengd: 25,95 m Lengd milli lóðlína: 21,90 m Breidd (mótuð): 7,30 m Dýpt að neðra þilfari: 3,60 m Dýpt að efra þilfari: 5,85 m Eigin þyngd: 324,0 T Særými (djúprista 3,60 m): 406,0 T Burðargeta (djúprista 3,60 m): 82,0 T Lestarrými: 130,0 m3 Brennsluolíugeymar: 63,0 m3 Ferskvatnsgeymar: 17,6 m3 Brúttótonnatala: 249,6 T Skipaskrárnúmer: 2030 Almenn lýsing Skipið er smíðað úr stáli skv. reglum og undir eftirliti Sigl- ingamálastofnunar ríkisins. Skipið er með tvö heil þilför stafna á milli og hvalbaks þilfar frá stefni og aftur fyrir miðju, perustefni, gafllaga skut og skutrennu upp á efra þilfar. Brúin er aftan til á hvalbaks þil- fari. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskips þiljum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu, íbúðarrými fram- skips með hliðarskrúfurými og vatnstönkum undir, fisklest með botn- og síðugeymum undir, vatn fremst og olía aftast, vélarrúm með siðugeymum fyrir olíu og aftast er stýrisvéla- rými og síðugeymar fyrir olíu. Fremst á neðra þilfari er geymsla, en þar fyrir aftan eru íbúðir. Aftan við íbúðir er vinnu- þilfar með ísklefa í sb. - síðu og fiskmóttöku aftast. Sb. megin við móttöku er verkstæði, en vélreisn bb.megin. Aftast eru spilrými. Á efra þilfari er skipstjóraklefi bb.megin undir hvalbak og aft- an til eru síðuhús fyrir stiga- Ný skip gang og skorsteinshús, að öðru leyti er efra þilfarið togþil- far skipsins. í framhaldi af skutrennu kemur vörpurenna, sem grein- ist í fjórar bobbingarennur. Rennurnar liggja fram í stefni undir hvalbak eftir miðju skips- ins. Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi og yfir frambrún skut- rennu er pokamastur. Hvalbakur skipsins er úr áli og nær aftur að skipsmiðju, aft- an til á honum er brú skipsins, einnig úr áli. Á brúarþaki er rat- sjár- og Ijósamastur. Vélbúnaður Aðalvél skipsins er frá MAN B & W ALPHA, sex strokka fjór- gengisvél með forþjöppu og eftirkælingu. Vélin tengist nið- urfærslu- og skiptiskrúfubún- aði frá Alpha, með innbyggðri kúplingu. Utan um skrúfu er stýrishringur frá Alpha. Á niður- færslugír eru þrjú Flexstar af- lúttök, 200 kW við 1500 sn/mín. í skipinu er ein hjálparvél af Caterpillar gerð, 3306 B, sex strokka fjórgengisvél með for- þjöppu. Hún skilar 161 kW við 1500 sn/mín. Við vélina tengist rafall frá Caterpillar SR 4, 3x380 V AC, 181 kVA, 275 Amp. Hafnarvél er af gerðinni Hatz, 22kW við 1500 sn/mín. Stýrisvél er rafstýrð og vök- vaknúin frá Scan Steering, MT-3500/85, snúningsvægi er 4200 kpm. í skipinu er ein skilvinda frá Alfa Laval af gerðinni MAB-103 fyrir brennsluolíukerfið. Ræsiloftsþjöppur eru tvær af gerðinni Atlas Copco LT 730. Fyrir vélarúm og loftnotkun er einn rafdrifinn blásari. Rafkerfi skipsins er 380 v, 50 Hz rið- straumur fyrir mótora og stærri notendur og 220 V, 50Hz til Ijósa og almennrar notkunar í íbúðum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.