Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 5
RITSTJORMARGREIM Árið 1984 var gott klakár hjá þorsk- stofninum við ísland. Við seiðatalningu og könnun á útbreiðslu þorskseiða sum- arið 1984 kom íljós að talsvertafþorsks- eiðum hafði rekið yfir til Austur-Græn- lands. Samkvæmt niðurstöðum fiskif- ræðinga var áætlað að 20-25% af þorskseiðunum hefðu verið við Græn- land á þessum tíma. 4fiatölur frá Græn- landi sýna að 1987, 88 og 89 var búið að veiða samanlagt um 200 þúsund tonn úr þessum árgangi við Grænland og líklega verða veidd þaryfir 100 þús- und tonn á þessu ári. Fiskifræðingar telja að væntanleg sé um 100 - 200 þús- undtonna ganga afsmáum Grænlands- þorski (íslandsþorski) hingað á næstu vertíð og þá verði talsvert enn eftir við Nýlega er afstaðinn fundur í London hjá fiskimannadeild ITF (Alþjóðaflutn- ingaverkamannasambandinu) sem ís- lensk sjómannasamtök eru aðilar að , FFSÍ og SSÍ. Aðal deilumálið sem þar kom uþþ var nýting sjávarsgendýra, sérstaklega hvala- og selastofna ínorð- anverðu Atlantshafi. íslensku fulltrúarnir héldu þar mjög fast við það sjónarmið að viðhalda bæri jafnvægi í lífríki sjávar með skynsamlegum veiðum á sjávar- spendýrum sem byggðar væru á vís- indalegum rannsóknum á stofnstærð hvala- og selastofna. íslensku full- trúarnir gerðu þátttakendum á ráðstefn- unni grein fyrir því að hvölum færi fjölg- andi við ísland, sem væri eðlilegt þar sem hafsvæði við vestanverða Evrópu, t.d. Norðursjór, væru svo menguð orðin að þau fáu dýr afþessum stofnum sem þangað kæmu væru annað hvort sjúk eða yrðu það ef til þess kæmi að þau fyndust á þessum hafsvæðum. Það væri hinsvegar eðli allra dýra að leita til þeirra svæða þar sem vaxtar- og fæðu- skilyrði væru góð og sjór ómengaður eins og t.d. við ísland. Það leiddi hins- Grænland sem von erá næstu tvö ár, ef að líkum lætur. Við gætum því verið að tala um að 25% af þorskseiðunum frá 1984 gæfu af sér allt að 1 milljón tonna og þó er fiskurinn drepinn mjög smár við Grænland. Það hlýtur óhjákvæmilega að vakna sú spurning hjá íslenskum fiskimönnum hvort hin 75% þorskseið- anna gefi ekki af sér tvær þrjár milljónir tonna við ísland eða erum við með mun verri vaxtarskilyrði hér við land en gerist við Grænland? Eða stundum við okkar þorskveiðar ekki rétt til þess að ná há- marksafla úr árgöngunum sem alast upp við ísland? Ef til vill koma einhverjar aðrar skýringar til greina en hverjar eru þær? Við því væri mjög áhugavert að fá svör frá Hafró. vegarafsérað sjávarspendýrin tækju of mikið til sín af fiski sem fæðu og íslend- ingar gætu alls ekki sætt sig við að minnka fiskveiðar ár eftir ár og sömu- leiðis afkomu fiskimanna, en mega ekki viðhalda eðlilegu jafnvægi í Iffríki sjávar með því að stunda skynsamlegar veiðar á hvala- og selastofnum hér við land eins og við teldum að við hefðum gert í fjölda ára. Það getur aldrei orðið hlut- verk okkar að fæða hvalastofna heims- ins af okkar fiskistofnum. Þær þjóðir sem mengað hafa sín höfog gert þau að óvistlegu umhverfi fyrir sjávarspendýrin verða að stöðva þá stórhættulegu iðn- aðarmengun sem frá þeim kemur svo höfin við vestanverða Evrópu verðiaftur það lífríki sem sjávarspendýr geta lifað í. Afkomu íslendinga verður ekki fórnað vegna ruslakistustefnu Evrópuþjóða, þær verða sjálfar að taka þátt í því hlut- verki af heilindum að viðhalda óspilltu lífríki sjávar. Vandanum verður ekki velt yfir á þær þjóðir við norðanvert Atlants- hafið sem byggja afkomu sína á því að viðhalda jafnvægi í lífríki sjávar. Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ Um Græn- lands- þorsk og þing ITF VÍKINGUR 5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.