Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 9
1. Skýringanna á þessari öfug- þróun í íslenskri togaraútgerð er víða að leita. Það má hafa hugfast að þar liggja höfuðor- sakir þess að skuttogaravæð- ingin hófst ekki fyrr en á 8. ára- tugnum. í greinargerð með þings- ályktunartillögu frá 1965, um hvernig bæta mætti rekstrar- grundvöll togaraflotans, var vanda útgeröarinnar lýst og bent á að margar samverkandi ástæður lægju þar að baki. Stærsta ástæöan var álitin minnkandi afli á öllum tiltækum togaramiðum íslenska flotans. Stækkun landhelginnar hafði orðið þess valdandi að togar- arnir misstu dýrmæt fiskimið, en hitt skipti þó meira máli, að á djúpmiðum hér við land og tog- aramiðum við Grænland og Nýfundnaland hafði fiskgengd minnkað verulega. 2. Aflasamdráttur í kjölfar út- færslu landhelginnar í 12 mílur 1958 virðist hafa orðið umtals- verður. Loftur Bjarnason, fyrr- verandi formaður Félags ís- lenskra botnvörpuskipaeig- enda (F.Í.B), taldi að vegna útfærslunnar...,, hafi togararnir á vissum árstímum verið sviptir rétti til fiskveiða á 2/3 til 3/4 af þeim fiskimiðum, sem þeim áður voru heimil“. 1958 var metaflaár. Þá hafði karfaveiðin viö Nýfundnaland náð hámarki sínu og bjartsýni með áfram- haldið leitt til þess að samið var viö V-Þjóðverja um kaup og smíði á 5 tæplega 1000 lesta togurum, sem komu 1960 ásamt einum fimm ára göml- um. En forsendur breyttust og jafnhliða útfærslunni í 12 mílur drógust stórlega saman afla- brögð á hinum fjarlægu kar- famiðum. Skerðingin sem varð á meðalafla togara árið 1959 átti síðan eftir að stóraukast á næstu árum. Það var frá og með 1960 sem verulega fór að síga á ógæfuhliðina. Ofaná bættist að fiskmarkaðir í Bret- landi lokuðust um tíma. Árin 1960 og 1961 var afkoma tog- araútgerðar verri en dæmi voru til um áður, þrátt fyrir að báta- gjaldeyriskerfið svokallaða hafi þá þegar verið aflagt og togara- sjómenn fengið sama verð fyrir fiskinn og kollegar þeirra á bátaflotanum. Slíkur var afla- bresturinn bæði á heimamið- um og öðrum fjarlægari. Ágætis upplýsingar um veið- ar togaranna fást með því að bera saman fjölda þeirra þenn- an áratug og heildarafla. Það sýnir nokkuð glögglega hve- nær samdráttur varð í veiðum þeirra og hvenær aukning. Tafla 2 geymir þessar stærðir og þar er ekki miðað við fjölda skráðra skipa, heldur þann sem kemst næst því sem raun- verulega var gerður út (sbr. framangreint). 3. Eins og sést var samdráttur- inn í meðalafla hvers togara mjög mikill fyrstu 4 árin en þó sýnu mestur 1960, rúm 1200 tonn. Sé samdrátturinn 1959 frá fyrra ári (-939 tonn) lagður saman við skerðingu meðal- afla á skip á árunum 1960-1962 fáum við út svo mikið sem 3303 tonna samdrátt á hvern togara frá 1958! Þrátt fyrir að árið 1988 hafi verið einstaklega gott aflaár má ekki gleyma því að frá og með 1952 til 1958 fór meðal- botnfiskafli á hvern togara ekki undir 3300 tonn. Að meðaltali var um 3800 tonna afli á hvern togara á tímabilinu 1952-1957 og er þá sleppt metaflaárinu 1958. Þannig að aflasamdrátt- urinn sem hófst 1959 er álíka alvarlegs eðlis þótt miðað sé við lengra tímabil þar á undan en ekki bara síðasta árið. Það er ekki óvarlegt að ætla að slíkt hrun í aflabrögðum hafi haft lamandi áhrif til nokkuð langs tíma á rekstur togaranna og Tafla 2 BOTNFISKAFLI TOGARA 1958-1970 Heildar- Fjöldi Meðalveiði Mismunur aflamagn togara á skip frá fyrra ári Ár (tonn) (endursk.) (tonn) á skip (tonn) 1958 202578 44 4604 + 859 1959 161288 44 3665 - 939 1960 121940 48 2540 - 1125 1961 85094 40 2127 - 413 1962 50724 39 1301 - 826 1963 80182 36 2227 + 926 1964 64833 29 2236 + 9 1965 73606 28 2629 + 393 1966 60601 29 2090 - 539 1967 72676 22 3303 + 1213 1968 77892 22 3541 + 238 1969 84255 22 3830 + 289 1970 79718 22 3624 - 206 Heimild: Tölfræðihandbók 1984. Rv. 1984, s. 81 & 136-137. Loftur Bjarnason: „Togaraútgerðin 1959-66 & 71.“ Ægir. Fiskifélags Islands. 53.-60. & 65. árg. Rv. 1960- -'67 & 1972. Þaö var frá og með 1960 sem verulega fór aö síga á ógæfuhliöina. Ofaná bættist að fiskmarkaðir í Bretlandi lokuöust um tíma. VÍKINGUR 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.