Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Blaðsíða 13
Viðtal
Stórir á
Englandsmarkaði
— En hver er ábyrgð út-
gerðarmanna sem fá úthlutað
úr sameiginlegri auðlind þjóð-
arinnar?
„Hún er í því fólgin að skapa
sem mest verðmæti úr því sem
aflast. Samherji á engar eignir í
landi sem tengjast togaraút-
gerðinni, en það eru fleiri menn
um borð í frystitogurum en öðr-
um togurum, auk þess sem
mikil þjónusta er í kringum tog-
arana. Þegar allt er talið gæti
ég trúað að atvinnan sem við
sköpum sé svipuð og hjá fyrir-
tæki sem rekur frystihús og ís-
fisktogara. Þetta á að geta lifað
hlið við hlið.“
— Þið hafið farið ykkar eigin
leið í markaðsmálunum en ekki
notfært ykkur þjónustu stóru
sölusamtakanna.
„Já, við flytjum út stærstan
hluta af afurðum okkar. Sumt
seljum við beint og milliliða-
laust en á Englandi, sem er
okkar stærsti markaður, höfum
við umboðsmann.1'
— Ertu þeirrar skoðunar að
stóru sölusamtökin séu orðin
ófær um að tryggja íslenskum
sjávarútvegi gott verð fyrir af-
urðir sínar?
„Nei, ég tel eðlilegt að fram-
leiðendur myndi með sér sam-
tök, þannig standa þeir betur
að vígi en sundraðir. Hins veg-
ar hafa örar framfarir á sviði
flutningatækni, samgangna og
fjarskipta gert það að verkum
að miklar breytingar eru að
verða á markaðsmálum. Sumir
eiga ef til vill eftir að laga sig að
þessum breytingum. Ég held
að ábyrgð hvers einstaks fram-
leiðanda muni aukast í framtíð-
inni og að skrifstofur stóru sölu-
samtakanna hér á landi muni
minnka. í stað þeirra hljóta að
koma litlar skrifstofur hér og
þar um heiminn og þær verða í
betra sambandi við markaðinn
og framleiðendur en nú er.
Sölusamtökin gera margt
vel, en við völdum okkar eigin
leið og teljum hana hafa reynst
okkur vel. Við erum nokkuð
stórir á Englandsmarkaði og
getum haft þar áhrif í krafti
stærðarinnar.11
Utgerðarmenn - sjómenn
Sérsmíðum hverskonar spil eftir pöntun
HAFSPIL HF.
J FJÖLNISGATA 2B ■ R BOX 176 - 602 AKUREYRI
“ SÍMI (96) 26608 • NNR. 9344-9487
Framleiðir vökvadrifin tæki
fyrir báta og fiskiskip
ANIMO
KAFFIVÉLAR
Sundaborg 3, 104 Reykjavík Sími 678200