Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1990, Blaðsíða 44
FÉLAGSMÁL Fyrir skömmu var fyrsta framlagiö í sjóðinn af- hent. Frá vinstri: Viktor Björnsson VSFÍ, Andrés Guðjónsson skólameist- ari, Helgi Laxdal form. VSFÍ, Guðjón Tómasson starfsmannastjóri LV og Gísli Gíslason varar- ekstrarstjóri LV. Endur- menntunar- sjóður VSFÍ Um nokkurt skeið hafa staðið yfir viðræður um stofnun endurmenntunarsjóðs Vélstjórafélags fslands (VSFÍ). Hlutverk sjóðsins verður að standa straum af margháttuð- um kostnaði vegna endur- menntunarinnar samkvæmt ákvörðun stjórnar og reglum hans. Eins og velflestir þekkja eru tíðar breytingar á starfs- vettvangi vélstjóra vegna örrar tækniþróunar og því nauðsyn- legt að koma á endur- eða sí- menntun fyrir þessa starfsstétt. Landsvirkjun, fyrst vinnuveit- enda, hóf greiðslur í sjóðinn frá síðustu áramótum, en hjá Landsvirkjun eru mjög miklar breytingar á tæknisviði og um leið á störfum vélfræðinganna sem þar starfa en þeir eru um 60 talsins. Stjórn sjóðsins skipa þrír menn frá VSFÍ. Vél- skóla íslands (VÍ) og Lands- virkjun (LV). 44 VÍKINGUR FANNEY SH-24 Þegar skipaskráin 1990 var gefin út hét núverandi Fanney SH—24 Jón á Nesi SH—159. En eftir það urðu eigendaskipti, Soffanías Cecilsson keypti skipið og umskírði það og gerði á því nokkrar breytingar. Fanney SH—24 er 103,33 rúmlesta stálskip, smíðað í Póllandi 1988. Það er 25,58 metrar á lengd, 6,02 m á breidd og 2,61 á dýpt og er búið öllum venjulegum siglingatækjum. Helstu breytingarnar sem gerðar voru á skipinu nú eru að settar voru í það tvær togvind- ur, 12tonn hvor, tvær sex tonna grandavindur og þrjár hjálpar- vindur, allar frá Ósey h.f. í Garðabæ. Vélsmiðjan Orri hf. annaðist styrkingu á undirstöð- um fyrir spilin og Rafboði h.f. sá um rafmagnsvinnuna. Kæling var sett í lestina, frá Árna Halldórssyni á Grundar- firði. Skutrúlla og bobbinga- rennur eru frá Vélsmiðjunni Ár- v(k á Grundarfirði. Eftir breytingarnar fór Fann- ey á veiðar á kvennadaginn, 19. júní.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.