Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 8
Elías Björnsson sagnfræðingur HNIGNUN TOGARA- ÚTGERÐARÁ 7. ÁRATUGNUM Mestallur 7. ára- tugurinn var ís- lenskri togaraútgerð ákaflega erfiður. Eins og sést í Töf lu 1, fækkaði skráðum togurum úr 48 í 24 á tímabilinu 1961- 1970, eða um helm- ing. Fækkun skráðra skipa segir þó aðeins hluta sög- unnar, því í raun voru þau aldrei öll gerð út árið um kring á um- ræddu tímabili. 1961, 1962 og 1963 lágu 7 togarar í höfn öll árin og að auki var útgerð nokkurra skipa mjög stopul þessi ár. Frá 1964 til og með 1966 voru að jafnaði gerðir út 27 - 30 togarar, en 22 fram til 1970. Engin endurnýjun átti sér stað í togaraflotan- um frá og með 1961 til 1970. Ár 1960 ’61 ’62 ’63 '64 ’65 ’66 ’67 ’68 ’69 Fjöldi 48 48 47 44 40 38 32 30 28 23 Heimild: Hagstofa íslands: Tölfræðihandbók 1984. Reykjavík 1984, bls. 136-137. 8 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.