Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Blaðsíða 20
FORSÆTISRAÐHERRA
Ég er ekki eins
viss, jafnvel þótt
það standi á
skattseðlinum
mínum að X
upphæð hafi farið
til aðstoðar í
þriðja heiminum.
20 VÍKINGUR
gang að slíkri aðstoð og að rétt
þyki að ísland sé frekar gefandi
en þiggjandi að sjóðum Sam-
einuðu þjóðanna."
Síðan þessi orð voru svo dig-
urbarkalega sögð hafa mörg, í
sama dúr, fylgt í kjölfarið. Það
er skemmst frá því að segja að
orðin hafa ekki verið í nokkru
samræmi við efndirnar og bilið
þar á milli hefur stöðugt verið
að aukast eins og sést á súlurit-
inu sem fylgir hér með. Á þess-
um orðum má einnig sjá að það
eru ekki mörg ár síðan við vor-
um sjálf flokkuð sem þróunar-
land, enda til þess aö gera
nýskriðin úr torfkofunum. Það
má þá e.t.v. segja að við höfum
nokkra afsökun fyrir rýrum
framlögum okkar til þróunar-
mála. Okkur skortir reynslu í því
að hugsa og framkvæma eins
og þjóð sem getur og vill hjálpa
öðrum.
Fundur um
þróunarmál
Á opnum fundi um þróunar-
mál sem haldinn var 29. nóv.
1990 komu fram nokkrar tillög-
ur, sem ætlað er að snúa vörn í
sókn. Sú tillaga sem vakti hvað
mesta athygli kom frá Stein-
grími Hermannssyni forsætis-
ráðherra. Hann vill leggja það í
dóm þjóðarinnar hvort hún sé
tilbúin að verja 0,5% af launum
sínum til þróunarmála og að-
stoðar við fátækari þjóðir.
Hann sagðist ekki efast um að
íslendingar myndu samþykkja
þennan,, Afríkuskatt" þegjandi
og hljóöalaust rétt eins og þeir
væru ekki nógu skattpíndir
fyrir. Hann var þess fullviss að
þessir peningar yrðu ekki not-
aðir til þess að endurbyggja
Þjóðarbókhlöðu eða Borgar-
leikhús þegar fram í sækti.
Ég er ekki eins viss, jafnvel
þótt það standi á skattseðlinum
mínum að X upphæð hafi farið
til aðstoðar í þriðja heiminum.
Ég er í þessum efnum sam-
mála Sigríði Dúnu Kristmunds-
dóttur sem segir þetta aðeins
spurningu um forgangsröð við
gerð fjárlaga og pólitískan vilja
á Alþingi.
Bláir og hvítir fílar
Á áðurnefndum fundi kom
fram önnur tillaga sem mér líst
sínu verr á. Hún var þess efnis
að auka framlög til þessara
mála með því að ríkissjóður
kaupi „skandala" skipið sem nú
liggur við bryggju hjá Slipp-
stööinni á Akureyri og er að
safna á sig vaxtaskuldum í ró-
legheitum. Þetta skip verði síð-
an gert út, með íslenskri áhöfn,
t.d. við strendur Afríku, til hags-
bóta fyrir fólk þar. Þetta væri þá
í annað sinn sem ríkissjóður
aðstoðaði Slippstöðina á þenn-
an hátt. Síðast þegar slíkt var
gert var Fengur smíðaður.
Hann liggur nú undir skemmd-
um við bryggju hér i Reykjavík,
engum til gagns nema ef vera
skyldi hafnarsjóði. Ekki er fyrir-
sjáanlegt að fé fáist til reksturs
Fengs á næsta ári. Ég tel því
ekki viturlegt að fjárfesta í öðru
og stærra skipi, jafnvel þótt
Fengur væri settur upp í kaup-
verðið. Með því slá menn að
vísu þrjár flugur í einu höggi;
bjarga Slippstöðinni, auka
framlög til þróunarmála og
auka tekjur Reykjavíkurhafnar.
Forsætisráðherra á
hvítum fíl
Forsætisráðherra sagði
fundarmönnum, á áðurnefnd-
um fundi, frá ferö sinni til Græn-
höfðaeyja, sem hann fór til
þess að kynna sér ástandið
þar, skrifa undir samninga og
loforð. Blessuð börnin hópuð-
ust í kringum hann og sögðu
„Þarna er forsætisráðherrann á
Fengi.“ (Bein tilv., röng beyg-
ing).
Mér datt í hug þegar ég
heyrði hann segja frá þessu að
ef ríkissjóður gerðist svo stór-
huga að bjarga Slippstööinni
með því að kaupa skipið af
henni væri best að mála skipið
hvítt og skýra það „Fíl“. Þá
verður Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherrann á hvíta
Fílnum.
Útgerðarmenn — vélstjórar.
Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk-
smiöjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir
reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki.